onsdag 25. februar 2009

Kominn tími til

Jæja þá er komið að því að setja inn myndir af barninu. Við fórum til þeirra á sunnudaginn og Cassandra var bara hress, foreldrar hennar voru það líka:-)
Þegar hún loksins tók snuð þá var sko ekki aftur snúið, núna vill hún ekki vera án þess.

Hún er bara falleg og svo er hún farin að öskra aðeins, enda er svo skemmtilegt að heyra í sjálfum sér:-))


Hvaða skrýtna kona er þetta sem er alltaf að taka myndir af mér?



Cassandra og afi gamli, en auðvitað gleymdum við að taka mynd af ömmu og henni, en við reynum að muna það næst þegar við sjáum hana.
Annars er allt gott að frétta, ég er búin að vera að vinna svo mikið undanfarið að ég hef bara ekki orkað að blogga, en eitthvað var hann Unnþór að klaga þannig að ég bara varð að setja inn myndir:-)
Strákarnir fara í vetrarfrí á mánudaginn og að sjálfsögðu hlakkar þeim mikið til, en við gömlu verðum bara að vinna, ekkert vetrarfrí hjá "eldra" fólki.
Jæja ég nenni ekki að skrifa meira þannig að ég sendi ykkur bara kossa og knús héðan úr slabbinu:-)