torsdag 30. juli 2009

Danmerkurferd

Af einhverjum ástædum get ég ekki notad íslenska stafi á tölvunni, en thad gerir ekkert. En hér erum vid í Århus, Ása baud okkur upp á ís.
Vid fórum nidur á strönd og thar var reynt ad fleyta kellingar, sumir voru betri í thví en adrir

Aron ad leita eftir hentugum steinum til ad fleyta og Ingólfur horfir bara á


Thessi var tekin í gær úti á pallinum, thad var sko hellidemba og í dag eru búnar ad vera thrumur og eldingar, thannig ad sumarid hefur ekki alveg verid upp á sitt besta



Ásgeir fékk thessa flottu mynd í afmælisgjöf frá brædrum sínum, ekkert smá flott mynd, enda var hann thvílíkt ánægdur med hana




Svo thurftu drengirnir ad fara í go kart, ég lét mér nægja ad horfa á, enda finnst mér ekkert skemmtilegt ad keyra hratt:-)))





Aron edaltöffari í alltof stórum galla






Ingólfurinn minn







Hér er Aron inni í víkingagröf, thessar rústir eru um 5000 ára gamlar








Hér er einhver önnur bygging frá sama tíma









Vid skelltum okkur í Djurs sommerland, eins og fleiri thúsund adrir, thad voru bidradir út um allt, Ingólfur thurfti ad bída í klukkutíma til ad komast í rússibana, en thetta er rödin sem ég og Aron thurftum ad bída í til ad fara í hjólabáta










Afmælisbarnid í jakkafötunum sem hann keypti sér á flóamarkadi, thetta eru sko eiginlega ekki jakkaföt heldur einkennisbúningur úr Danska hernum











Maturinn í afmælinu var sko ekki af verri endanum, og svona var thad allan tímann bara etid og drukkid:-)












Ég veit ekki alveg hvad thetta er en thetta myndast bara svo vel ad ég vard ad láta thessa mynd fylgja med













Svo er ein mynd af brædrunum:-)
En thad var roslaega gaman, nema hvad vedrid var ekki alveg ad leika vid okkur, einn daginn voru alveg svakalegar thrumur og eldingar, húsid skalf og hávadinn eftir tvhí. En svona er thad bara stundum.
En ég sendi ykkur bara kossa og knús hédan frá Norge














søndag 5. juli 2009

Afmælisblogg og hænumynd

Þetta er sko hæna til að hafa rauðvín eða hvítvín í, ferlega sæt
En þetta er afmælisbarnið með afmælisgjafirnar sínar á sér. Þegar maður er orðinn 12 ára þá vill maður sko bara fá peninga og mikið af þeim:-) Honum fannst bara skítt að eiga afmæli á sunnudegi þegar allar búðirnar eru lokaðar (enda eru peningar ekki eitthvað sem maður sparar)

Svona leit hann út fyrir 12 árum síðan, pínkulítill með fullt af hári:-) Bara sætastur.


lørdag 4. juli 2009

Smá fréttir úr sólinni:-)

Þessi litla snúlla kom í heimsókn til okkar í dag, hún er að fara til Íslands eftir 3 daga með foreldrum sínum, ég veit ekki hvort henni hlakkar til en mömmu hennar hlakkar mikið til:-)
Ingólfur frændi að gefa hennni að borða, en hún hafði bara ekki tíma til þess enda svo margt að skoða þegar maður er svona lítill.

Hún er komin með 6 tennur og er farin að skríða og svo stendur hún upp, þannig að það er ekki langt þangað til að hún fer að hlaupa út um allt, foreldrum sínum til mikillar gleði (vonandi:-))


Og svo ein mynd af henni og afa. En hér er búið að vera frábært veður í 2 vikur (eins og sést á myndinni af frúnni þá er ég orðin frekar röndótt:-) og á morgun þá verður litla barnið mitt 12 ára, að eigin sögn er hann þá orðinn unglingur. En ætli öldruð móðir hans verði þá ekki að baka pönnukökur fyrir hann.
Við erum búin að panta far til Danmerkur þann 18 júlí og ég þarf bara að vinna í 5 daga og þá er ég komin í SUMARFRÍ:-) Djö.... hvað ég hlakka til.
En röndótta mærin sendir ykkur bara kossa og knús úr sólinni og ég hlakka mikið til að hitta ættingjana í Danaveldi þann 18 júli:-))



mandag 29. juni 2009

Lífið leikur við okkur

Aroninn minn er í sumarfríi og hann er alltaf að hjálpa til í leikskólanum, hann byggði þessa hytte fyrir börnin og að sjálfsögju hjálpuðu þau til.
Hann er bara snillingur þessi drengur.

