tirsdag 17. juni 2008

Til hamingju með daginn

Hér blaktir fáninn við hún:-)

En það er ekki oft sem Ísland kemst í fréttirnar hérna í Norge, en í dag eru allir fréttamiðlar fullir af fréttum af ísbirninum sem er búinn að hreiðra um sig í æðarvarpinu á Hrauni. En enginn af þessum miðlum hefur tekið það fram að í dag 17 júní sé þjóðhátíðardagur Íslands. Skammarlegt bara. Eins og einhver björn sé merkilegri en 17 júní.

Koss og knús frá okkur í Vennelsa, sem mundum eftir 17 júní:-)

lørdag 14. juni 2008

Langt síðan síðast

Hér er mynd af graslauknum sem hann Aron Snær er að rækta, alveg með ólíkindum hvað hann getur dundað sér við þetta.
Þetta eru einhver blóm, ég er ekki alveg klár á því hvað þau heita.
Hér eru svo gulræturnar hans og einhver blóm. Ég er búin að vera að segja honum að hann verði að grisja gulræturnar, en hann vill það ekki, honum finnst svo flott að sjá hvað þær eru margar:-)

Fleiri blóm, þessi eru sko ekki byrjuð að koma upp, en það verður sjálfsagt ekki langt þangað til:-)

Við fórum í morgun í Plantasjen og keyptum heilan helling af blómum og eina 6 potta, við erum búin að gróðursetja þetta allt og svo þurfti hann að sá sólblómafræjum líka:-) Það er eiginlega skömm að segja frá því, en fyrir 2 vikum fórum við og keyptum fullt af blómum (sjá eldri bloggfærslu) hann sá um að gróðursetja í annað beðið og ég í hitt. Í dag, 14 dögum síðar, lifa blómin sem hann setti niður góðu lífi, eru meira að segja farin að teygja anga sína út um allt. En það sem frúin sá um að setja niður, er allt DAUTT, segi það og skrifa STEINDAUTT. Þannig að hann er með græna fingur en ég ekki, enda hefur mér meira að segja tekist að drepa kaktus.-)

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, ég var í kúreka partýi í gær og svo fórum við upp til Oggevann og héldum uppi stuðinu á pöbbinum þar:-) Ógeðslega skemmtilegt.

Koss og knús frá þessari sem ætti ekki að koma nálægt blómum:-)

mandag 9. juni 2008

Ókosturinn við að búa hérna

Helv.... myggbitin, ég er að verða geðveik núna, þegar ég vaknaði í morgun var ég komin með 12 bit, bara eftir nóttina. Furðulegt að þær elski mig svona mikið, eins ég hata þær. Einhverskonar love/hate samband okkar á milli:-)
En hér er mynd af frúnni að grilla, ég grillaði svínarif og hvítlauksmarineraðar svínakótilettur. Rosalega gott, svo bakaði ég kartöflur og hafði heimatilbúna kalda grill sósu með heimaræktuðum graslauk í sem meðlæti:-)
Ég hef grun um að það sé að fara að rigna, sem betur fer, það er allt svo þurrt hérna á suðurlandinu að það er allt logandi í skógareldum:-) Síðasta sólarhring hafa verið slökktir rúmlega 60 skógareldar, þannig að gróðurinn þarf á smá rigningu að halda.
Rosalega dimmt yfir, en samt er 20 stiga hiti hjá okkur og klukkan er að verða 22.30.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)

