fredag 25. juli 2008

"síðasti" frídagurinn minn

Jebb frúin byrjar að vinna á mánudaginn aftur, eftir 4 vikur í leti. En ég hlakka svoldið mikið til að sjá aftur "börnin" mín:-) Hér er mynd af morillutrénu okkar, við erum búin að vera að týna nokkur ber og þau eru bara góð. Verð eiginlega að týna það sem ég get af þeim um helgina, því annars borða fuglarnir öll berin.
En ég er kannski ekki búin að liggja í leti í 4 vikur, í dag voru 30 gráður í forsælu hjá okkur og ég stóð inni og straujaði sængurver (þessi flottu sko) En það lak af mér svitinn við þetta, en mikið verður gott að fara að sofa í kvöld, hugsa samt að ég fari í sturtu áður:-)
Þessi mynd er tekin í Kristiansand fyrr í sumar, alltaf gaman að sjá falleg blóm, ég tek ekki myndir í garðinum mínum þar sem að mín blóm eru ekki svona flott:-)

Við hjónin fórum til Arendal á miðvikudaginn, Ásgeir átti tíma hjá augnlækninum. Við vorum á sjúkrahúsinu í tvo og hálfan tíma, mikið djö...... er leiðinlegt að bíða svona. En hann er með skemmd á sjóntauginni og þess vegna er hann hálfblindur á öðru auganu. Því miður er þetta ekki eitthvað sem gengur til baka, hann verður svona alltaf, en það þarf að fylgjast með þessu.

Annars er bara allt gott að frétta, strákarnir hafa það gott, enda eru þeir ennþá í sumarfríi, skólinn byrjar aftur 18 ágúst. Alexandra er hress og spræk, sem betur fer. Ég hlakka mikið til að heyra í uppáhalds tengdamömmu minni um helgina, hún er sko búin að vera í lööööngum göngutúr. Ég fékk sms frá henni þann 22 júlí og þá var hún búin að ganga 83 kílómetra, bara þann daginn:-) Þetta er næstum því eins og Forest Gump, nema að hún fékk ekki að hitta Elvis, Bítlana og alla hina:-)

Koss og knús frá okkur í Vennesla.

lørdag 19. juli 2008

Rigning:-(

Djö... ég get svo svarið það að þetta sumarfrí mitt er bara ekki búið að vera að gera sig. Það er búið að vera alveg ferlega leiðinlegt veður næstum allan tímann. Í dag er grenjandi rigning og svona haustlegt, en ég á von á því að sólin láti sjá sig í vikunni, enda eins gott þar sem að ég á bara eina viku eftir af fríinu mínu.

Aron fékk að sofa í tjaldi í nótt, hjá honum Ruben, hann skemmti sér bara vel þessi elska. En tjaldið lak aðeins í rigningunni, þannig að ein dýnan varð rennandi blaut, en þeir létu það nú ekki á sig fá, enda er enginn verri þó hann vökni:-)

Ingólfur er allur að koma til, enda þýðir ekkert annað. Metallica kemur alveg örugglega aftur til Norge:-) Alexandra fór á tónleikana með þeim á Íslandi og drengurinn er ekki ennþá búinn að jafna sig á því, enda er hann eins og gangandi orðabók um þessa hljómsveit. Hann veit ALLT um þá og þá meina ég allt. Hann tók svona Metallica Quiz um daginn og hann svaraði öllum spurningunum rétt. Núna býður hann bara eftir að nýji diskurinn þeirra komi út, en hann kemur út í september. Og að sjálfsögðu kaupum við hann:-)

Koss og knús frá okkur hér í "haustinu" í Norge

onsdag 16. juli 2008

Gleði og sorg

Við hjónin eigum brúðkaupsafmæli í dag:-) Jebb búin að vera gift í 14 ár. Ásgeir minn færði mér pottarós í tilefni dagsins og svo er hann að fara að elda steik fyrir okkur.
En Ingólfurinn minn er í mikilli sorg, Metallica er nefnilega að halda tónleika í kvöld í Bergen og við erum ekki þar. En miðarnir á þessa tónleika seldust upp á 5 mín. og ég er ekki að ýkja, þannig að við reynum bara næst þegar þeir koma til Norge.