Hér er smá sýnishorn af útileikskóladeildinni minni, við erum með 2 svona hytter fyrir börnin, bara svona just in keys ef það verður kalt. En við notum þær eiginlega aldrei, nema til að sanka að okkur drasli inn í þær:-))




Aroninn minn, alltaf jafn flottur þessi elska og hann verður 12 ára gamall næsta sunnudag, ég á bara ekki til orð yfir það að litla barnið sé að verða svona gamalt og ég er alltaf 25 ára:-)




En þetta vorum við að gera í vinnunni minni í dag, hanga á ströndinni og sóla okkur, á launum bæ ðe vei:-) Ég elska svona daga, enda vona ég að sólin hangi hérna hjá okkur í nokkra daga til. En ég þarf bara að vinna í 9 daga og svo er það SUMARFRÍ og ég hlakka ekkert smá til:-)
En kossar og knús frá okkur í Vennesla.


fredag 19. juni 2009

bloggfréttir

Ingólfurinn minn er loksins búinn með Ungdomsskolen og þá tekur Menntaskóli við, vonandi. En þegar hann byrjaði í 8 bekk þá skrifaði hann undir samning við skólan um að hann ætlaði ekki að byrja að reykja (þetta er gert hér í Norge, en ég veit ekki hvort þetta er gert á Íslandi) og ef hann gat haldið það út í 3 ár að byrja ekki, þá var hann með í svona "ég ætla ekki að byrja að reykja lottói" og sá sem var dreginn út fékk þennan mp4 spilara í verðlaun. Ingólfurinn minn vann, ég er ekkert smá stolt af honum:-) Svo hér er mynd af verðlaunum hans.
Hér er hann að taka við einkunnunum sínum, klæddur í jakkaföt og alles, en það var svo heitt í kirkjunni að hann tók af sér jakkann.

Frúin var að hekla eitt stykki rúmteppi, og það kallar jú á mont. En ég er ferlega stolt af mér að hafa klárað þetta, en núna býð ég eftir að einhver komi í heimsókn til mín til að ganga frá spottunum (Gulla mín ertu alveg viss um að þú eigir ekki leið hér um?)


Og svo er ein mynd af honum Aroni eðaltöffara sem er loksins kominn í sumarfrí, það var síðasti skóladagur í dag og næsta ár fer kappinn í 7 bekk. Tíminn líður svo hratt, en hann er alltaf flottur þessi elska.
Ég þarf að vinna næstu 3 vikur og svo er ég komin í sumarfrí og af fenginni reynslu þá líða þessar 3 vikur alveg ótrúlega fljótt:-) Í dag er búið að rigna eldi og brennisteini, en á morgun á sólin að koma til okkar og í næstu viku á hitinn að vera í kringum 25 gráður;-)
Sendi ykkur bara kossa og knús og ég skal reyna að vera duglegri við að blogga.



lørdag 16. mai 2009

nýtt blogg

Alexandra og Cassandra komu í heimsókn til okkar og þær gistu hjá okkur, ég og Aron fórum með Cassandra í göngutúr, en hún bara sofnaði:-))

Flott með sólgleraugu:-))
Þessi drengur er bara fallegur



Og hún líka:-))


Ummmm gott að naga dótið mitt.





En ég var líka í Danmörk um daginn, ekkert smá næs að búa í vindmyllu:-)) Næstum eins og hún sænska gellan söng í Júró hér um árið, Tatt av vinden:-)




Bátarnir eru ekki einu sinni á sjó, heldur á landi og meira að segja laaaandt uppi á landi








Fullt af sandi og bara gaman.





lørdag 21. mars 2009

Vorid er komid:-)

Já hér er sko komid vor, vedrid er búid ad vera frábært alla vikuna og núna skýn sólin og fuglarnir syngja:-) Alveg yndislegur tími framundan hjá okkur. Páskarnir á næsta leiti og thad eru víst einhverjir farnir ad hlakka til ad fá páskapakkan frá bestu ömmu í heimi:-)