søndag 8. juni 2008

Fullt af myndum

Við fórum til Kristiansand í gær, ég var að sjálfsögðu með hana Stellu með mér:-) Tók þessa mynd inni á Glipp, Aron átti sko ekki að vera með á myndinni, en klessan sem hann er þá tróð hann sér inn á myndina.
Lestin mætt á staðinn. Við höfum einu sinni keyrt með lestinni og mér fannst það ekki merkileg upplifun, en við þurftum að prófa.
Hér situr fólk úti hjá Glipp og hefur það notalegt. Það var frábært veður í gær, 24 stiga hiti og brjáluð sól.
Þetta er ekki stytta af Jóni Sigurðssyni, heldur af honum Henrik Wergeland, þannig að það verður mikið um dýrðir hér 17 júní. En ég ætla að muna að setja upp íslenska fánann okkar:-)
Í tilefni 200 ára afmælis hans Henriks er búið að koma upp fullt af listaverkum í Wergelands parken, þetta fannst mér flott, kúluhús sem er fullt af fiðrildum.
Þetta eru svo listaverk eftir börn, það er gaman að þessu. Það var fullt af öðrum verkum þarna, til og með var lúðrasveit að spila.
Ingólfurinn min með húfuna góðu, hann fer sko ekki út fyrir hússins dyr án hennar, alveg sama hversu heitt eða kalt það er.
Hér er svo mynd af mannlífinu á torginu.
Þessi fannst mér vera flottur, skælbrosandi og í góðu skapi, enda ekki annað hægt á svona yndislegum degi. Ég er ekki alveg viss um hvað hann er að selja, en eitthvað er það.

Fullt af ferskum jurtum
og flottum blómum.

Svo keyptum við hjól fyrir Aron í gær, en ég hef greinilega gleymt að taka mynd af því, bæti úr því síðar. Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, núna eru bara 2 vikur eftir af skólanum hjá strákunum og þeir geta ekki beðið. Þessar tvær vikur verða fljótar að líða því það er ekki mikil skólavinna á lokasprettinum, heldur fara þeir í Dyreparken, í bæinn og hjólreiðatúra.

Koss og knús frá okkur í blíðunni í Norge:-)

fredag 6. juni 2008

Litli grillmeistarinn minn:-)

Í dag var það Aron Snær sem sá um matinn, hann kveikti sjálfur upp í kolagrillinu (honum finnst lyktin svo góð) og svo skellti hann pylsum á það.
Eins gott að fylgjast vel með. Ég er ekki að fatta afhverju hann er í peysu, það er sko 25 stiga hiti í forsælunni, en hann vildi meina að sér væri kalt.
Svo fór ég með hann niður í sentrum og hann keypti sér tjald, ég held að hann kaupi sér tjald á hverju sumri, en mikið var hann ánægður með þetta. Eiginlega er þetta tjald til að taka með sér á ströndina, við sáum svo marga með svona tjöld í Danmörku, ferlega sniðugt. Á morgun ætlum við að kaupa afmælisgjöfina fyrir hann (svoldið snemma í því:-)) en hann fær nýtt hjól frá okkur, Ásgeir fór og athugaði hvað það kostar að gera við gamla hjólið hans og það kostar næstum því 1000 nkr. þannig að við fundum það út að það borgar sig að kaupa bara nýtt fyrir hann.

Hann kom heim í dag eftir ferðina á Krossholmen, það var rosalega skemmtilegt þar, hann fékk að stýra pramma og synda. Hann elskar að vera þar, alltaf jafn spennandi að fá að prófa kajak og prammann, enda segir hann að hann sé með sjóðarablóð (sjóarablóð) rennandi í sínum æðum:-))

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)

torsdag 5. juni 2008

Hér er grillað

Þetta var í matinn í gær, það var ekki ég sem grillaði, heldur hann Ásgeir minn. En þetta var alveg rosalega gott.
Þetta er svo það sem við vorum að enda við að borða, ekkert smá djúsí borgarar:-) Og það var ekki ég sem var að grilla.

Koss og knús frá grill gegnginu:-)

tirsdag 3. juni 2008

Stolt af sjálfri mér:-)

Búin með námskeiðið, Tegn til tale og ég fékk viðurkenningu fyrir að hafa lokið námskeiðinu:-) Ekkert smá ánægð með sjálfa mig. Hugsa að ég rammi þetta inn og hengi upp á mest áberandi staðnum í húsinu:-) Ég get nú samt ekki sagt að ég sé ferlega góð í þessu "tungu" máli, en ég reyni og það er jú fyrir mestu. En gott að geta státað af þessu, því það getur aldrei verið slæmt að læra eitthvað nýtt.
Hér eru græðlingarnir hans Arons, ég held að þetta séu blóm, ég þekki nefnilega ekki í sundur blóm, arfa eða gulrótarblómin:-) En eitthvað er þetta.
Þetta eru svo stjúpurnar sem við gróðursettum á laugardaginn, eða nokkrar af þeim. Hræðilegt nafn á blómi, stjúpa:-) en við bara gróðursettum þær en jörðuðum þær ekki, hehehehe. En svo er til eitthvað blóm sem heitir tannhvöss tengdamamma, hm, ekki er það nú skárra, enda á ég ekki eitt svoleiðis stykki:-)

