onsdag 7. juli 2010

sumar og engin sól

Ingólfurinn minn sofnaði einn morguninn á trampólíninu og brann aðeins, hann man það kannski bara næst að það borgar sig ekki að fara að sofa ósmurður:)
þetta keypti Aron sér fyrir afmælispeningana sína

tómatarnir byrjaðir að koma, hlakka mikið til þegar ég get bara farið út á pall og náð mér í heimaræktaða tómata, salat, baunir og gulrætur í matinn



hér er aðeins meira LEGO sem hann Aron á


og hér er ein mynd bara fyrir hann Villa "minn" af fallegu, fallegu Cassöndru:) Hún var í pössun hjá okkur í 5 daga og við höfðum það ekkert smá gaman saman:)))
Annars er bara fínt að vera í sumarfríi, nema að það er búið að vera ískalt í dag, eiginlega svo kalt að mig langaði til að kveikja upp í kamínunni, en ég gerði það ekki enda ferlega hallærislegt að kynda upp um mitt sumar.
Svo er bara að segja áfram Spánn:) Vona að kolkrabbinn hafi rétt fyrir sér um úrslit leiksins í kvöld. Kossar og knús frá okkur öllum í kuldanum í Vennelsa




1 kommentar:

Gulla sa...

Rosalegt að sjá Ingólf - hann lærir vonandi af þessu :-)

Rúnar er líka mikill Lego aðdáandi og það eina sem hann gat sagt við þessum myndum var "VÁ"

kveðja,
Gulla