Annars er bara allt gott að frétta af okkur, Zilas er búinn að vera hjá Aroni í allan dag og núna eru þeir hjá Zilas og ég held að þeir hafi ætlað að fara að busla í læknum hjá honum. En það er bara ekki búið að vera gott veður í dag, eiginlega bara kalt, þannig að ég veit ekki hvað þeir gera.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar

onsdag 9. juli 2008

Skot túr til Oslo

Við fórum keyrandi til Oslo eldsnemma í morgun, frúin fékk sko að keyra, ég tók þessa mynd þegar ég varð að taka smá reykingarpásu, mér finnst nefnilega vatnaliljur alveg ferlega flottar. Það voru þúsund fiskar þarna líka
og hér er Aron að barma sér yfir því að hafa ekki tekið nýju fínu veiðistöngina sem hann fékk í afmælisgjöf með.
Þetta er veitingastaður, alveg ferlega flott staðsetning. Við stoppuðum bara þarna svo að Ásgeir gæti tekið við stýrinu, ég var komin með krampa í hendurnar, axlirnar voru komnar upp að eyrum og ég þurfti að reykja:-) Hámarkshraðinn þar sem ég keyrði var 100, frúin keyrði í 110 og strákarnir hlógu sig í hel yfir tilhugsuninni um að löggan kæmi og sektaði MIG fyrir of hraðan akstur. Fyrir ykkur sem ekki vita, þá er ég búin að hafa bílpróf í tæp 20 ár og ég hef ALDREI keyrt hraðar en 90 (þegar það má sko) ég er nefnilega rosaleg með að keyra aldrei yfir hámarkshraða, en í dag var ég bara cool:-)
Auðvitað fórum við og skoðuðum slottið, ég efast um að þau ágætu hjón sem þar búa hafi verið heima. Það voru engir fánar eða neitt, þannig að við nenntum ekki að banka upp á hjá þeim.
Þetta er Stortinget, ekki góð mynd enda vorum við á hraðferð, við þurftum að finna íslenska sendiráðið fyrir kl 14. Ingólfur sagði að við ættum bara að leita eftir íslenska fánanum og þá værum við búin að finna sendiráðið. Þannig að við gengum upp Stortingsgata, fundum fánann, en nei, þessi fallegi fáni var utan á einhverrri herrafataverslun (ekki Sævar Karl) Þannig að við þurftum að ganga ennþá lengra upp, að húsi nr 30, mikið rétt sendiráðið er í því húsi, en enginn fáni og ekki neitt. Utan á þessu 8 hæða húsi eru bara auglýsingaskilti fyrir Elkjöp og önnur fyrirtæki. Mér varð svo mikið um að ég gleymdi að taka mynd.
En það er alveg fullt af ferlega flottum gosbrunnum í Oslo.
Þetta er hún frú Foss, norskur leikari sem er orðin 90 ára gömul og hún er alltaf jafn flott. Hvort sem hún er klædd í brons eða ekki:-)
Þetta er hann Ibsen, eða stytta af honum, Ingólfur vildi meina að fuglarnir gæfu skít á hann, en ekki í hann:-) En ég bara verð að segja að Oslo er ekki falleg höfuðborg, enda kvarta gestir mikið undan eiturlyfjaneytendum (sem eru að sprauta sig fyrir utan lestarstöðina) hórum sem eru að vinna á Karl Johan og öllum betlurunum sem eru út um allt. Og Aron var ekkert smá fúll yfir því að hann fann enga dótabúð í dag, þannig að hann "þurfti" að kaupa sér 2 PS2 leiki en ekki dót fyrir afmælispeninginn frá ömmu sinni.

En eitt verð ég að segja, hér í Norge er alveg ótrúlega mikið af jarðgöngum, ég ætlaði að telja hversu mörg göng við fórum í gegnum í dag, en þegar maður er að keyra á 110 km þá á maður svoldið erfitt með að telja göng, en mööörg voru þau. Ein göngin sem við keyrðum í gegnum heita Islandstunnelen, hvorki meira né minna. en ég hef ekki hugmynd um af hverju þau heita þessu nafni, en gaman fannst okkur af nafngiftinni.