Ingólfurinn minn slasadi sig í skólanum á thridjudaginn, hann var ad spila fótbolta og fékk hausinn á einhverjum strák rétt í framtennurnar, thannig ad önnur framtönnin uppi losnadi. Hann fékk ekki tíma hjá tannsa fyrr en í gær og thá voru allar framtennurnar uppi límdar saman og hann fékk ströng fyrirmæli um ad bara nærast á ljótandi yfir helgina og svo fer hann aftur á mánudaginn og thá kemur í ljós hvad á ad gera. En hann verdur ad vera med tennurnar límdar saman í tvær vikur. En ég vona ad thetta fari vel.

Aron Snær var vakandi í alla nótt, hann var í Fríkirkjunni på våken natt, en núna sefur hann hérna vid hlidina á mér. Ég vaknadi ekki thegar hann kom heim, thannig ad ég veit ekki hvort thad var gaman, en ég reikna med thví, hann hringdi nefnilega í mig kl hálf sex í nótt til ad tékka á thví hvort ég væri sofandi:-) og thá var hann rosa hress.

Ásgeir er farinn í vinnu, thannig ad thad er frekar rólegt hjá mér núna. Eiginlega ætladi ég ad fara a taka til, en thá ákvad ég ad fara heldur út á pall og tékka á vedrinu, en thad var of kalt til ad sitja thar, thannig ad thá ákvad ég bara ad blogga í stadin:-) En ég hef einhvern grun um ad ég verdi ad taka til, á ekki von á thví ad draslid hverfi af sjálfu sér, thó svo ad thad væri óskandi.

Ég verd í fríi á fimmtudaginn og Aron líka og thá erum vid ad hugsa um ad skella okkur til Grimstad, ég ætladi eiginlega ad fara í dag en ég bara nenni ekki ad keyra thangad. Sé til hvort ég nenni ad fara á morgun.

En ég sendi ykkur bara kossa og knús hédan úr vorinu:-))

mandag 16. mars 2009

Fallegur sunnudagur og fallegt fólk:-))

Ég og Aron keyrðum til Grimstad í gær til að heimsækja Alexöndru og Cassandra, hér er litla snúllan að fá sér að borða.
Veðrið var frábært þannig að við fórum í göngutúr og Aron fékk að sjálfsögðu að keyra vagninn, sæt mynd af þeim saman:-)

Tek það fram að það var ekki alveg svona heitt, en drengurinn er jú frá Íslandi og þar er það þannig að ef að sólin lætur sjá sig þá förum við úr úlpunni:-)


Þetta er bara fallegt barn, þetta komment var bara fyrir þig Villi "minn" En ég og Aron mældum kílómetrana á milli Vennesla og Grimstad, hvor leið er 60 km þannig að frúin keyrir 120 km bara til að sjá þessa fallegu prinsessu:-)
En annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, ég var á foreldrafundi hjá honum Aroni í síðustu viku og það er bara allt á uppleið hjá drengnum. Ásgeir fer á foreldrafund hjá Ingólfi á morgun, vonandi er allt á sömu leið hjá honum og svo eru þeir feðgar að fara á fund þann 1 apríl til að undirbúa þá báða undir það þegar Ingólfurinn minn má fara að keyra. Kannski er það bara aprílgabb, hver veit?
En kossar og knús frá okkur hér í Norge:-)








søndag 8. mars 2009

Bara smá fréttir

Eitthvad var hann mágur minnn ad kvatra undan thví ad ég bloggadi bara einhverjar sykursætar og væmnar færslur, svo nú skal reynt ad bæta úr thví.

Vid fórum í gær ad skoda nýju verslunarmidstödina í Sørlandsparken, thad var sem sagt verid ad opna thar á fimmtuaginn, thetta er alveg rosalega stór midstöd, heilir 40000 fermetrar ad stærd. En thad sem vakti mesta lukku hjá thessum vel gifta var ad Burger King er loksins komid hingad til Kristiansand:-) Vid thurftum ad sjálfsögdu ad smakka hamborgarana thar. En hvad haldid thid ad hafi gerst, einn madur sem sat vid bordid vid hlidina á okkur, gerdi sér lítid fyrir og kveikti sér í sígarettu, inni og ég fór og kvartadi og honum var bent á ad thetta væri bannad, en hann bara hló. Ég man ekki hvada ár reykingabann á veitingastödum tók gildi hér í Norge, en thad eru thó nokkur ár sídan og ég hélt ad allir vissu um thetta bann, en thad er greinilegt ad ekki eru allir med hlutina á hreinu.

