torsdag 27. mai 2010

lífið er frábært

Jebb frúin komin í helgarfrí, en að vísu verð ég að fara á fund í kvöld en ég lifi það af (vonandi) Aron er að fara í skólaferðalag í dag og verður eina nótt, ferlega spenntur kallinn og ég vona bara að hann skemmti sér vel.

Er orðin svoldið spennt fyrir keppninni á laugardaginn, en ég vona samt að Ísland vinni ekki. Ástæðan fyrir því er að ég var að horfa á fréttirnar og þar var talað við yfirmann Evrópskra ríkisrekinna sjónvarpsstöðva og hann sagði að reglurnar segja að það land sem vinnur verður að halda keppnina næsta ár, alveg sama þó svo að efnahagur landsins sé hruninn, þetta á sko líka við um Grikkland og einhver fleiri lönd. Þannig að ég held að ég láti mér nægja að kjósa Heru bara einu sinni.

Jæja er að hugsa um að klára teppið sem ég er að hekla (já ég gafst upp á að prjóna prinsateppið svokallaða eftir 4 misheppnaðar tilraunir) þannig að ég sendi ykkur bara kossa og knús úr sólinni hér í Vennesla

Ó já ég gleymdi víst að segja ykkur að það eru komnir 12 pínkulitlir ungar í fuglahúsið, ekkert smá gaman að sjá þá

lørdag 22. mai 2010

Vaknað snemma

Sé að ég þarf að fara að klippa niður gróðurinn í garðinum hjá mér
Úsýnið af pallinum hjá mér

Og morillu tréð mitt í fullum skrúða, hlakka til að borða morillurnar:)
En ég var sem sagt komin á fætur kl 7 í morgun, ekkert smá næs að vera alein með kaffibollan minn á svona fallegum morgni. En ég á nú von á því að hann Aron minn fari að fara á fætur, en hann fékk að vera úti til kl 12 í gærkveldi (hann var sko hjá nágrannanum) ekkert smá gaman, en hann er svo myrkfælinn að hann þorði ekki heim aleinn þannig að ég varð að sækja hann:) Og Ingólfurinn minn var í Filla (sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga) og ég veit ekki hvenær hann kom heim.
Langar að segja ykkur frá því að í leikskólanum erum við búin að vera með fuglaverkefni í allan vetur, kenna krökkunum muninn á farfuglum og staðarfuglum, hvaða hljóð hver fugl gerir, hvað þeir borða og svoleiðis. Og fyrir 3 vikum keyptum við fuglahús með myndavél inní, við vorum eiginlega alveg viss um að við værum of sein að setja það upp, en viti menn það flutti inn blåmeis kærustupar og þau eru komin með 12 egg:) Þannig að við eigum von á því að ungarnir byrji að koma núna um helgina, ekkert smá spennandi að fá að fylgjast svona með og krökkunum finnst þetta algjört æði.
Annars er bara sól og blíða hér í Vennesla, en ekki hvað , þannig að frúin er bara að hugsa um að liggja í sólbaði:) En ég verð líka að gróðursetja einhver blóm og svoleiðis, fæ hann Aron til að hjálpa mér.
Inga systir á afmæli í dag, gellan bara orðin 35 ára, innilega til hamingju með daginn elsku Inga mín:) Svo á hún Halldóra frænka líka afmæli svo hún fær afmæliskveðju líka frá okkur:)
Koss og knús frá Maju pæju og liðinu hennar



torsdag 20. mai 2010

hér er mikil gleði

frúin er búin að fá vinnu næsta ár, í leikskólanum og á deildinni sem ég vildi vinna á og með tveimur frábærum konum sem ég vildi vinna með:)) Þannig að ég er bara búin að haga mér eins og fegurðardrottning í dag, þið vitið þessi sem brosir í gegnum tárin.

Annars er bara brjáluð sól og 25 stiga hiti í skugganum, ég held bara að sumarið sé komið, í það minnsta í dag og í gær. Ég verð í sumafríi í 5 vikur í sumar, byrja fríið mitt þann 28 júní og byrja aftur að vinna þann 2 ágúst, hlakka ekkert smá mikið til:))) Vona bara að það verði gott veður svona akkurat á meðan frúin er í fríi.

