onsdag 9. juli 2008

Skot túr til Oslo

Við fórum keyrandi til Oslo eldsnemma í morgun, frúin fékk sko að keyra, ég tók þessa mynd þegar ég varð að taka smá reykingarpásu, mér finnst nefnilega vatnaliljur alveg ferlega flottar. Það voru þúsund fiskar þarna líka
og hér er Aron að barma sér yfir því að hafa ekki tekið nýju fínu veiðistöngina sem hann fékk í afmælisgjöf með.
Þetta er veitingastaður, alveg ferlega flott staðsetning. Við stoppuðum bara þarna svo að Ásgeir gæti tekið við stýrinu, ég var komin með krampa í hendurnar, axlirnar voru komnar upp að eyrum og ég þurfti að reykja:-) Hámarkshraðinn þar sem ég keyrði var 100, frúin keyrði í 110 og strákarnir hlógu sig í hel yfir tilhugsuninni um að löggan kæmi og sektaði MIG fyrir of hraðan akstur. Fyrir ykkur sem ekki vita, þá er ég búin að hafa bílpróf í tæp 20 ár og ég hef ALDREI keyrt hraðar en 90 (þegar það má sko) ég er nefnilega rosaleg með að keyra aldrei yfir hámarkshraða, en í dag var ég bara cool:-)
Auðvitað fórum við og skoðuðum slottið, ég efast um að þau ágætu hjón sem þar búa hafi verið heima. Það voru engir fánar eða neitt, þannig að við nenntum ekki að banka upp á hjá þeim.
Þetta er Stortinget, ekki góð mynd enda vorum við á hraðferð, við þurftum að finna íslenska sendiráðið fyrir kl 14. Ingólfur sagði að við ættum bara að leita eftir íslenska fánanum og þá værum við búin að finna sendiráðið. Þannig að við gengum upp Stortingsgata, fundum fánann, en nei, þessi fallegi fáni var utan á einhverrri herrafataverslun (ekki Sævar Karl) Þannig að við þurftum að ganga ennþá lengra upp, að húsi nr 30, mikið rétt sendiráðið er í því húsi, en enginn fáni og ekki neitt. Utan á þessu 8 hæða húsi eru bara auglýsingaskilti fyrir Elkjöp og önnur fyrirtæki. Mér varð svo mikið um að ég gleymdi að taka mynd.
En það er alveg fullt af ferlega flottum gosbrunnum í Oslo.
Þetta er hún frú Foss, norskur leikari sem er orðin 90 ára gömul og hún er alltaf jafn flott. Hvort sem hún er klædd í brons eða ekki:-)
Þetta er hann Ibsen, eða stytta af honum, Ingólfur vildi meina að fuglarnir gæfu skít á hann, en ekki í hann:-) En ég bara verð að segja að Oslo er ekki falleg höfuðborg, enda kvarta gestir mikið undan eiturlyfjaneytendum (sem eru að sprauta sig fyrir utan lestarstöðina) hórum sem eru að vinna á Karl Johan og öllum betlurunum sem eru út um allt. Og Aron var ekkert smá fúll yfir því að hann fann enga dótabúð í dag, þannig að hann "þurfti" að kaupa sér 2 PS2 leiki en ekki dót fyrir afmælispeninginn frá ömmu sinni.

En eitt verð ég að segja, hér í Norge er alveg ótrúlega mikið af jarðgöngum, ég ætlaði að telja hversu mörg göng við fórum í gegnum í dag, en þegar maður er að keyra á 110 km þá á maður svoldið erfitt með að telja göng, en mööörg voru þau. Ein göngin sem við keyrðum í gegnum heita Islandstunnelen, hvorki meira né minna. en ég hef ekki hugmynd um af hverju þau heita þessu nafni, en gaman fannst okkur af nafngiftinni.

Svo keyrðum við heim aftur, þegar við vorum búin að sækja um vegabréfin fyrir mig og strákana, heim vorum við komin um hálf níu, dauðþreytt en ánægð:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar.

2 kommentarer:

Anonym sa...

HAHAHA.... aldrei keyrt yfir löglegan hraða, ég hélt að það finndist ekki sá íslendingur sem ekki hefur farið smá yfir löglegan hraða. Þú ert bara frábær elsku Maja mín. Mér finnst nú skrítið af hverju það er nú ekki bara búið að láta þig hafa lykil af þessu svaka sloti þarna í Oslo;-)

Koss og knús
Inga

Villi sa...

Ég vil bara fullvissa þig um það ef þú leitar að sendiráði Íslands í Windhoek, þá blaktir íslenski fáninn þar fyrir utan...