Annars er bara allt gott að frétta, það er vorkvöld í skólanum hans Arons á morgun, þannig að ég verð að fara þangað strax eftir vinnu (ég er nefnilega í foreldrafélaginu og við sjáum um þennan viðburð) Svo er hann að fara til Krossholmen á fimmtudaginn með bekknum, þetta verður í þriðja skiptið sem bekkurinn hans fer, svo koma þau heim aftur á föstudaginn. Ferlega skemmtilegt.

Ingólfurinn minn telur dagana þangað til að hann er kominn í sumarfrí, það eru "bara" 14 skóladagar þangað til. Þeir byrja í sumarfríi þann 20 júni og fyrsti skóladagur næsta haust er þann 18 ágúst. Ég verð hins vegar í fríi allan júlí, hlakka ekkert smá mikið til:-) ég ætla að geyma eina viku þangað til að barnabarnið mitt fæðist, en ég veit ekki hvort eða hvenær Ásgeir minn fær frí, en það kemur í ljós.

Koss og knús frá okkur öllum í Vennesla:-)

søndag 1. juni 2008

Gróðursetning og steikjandi hiti

Langaði bara að sýna ykkur hvað það er heitt á pallinum hjá mér akkurat núna (í sólinni sko) Enda er ég inni að hvíla mig aðeins á hitanum, orðin frekar rauð, eignlega eins og karfi:-) Sem betur fer kemur smá gola af og til, annars væri ólíft þarna úti.
Aron Snær dró mig út í gær fyrir kl 10 til að kaupa blóm. Hann notaði vasapeninginn sinn í blóm og var alveg ferlega ánægður með sjálfan sig. Svo þurftum við að kaupa mold því hann vildi sko skipta um mold í beðunum hjá okkur, það var ekki auðvelt verk, en okkur tókst það. Hann þurfti að saga niður 2 tré, nú kom sögin sem afi gaf honum að góðum notum:-) Svo var hafist handa við að planta blómunum, ég hugsa að við höfum verið í rúma tvo tíma að þessu öllu, en vorum alveg ferlega stolt af okkur þegar við vorum loksins búin.
Þá fann hann það út að hann þyrfti að snyrta aðeins villigróðurinn hjá okkur, þannig að hann fékk lánaða greinaklyppu hjá Ove, ef að ég hefði ekki verið með hefði hann sjálfsagt klyppt niður öll trén í kringum okkur, þetta var svo skemmtilegt sko:-)
Hér er svo afraksturinn af klyppingunni, ég hefði átt að taka svona fyrir og eftir myndir, en ég gleymdi því auðvitað. Hann er búinn að ákveða að safna sér fyrir svona klyppum, enda er þetta verkfæri nauðsynlegt hverjum garðyrkjumanni eða konu:-) Hann er núna hjá Zilas, ætli hann sé ekki að taka garðinn þeirra í gegn:-) Það er byrjað að vaxa það, sem hann sáði fyrir nokkrum dögum, verður spennandi að sjá hvort við fáum gulrætur í ár.

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, allir hressir og sólbrenndir, nema unglingurinn minn enda er ekki mikil sól inni í herberginu hans:-) Hann nennir sko ekki að taka tölvuna með sér út og þar sem hann getur ekki skilið sig frá henni eru þau bara saman inni í herbergi.

Það fæddust 4 ljónsungar í Dyreparken í gær, þannig að þar ríkir mikil hamingja, þetta er í fyrsta skipti sem það fæðast ljónsungar hér í Norge. Þetta var sko eins og framhaldssaga, fyrstu fréttir sögðu að það væru tveir ungar fæddir, næsta frétt var á þá leið að þeir væru sko þrír. í dag var aðalfyrirsögnin á vg.no að það væru sko ekki 2, ekki 3 heldur 4 ungar komnir í heiminn. Ég ætla að fylgjast með fréttunum í dag, kannski koma ennþá fleiri ungar:-)

Kokss og knús frá Maju sem er eins og karfi í tilefni dagsins:-) Óska öllum sjómönnum til hamingju með daginn