lørdag 24. juli 2010

Danmerkurferð

Við skelltum okkur til Danmerkur aðfararnótt mánudagsins síðasta og hér koma nokkrar myndir úr ferðinni, en af einhverjum ástæðum koma myndirnar ekki inn í þeirri röð sem ég hlóð þeim inn svo fyrsta myndin er tekin úr bátnum á leiðinni heim
Ég, Ása og strákarnir skelltum okkur á stöndina

Ásgeir og Finn voru að fara á pöbbarölt, en ég og strákarnir fórum í Føtex að versla aðeins. Ég verð að segja að ég er mjög stolt af sjálfri mér, ég keypti bara 1 skópar í ferðinni:)))


Hér erum við að borða svínasneiðar, íslenskar lambakótilettur, maískólfa, hamborgara og rauðvínssósu ala Ásgeir:) En það var borðað mikið af góðum mat og drukkið alveg fullt af góðum vínum í ferðinni. En ég fann það út að eitthvað hefur gerst hérna heima í fataskápnum mínum því allt í einu eru nokkur pils orðin of þröng á mig. Alveg merkilegur andskoti



Ásgeir og stákarnir í Tívolíinu í Århus, þarf ekki að taka það fram að frúin þorði ekki með þeim. Ég fór með Aroni í einhvern bát sem sveiflast fram og aftur og þegar hann stoppaði stóð ég upp skjálfandi og næstum því farin að gráta ég var svo hrædd.




Ása og Ásgeir að elda eitthvað gott fyrir okkur





Aron var svoldið þreyttur þegar við komum til Ásu, enda sváfum við ekkert um nóttina






og ekki voru þessir hressari:) En það var alveg rosalega gamana hjá okkur, hitinn í sólinni fór upp í 47.5 gráður og í skugganum voru um 28 gráður, þannig að við náðum okkur í smá lit. Svo var að sjálfsögðu keypt kaffi (Merrlid) fyrir mig, remúlaði og eitthvað svoleiðis fyrir Ásgeir og bara slappað af:)
koss og knús frá Maju og liðinu hennar
















onsdag 7. juli 2010

sumar og engin sól

Ingólfurinn minn sofnaði einn morguninn á trampólíninu og brann aðeins, hann man það kannski bara næst að það borgar sig ekki að fara að sofa ósmurður:)
þetta keypti Aron sér fyrir afmælispeningana sína

tómatarnir byrjaðir að koma, hlakka mikið til þegar ég get bara farið út á pall og náð mér í heimaræktaða tómata, salat, baunir og gulrætur í matinn



hér er aðeins meira LEGO sem hann Aron á


og hér er ein mynd bara fyrir hann Villa "minn" af fallegu, fallegu Cassöndru:) Hún var í pössun hjá okkur í 5 daga og við höfðum það ekkert smá gaman saman:)))
Annars er bara fínt að vera í sumarfríi, nema að það er búið að vera ískalt í dag, eiginlega svo kalt að mig langaði til að kveikja upp í kamínunni, en ég gerði það ekki enda ferlega hallærislegt að kynda upp um mitt sumar.
Svo er bara að segja áfram Spánn:) Vona að kolkrabbinn hafi rétt fyrir sér um úrslit leiksins í kvöld. Kossar og knús frá okkur öllum í kuldanum í Vennelsa




tirsdag 22. juni 2010

sumarfrí:)))

gróðurhúsið okkar fullt af allskonar grænmeti, sem við getum vonandi borðað seinna í haust:)
Ingólfurinn minn var að taka til í herberginu sínu og þetta voru allar kókflöskurnar sem voru þar (þakka bara fyrir að þetta voru ekki bjórflöskur:))

Aron að vaða á Hamresanden með fuglunum, en sjórinn var ískaldur en hann lét það nú ekki á sig fá


hér er bara látið vaða, honum fannst viðeigandi að vera í Lúlú júnætet bolnum sínum:)
En ég er sem sagt komin í sumarfrí og ég byrja ekki að vinna aftur fyrr en 2 ágúst, Ingólfurinn minn er líka byrjaður í sínu sumarfríi og Aroninn minn byrjar á morgun. En það er eitthvað óvíst með fríið hjá honum Ásgeiri mínum, en ég á nú von á því að hann taki sér einhverja daga til að vera saman með okkur og henni Cassöndru:) Við ætlum að sækja hana á þriðjudaginn og vera með hana í nokkra daga á meðan mamma hennar er að vinna/skemmta sér á Hove festivalen. En þar sem ég er svoooo mikil húsmóðir:) þá ákvað ég að gera rabbarbarasultu, en ég segi bara takk og pris fyrir hana Helgu Sig þannig að ég á von á því að á morgun verði hægt að fá sér ristaðbrauð með osti og heimatilbúnni rabbarbarasultu:)))
Koss og knús frá frúnni sem á eftir að hafa það náðugt næstu 40 dagana:)))))))



søndag 13. juni 2010

óvissuferð

Ég fór á föstudaginn í óvissuferð með vinnunni minni og var ferðinni heiti til Lindesnes fyr, sem er syðsti punkturinn í Norge, alveg frábær staður. Það var ekkert smá mikill vindur, eiginlega lítill stormur.
Skýin voru á fullri ferð