Kossar og knús frá okkur hér í sólinni í Vennesla

tirsdag 18. mai 2010

17 maí:-)

Aron bar skólafánann í skrúðgöngunni og hann var alveg þokkalega ánægður með það
Falleg og prúðbúin börn

Lúðrasveit og læti


Ég get ekki munað hvað þetta er kallað á íslensku en á norsku eru þetta drillejentene, rosalega flínkar stelpur



Og russene ráku lestina, með vatnsbyssur, flautur og russekort.
En dagurinn var bara yndislegur, þó svo að veðrið hefði alveg mátt vera betra. Ég hef ekki tölu á öllum ísunum sem voru borðaðir á þessu heimilinu, svo enduðum við góðan dag á því að borða hamborgarhrygg:-) Bara gott
Í dag er frúin í fríi og fékk sér staðgóðan morgunverð, fyrst smá afgang af kvöldmatnum frá í gær og svo lifrarpylsu og ískalda mjólk ummmm ekkert smá gott. Ásgeir pantaði um daginn frá nammi.is hangikjöt, lifrarpylsu, blóðmör og Bjarnfreðarson:-)))) og pósturinn kom með þetta í morgun. Þannig að á morgun verður bíókvöld hér, myndin sett í tækið, heimabíóið í botni og popp og kók. Hlakka ekkert smá mikið til:-) Ásgeir er sko að vinna í kvöld þess vegna verðum við að bíða þangað til á morgun.
Koss og knús frá þessari útbitnu í Vennesla (jebb myggen er byrjaður að gæða sér á mér, því miður)




fredag 14. mai 2010

Partý:))))

Héðan er bara allt gott að frétta, Ásgeir að vinna en ég og strákarnir erum í löngu helgarfríi:) Þeir fara í skólann á þriðjudaginn og ég fer í vinnu á miðvikudaginn, bara sæla hér í Norge.

Annars er ég bara búin að vera að hekla eins og enginn sé morgundagurinn, ætlaði að prjóna teppi fyrir vinkonu mína, en ég gafst upp á því eftir 4 tilraunir og ákvað bara að hekla eitt stykki teppi, gengur miklu betur með það.

En frúin er að fara í partý í dag, það byrjar sko kl 5:) svo ætlum við að skella okkur á DIGG og þegar sá staður lokar ætlum við að fara í "eftirballpartý" verður gaman að sjá hvernig heilsan verður á morgun:) Vona að hún verði góð því ég þarf að fara og kaupa 17 maí föt á Aron og einhver blóm til að planta hérna úti svo að allt verði nú fínt á mánudaginn. Aron á að vera fánaberi fyrir sinn skóla í skrúðgöngunni á mánudaginn og þá er nú eins gott að gæjinn líti vel út. Svo ætlar hann Ásgeir minn að reyna að vera í fríi til að geta farið og séð drenginn bera fánan, en Ásgeir hefur aldrei verið heima á 17 maí í öll þessi ár sem við erum búin að búa hérna (og þau eru sko orðin 8, vá hvað tíminn líður hratt)

Ætla að reyna að skella mér til Grimstad um helgina til að heimsækja litlu fjölskylduna þar, langt síðan við höfum séð þau.

Koss og knús frá partýpæjunni henni Maju:)

tirsdag 11. mai 2010

Það eru ekki nema 285 dagar...

Aron að slá garðinn í fyrsta sinn í ár
Cassandra að hjálpa honum

Og svo þau vinirnir í göngutúr:-)


síðan ég bloggaði síðast og kannski kominn tími til:-)






Hvað hefur gerst síðan síðast? Jú, frúin er búin að fara til Íslands 2 sinnum, skella sér til Sverige, verða árinu eldri en er alltaf jafn flott:-) fá sér nýjan síma, halda upp á jól og áramót og ég veit ekki hvað og hvað.






En í dag er kominn 11 maí og ekki nema 237 dagar til jóla;-) En á morgun á að halda upp á 17 maí í leikskólanum með látum, lúðrasveit, CD slipp, pylsur, kökur og tónleikar. Bara gaman.






Í gær var ég á malingskurs og þar komst ég í samband við mitt innra!!! jebb og ég var bara að fíla það sko. En þetta var svona námskeið þar sem við hlustuðum á tónlist og svo áttum við að mála það sem við sáum fyrir okkur á meðan:-) Get nú ekki sagt að ég sé flínk með pensilinn en mikið var gaman, alltaf skemmtilegt að fá hláturskast með skemmtilegu fólki, mæli með því.






Hér er vorið komið, en það er kalt, vona að það fari nú að lagast:-)
Koss og knús frá okkur í Vennesla