Svo keyrðum við heim aftur, þegar við vorum búin að sækja um vegabréfin fyrir mig og strákana, heim vorum við komin um hálf níu, dauðþreytt en ánægð:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar.

søndag 6. juli 2008

Nokkrar myndir

Ingólfurinn minn vildi endilega láta pabba sinn klyppa sig, hann var orðinn frekar hárprúður drengurinn.
Hér er hann kominn með hanakamb.
Og þetta er útkoman, hann er alveg skuggalega líkur honum Friðlaugi frænda sínum.
Alexandra kom til okkar og ég varð að taka bumbumynd af henni, hún er orðin frekar myndarleg þessi elska. Aron fékk að finna barnið sparka og var mjög stoltur af því:-)
Hér er svo afmælisbarnið með alla peningana sína, þessi mynd var tekin í gærmorgun þegar þeir félagarnir voru að borða pönnukökurnar.

Annars er ekkert að frétta hjá okkur, ég er bara búin að vera að horfa á Tour de France í dag, góður dagur fyrir Norðmenn þar sem hetjan frá Grimstad, hann Thor Hushovd, stóð uppi sem sigurverari:-) Það verður gaman að fylgjast með honum næstu vikurnar.

Koss og knús frá okkur hér í Vennesla

lørdag 5. juli 2008

Hann á afmæli í dag:-)

Þessi ungi myndarlegi drengur (sem sést hér í stífstrjaujaðri svuntu sem hann saumaði sjálfur) á afmæli í dag og hann er orðinn 11 ára:-) Elsku Aron okkar til hamingju með daginn. Alveg ótrúlegt að litla barnið mitt sé orðið svo gamalt, tíminn líður alveg skuggalega hratt.
Hér er frúin að mála stofuborðið, Ásgeir átti sko að taka mynd af mér að mála, en ég held að hann hafi verið uppteknari við að fá íslenska fánann með á myndina en borðið:-)
En svona lítur borðið út eftir fyrstu umferð, tek þá seinni í dag. Vona bara að það verði flott, mig hefur langað að mála þetta borð leeengi og í gær lét ég loksins verða af því.

Annars er allt gott að frétta af okkur, ég er búin að vera í sumarfríi alla vikuna og núna á ég bara 3 vikur eftir af fríinu mínu. Veðrið hefur leikið við okkur þessa vikuna, en á föstudaginn í síðustu viku var grenjandi rigning og þrumur og eldingar, rafmagnið fór af í smá tíma. Djö hvað það er óþægilegt þegar þú sérð eldingarblossana og húsið skelfur af þrumunum. Aron var einn heima þegar á þessu gekk, hann varð alveg skíthræddur (ég skil hann vel) en hann mundi eftir að taka allt úr sambandi og slökkva öll ljós, svo kom hann hlaupandi til mín í vinnuna, hundblautur og kaldur.

Við ætlum til Oslo á miðvikudaginn, ég og strákarnir þurfum ný vegabréf og til þess að fá þau þurfum við að fara til höfuðborgarinnar. En við komum heim sama dag, sendiráð Íslands í Oslo er staðsett i Stortingsgate sem er rétt hjá konungshöllinni, þannig að við förum og bönkum upp á hjá kong Harald og frú, svo getum við skoðað þinghús Norðmanna og að sjálfsögðu verðum við að labba upp Karl Johan götu. Er að láta mig dreyma um að enda ferðina í IKEA, en ég á eftir að tala um það við hann Ásgeir:-)

Jæja núna verð ég að fara að baka pönnukökur fyrir afmælisbarnið og Zilas, sem fékk að gista hjá okkur í nótt, Aron vill sko fá pönnukökur og pening í rúmið í dag, hann er stundum ekki alveg góður þessi elska. T.d hefur hann neitað að vaska upp eftir sig alla þessa viku, ástæðan, jú hann á sko bráðum afmæli:-) Hjá honum er ekki bara afmælisdagurinn dekurdagur, nei vikan áður og örugglega vikan á eftir líka.

Koss og knús frá morgunhananum í Vennesla og liðinu hennar