søndag 28. september 2008

Ömmublogg:-)

Hér er mynd af henni Alexöndru minni:-) Við vorum hjá henni áðan, ég og Ingólfur fengum að finna barnið hreyfa sig, ferlega geggjað. Hún er orðin frekar þreytt þessi elska, en það er bara vika í áætlaðan fæðingardag, þannig að þetta styttist óðum. En mikið hlakka ég til að fá að sjá litlu skottuna, spáið í því að ég er að verða AMMA, segi það og skrifa amma (og ég sem er svoooo ung:-)) Christoffer vill nú samt meina að hún komi í heiminn næsta föstudag, þann 3 okt, en einhvern grun hef ég um að hún dóttir mín vilji að hún fæðist þann 4 okt svo að hún fái hana í 18 ára afmælisgjöf, mér er eiginlega alveg sama þar sem að ég fékk hana ekki í afmælisgjöf:-)) í gær.
Þetta er það sem hún tengdamamma mín er búin að vera að dunda sér við, hún prjónaði teppi fyrir barnið og svo heklaði hún peysu, húfu og þá allra minnstu sokka/skó sem ég hef séð. Rosalega flott. Alexandra þakkar þér Lúlú mín fyrir þetta:-) og fyrir sængina og koddan.

Eins og þið vitið þá finnst honum Aroni rosalega gaman að baka, þannig að í gærkveldi bakaði hann lummur fyrir mig, alveg sjálfur. Þær voru alveg rosalega góðar, en því miður gleymdi ég að taka mynd af honum við baksturinn, en það er mynd af honum hér á blogginu þar sem hann er að baka pönnukökur fyrir pabba sinn. Svo er Ásgeir minn að elda afmælismatinn fyrir mig núna, hann hafði ekki tíma til þess í gær, en hér verður Hani í víni, ummm, ekkert smá gott.

Strákarnir eru komnir í haustfrí og þeir eru mjög ánægðir með það. En Ingólfur verður að vakna snemma á morgun því hann er að fara í skellinöðruæfingarakstur.

Kossar og knús frá Maju og liðinu hennar:-)

lørdag 27. september 2008

Afmælisblogg

Hér er hann Ingólfurinn minn, rauðhærður:-) Hann litaði á sér hárið í Póllandi, ferlegur töffari. En hann skemmti sér alveg rosalega vel í ferðinni og hann hafði sko frá miklu að segja þegar hann kom heim.
Hér er að sjálfsögðu flaggað í tilefni dagsins. Frúin er sko orðin 25 ára, loksins:-) En það voru engar pönnukökur á boðstólum í morgun, Ásgeir er að vinna og ég nenni ekki að baka núna, sé til seinna í dag.
Við ætluðum að fara til hennar Alexöndru í dag, en hann Aron ældi svo í gærkveldi að ég þori ekki að fara með hann til hennar. En við förum á morgun og ég verð að muna að taka hana Stellu með mér til að taka myndir af bumbunni.
Annars er allt gott að frétta, hér er sól og frábært veður og afmæliskveðjunum rignir yfir mig:-) Takk til ykkar sem mundu eftir mér í dag.
Koss og knús frá okkur Vendölunum

fredag 26. september 2008

Sú gamla var klukkuð

Uppáhaldssystir mín klukkaði mig um daginn og hér er lífið mitt, eins og það leggur sig (fyrir utan allt það sem ég sagði ekki frá)

Fjögur störf sem ég hef unnið:

Gamla bakaríið á Ísó
Stuepike á Hotel Ernst (ferlega leiðinlegt)
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (ferlega skemmtilegt)
Snømyra barnehage í Vennesla (elska vinnuna mína:-))

Fjórar kvikmyndir sem ég held uppá:

Með allt á hreinu
Heimskur heimskari
Harry Potter
Indiana Jones

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Reykjavík ó Reykjavík, þú yndislega borg
Blönduós
Hnífsdalur
Vennesla

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég held uppá:

CSI Miami
CSI
Beat for beat
Svona var það 76

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Oslo
Stocholm
Hemsedalen
Flókalundur

Fjórar síður sem ég les á hverjum degi (fyrir utan blogg)

vg.no
db.no
mbl.is
bb.is

Matur sem ég elska:

Kjöt í karrý
Nautasteik a la Ásgeir
Hani í víni
Maturinn hennar tengdó (nú skoraði ég (vonandi) stórt hjá henni:-))

Fjórar bækur sem ég les oft

LØFT (allir ættu að eiga þessa bók, en ég veit samt ekki hvort hún er til í íslenskri þýðingu)
Agatha Christie (ég veit ekki hversu margar bækur ég á eftir hana, en þær eru margar og ég elska þær allar, get ekki gert upp á milli þeirra)
Íslenskar þjóðsögur og sagnir
Gráskinna hin meiri

Hvar væri ég til í að vera núna:

Windhoek (hjá henni Gullu minni)
Svíþjóð (hjá honum Dodda, að hoppa á trampólíninu, djók:-))
Á Ísó í mat hjá tengdó (ein með mat á heilanum, en það er alveg ok því ég er svo slank:-))
Upp á fæðingardeild með henni Alexöndru (vona að það verði ekki langt þangað til að við verðum þar)
Á Akureyri í kaffi hjá Jóhönnu og henni Ingu minni

Ég ætla að gera eins og Doddi og Tinna, ég klukka engan, enda hafa allir verið klukkaðir:-) og já Villi minn ég var klukkuð en ég er ekki klikkuð:-)

Kossar og knús frá Maju, sem ætlar til Alexöndru á morgun til að taka bumbumyndir af henni, og auðvitað skelli ég þeim inn hér:-)

lørdag 6. september 2008

Ein í kotinu:-)

Jæja þá nenni ég loksins að setjast niður og skrifa eitthvað hér á bloggið mitt. Letin alveg að drepa mig, eða kannski frekar andleysi að hrjá mig.

Af okkur er allt gott að frétta. Ingólfurinn minn lagði af stað til Póllands í morgun, við þurftum að vakna kl 5, því hann þurfti að vera mættur við skólann kl 6. Þau taka bátinn yfir til Danmerkur og svo keyra þau til Þýskalands og verða komin þangað í kvöld, svo keyra þau á morgun til Póllands. Hann kemur svo heim aftur næsta laugardag. Hann neitaði að taka Stellu bleiku með sér, þannig að Alexandra og Christoffer lánuðu honum þeirra myndavél, vona bara að hann muni eftir að taka myndir:-)

Aron er bara úti að leika með honum Erlend og hann ætlar að gista hjá honum í nótt. Ásgeir er að vinna, þannig að ég sit bara hérna ein og hef það gott. Ingólfur skildi tölvuna sína eftir þannig að ég er að nota hana núna:-)

Við mæðgurnar fórum í Sörlandssenteret á miðvikudaginn og skoðuðum barnaföt, enda eru bara 4 vikur í settan dag. En jedúdda mía hvað það er til mikið af fallegum barnafötum í dag, ég varð bara alveg veik. Ég gleymdi að taka mynd af bumbunni, því miður, því hún er sko orðin stór.-) Svo ætla elsku tengdaforeldrar mínir að koma hingað þann 22 okt. til að skoða barnið, það verður gaman.

Jæja ég nenni ekki að skrifa meira núna, vona að andinn komi yfir mig bráðum, en þangað til næst sendi ég ykkur öllum bara kossa og knús:-)