Svo thurftum vid ad skoda okkur um í nýju matvörubúdinni tharna og hún er stóóór, vid fjárfestum okkur í nýjum matardiskum og their eru sko ekki í minni kantinum:.-) Enda höfum vid ekkert ad gera med litla diska, thad kemst svo lítid á thá.

En ég er búin ad panta sumarhús í Danmörk fyrir okkur, vid ætlum sem sagt ad fara thangad og halda upp á afmælid hans Ásgeirs (hann verdur 40 ára í ágúst) Vid leygjum húsid frá 18 júlí, thannig ad ef ad thid eigid leid um Danmörk á theim tíma thá er bara um ad gera ad kýkja á okkur. Ég veit ad Ásgeir er farinn ad hugsa um afmælismatinn og ég á von á thví ad hann ætli ad hafa eithvad annad en pizzu á bodstólum:-)

Ég veit ekki alveg hvad ég á ad segja ykkur meira, en ég get thó bætt thví vid ad hér er búin ad vera grenjandi rigning í nótt, en ekki hefur ringt jafn mikid hjá okkur og hjá Gullu í Namibíu, ég var ad skoda myndir á blogginu hans Villa og thad hefur allt verid á floti hjá theim undanfarid. Strákarnir byrja aftur í skólanum á morgun eftir vetrarfríid og their eru farnir ad telja nidur dagana fram ad páskafríi:-) og thad eru bara 4 vikur í thad.

En núna nenni ég ekki ad skrifa meira, thannig ad ég seni ykkur bara kossa og knús hédan frá Norge:-))

fredag 6. mars 2009

Auka fri og nyjar myndir

Eg og Aron forum til þeirra i Grimstad i gær, Cassandra var sofandi þegar við mættum a svæðið, en Alexandra vakti hana þegar við ætluðum i bæinn:-)
O hun er bara svo sæt, enda hefur hun það ekki langt að sækja þessi elska, hun er alveg eins og hun mamma sin, enda hefur mamma hennar alltaf verið talin mjög lik mer:-)) (sorry Hjalti, en þetta er ALVEG satt)


Umm snuddan er bara goð, alveg sama hvaða endi fer upp i mann:-)
En Gulla min, þetta var bara fyrir þig, en ef einhverjir aðrir eru að lesa bloggið mitt, endilega skiljið eftir kveðju, það er svoooo leiðinlegt að skrifa eða setja inn myndir ef enginn nennir að lesa:-)
Eg er ekki alveg að fatta af hverju eg get ekki sett inn kommur a viðeigandi stöðum, eg er sko i tölvunni hans Ingolfs, en eg sendi ykkur bara fullt af kossum og knusi heðan ur kuldanum i Norge.

onsdag 25. februar 2009

Kominn tími til

Jæja þá er komið að því að setja inn myndir af barninu. Við fórum til þeirra á sunnudaginn og Cassandra var bara hress, foreldrar hennar voru það líka:-)
Þegar hún loksins tók snuð þá var sko ekki aftur snúið, núna vill hún ekki vera án þess.

Hún er bara falleg og svo er hún farin að öskra aðeins, enda er svo skemmtilegt að heyra í sjálfum sér:-))


Hvaða skrýtna kona er þetta sem er alltaf að taka myndir af mér?



Cassandra og afi gamli, en auðvitað gleymdum við að taka mynd af ömmu og henni, en við reynum að muna það næst þegar við sjáum hana.
Annars er allt gott að frétta, ég er búin að vera að vinna svo mikið undanfarið að ég hef bara ekki orkað að blogga, en eitthvað var hann Unnþór að klaga þannig að ég bara varð að setja inn myndir:-)
Strákarnir fara í vetrarfrí á mánudaginn og að sjálfsögðu hlakkar þeim mikið til, en við gömlu verðum bara að vinna, ekkert vetrarfrí hjá "eldra" fólki.
Jæja ég nenni ekki að skrifa meira þannig að ég sendi ykkur bara kossa og knús héðan úr slabbinu:-)