maturinn var algjört æði, sjávarréttarhlaðborð


umm ekkert smá gott



og fallega lagt á borðið af mínum frábæru vinnufélögum sem sáu um ferðina




þetta er gamli vitinn sem var kynntur með kolum





ég er búin að búa hérna í Norge í 8 ár og þetta er fyrsti staðurinn sem ég kem á þar sem það eru engin, segi það og skrifa ENGIN tré, merkilegt alveg






hér eru nokkrar að leita að bláskel til að veiða krabba með, minn hópur bjó til brauðdeig úr sjó og þanghveiti og rúgmjöli og einhverju fleira og þetta var ekkert smá gott brauð







rosalega fallegt þarna. Við skemmtum okkur ekkert smá vel, sumir sváfu úti, sumir í vitanum og svo aðrir í vitavarðarhúsinu þar sem að einhver draugur býr víst líka, en ég varð ekkert vör við hann, sem betur fer:) Svo voru einhverjir sem fóru í sjósund um miðja nótt og ég get lofað ykkur því að það var kalt:) Svo borðuðum við morgunmat úti og það var ískalt, en brauðið var gott og svo fengum við rabbarbarasultu!!!! sem var heimatilbúin (einhverjir í hópnum þurftu að týna rabbarbara) og svo fengum við líka rabbarbaramuffins. Svo var haldið heim og ég var komin heim um hálftólf. En þetta var alveg frábær ferð.
Kossar og knús frá Maju og co








lørdag 5. juni 2010

sól og blíða:)

hér er búið að planta og taka aðeins til
verður spennandi að sjá hversu lengi ég held lífi í blómunum

og bara svona til að minna fólk á að nota sólkrem og mikið af því:) Ég brann svona rosalega í gær í vinnunni, en ég bar á mig sólkrem áður en ég fór í vinnuna en svo gleymdi ég að bera á mig á meðan ég var þar. En í dag er ég sko búin að nota mikið krem, því ég og hann Aron minn erum búin að vera úti og taka til á pallinum og svo sáðum við káli og gulrótum og einhverjum blómafræjum. Ég þarf bara að vinna í 13 daga og svo er það sumarfríííí:))))))
koss og knús frá Maju og liðinu hennar


torsdag 27. mai 2010

lífið er frábært

Jebb frúin komin í helgarfrí, en að vísu verð ég að fara á fund í kvöld en ég lifi það af (vonandi) Aron er að fara í skólaferðalag í dag og verður eina nótt, ferlega spenntur kallinn og ég vona bara að hann skemmti sér vel.

Er orðin svoldið spennt fyrir keppninni á laugardaginn, en ég vona samt að Ísland vinni ekki. Ástæðan fyrir því er að ég var að horfa á fréttirnar og þar var talað við yfirmann Evrópskra ríkisrekinna sjónvarpsstöðva og hann sagði að reglurnar segja að það land sem vinnur verður að halda keppnina næsta ár, alveg sama þó svo að efnahagur landsins sé hruninn, þetta á sko líka við um Grikkland og einhver fleiri lönd. Þannig að ég held að ég láti mér nægja að kjósa Heru bara einu sinni.

Jæja er að hugsa um að klára teppið sem ég er að hekla (já ég gafst upp á að prjóna prinsateppið svokallaða eftir 4 misheppnaðar tilraunir) þannig að ég sendi ykkur bara kossa og knús úr sólinni hér í Vennesla

Ó já ég gleymdi víst að segja ykkur að það eru komnir 12 pínkulitlir ungar í fuglahúsið, ekkert smá gaman að sjá þá

lørdag 22. mai 2010

Vaknað snemma

Sé að ég þarf að fara að klippa niður gróðurinn í garðinum hjá mér
Úsýnið af pallinum hjá mér

Og morillu tréð mitt í fullum skrúða, hlakka til að borða morillurnar:)
En ég var sem sagt komin á fætur kl 7 í morgun, ekkert smá næs að vera alein með kaffibollan minn á svona fallegum morgni. En ég á nú von á því að hann Aron minn fari að fara á fætur, en hann fékk að vera úti til kl 12 í gærkveldi (hann var sko hjá nágrannanum) ekkert smá gaman, en hann er svo myrkfælinn að hann þorði ekki heim aleinn þannig að ég varð að sækja hann:) Og Ingólfurinn minn var í Filla (sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga) og ég veit ekki hvenær hann kom heim.
Langar að segja ykkur frá því að í leikskólanum erum við búin að vera með fuglaverkefni í allan vetur, kenna krökkunum muninn á farfuglum og staðarfuglum, hvaða hljóð hver fugl gerir, hvað þeir borða og svoleiðis. Og fyrir 3 vikum keyptum við fuglahús með myndavél inní, við vorum eiginlega alveg viss um að við værum of sein að setja það upp, en viti menn það flutti inn blåmeis kærustupar og þau eru komin með 12 egg:) Þannig að við eigum von á því að ungarnir byrji að koma núna um helgina, ekkert smá spennandi að fá að fylgjast svona með og krökkunum finnst þetta algjört æði.
Annars er bara sól og blíða hér í Vennesla, en ekki hvað , þannig að frúin er bara að hugsa um að liggja í sólbaði:) En ég verð líka að gróðursetja einhver blóm og svoleiðis, fæ hann Aron til að hjálpa mér.
Inga systir á afmæli í dag, gellan bara orðin 35 ára, innilega til hamingju með daginn elsku Inga mín:) Svo á hún Halldóra frænka líka afmæli svo hún fær afmæliskveðju líka frá okkur:)
Koss og knús frá Maju pæju og liðinu hennar