onsdag 15. oktober 2008

Vikugömul:-)

Cassandra er orðin vikugömul, þessi elska:-) En hér er hún í fanginu á henni ömmu sinni og horfir undrandi á hana. Krakkarnir á leikskólanum mínum vita að ég er orðin amma, þau eru ekki alveg að fatta þetta, en ég er að sjálfsögðu búin að sýna þeim myndir af henni. Þau halda flest að ég sé mamma hennar (enda er ég svoooo ung:-)) en annars eru þau bara farin að kalla mig bestemor, æi þau eru svo yndisleg.
Gott ef hún brosir ekki á þessari mynd:-) Enda er amma hennar þekkt fyrir að reyta af sér brandarana, hehehe.
Ekki var hún sátt við þetta, enda skil ég hana bara vel, hvað kemur það öðrum við hversu mörg kíló maður er:-) En það er allt gott að frétta af litlu fjölskyldunni, sú litla lætur í sér heyra þegar hún er svöng og þá fær hún auðvitað að borða:-) Ég er að hugsa um að fara til þeirra á morgun, ég hef ekki séð hana síðan á laugardaginn. En svona er það þegar maður er alltaf að vinna, þarf að koma heim og gefa liðinu sínu að borða og hjálpa til með heimalærdóminn, þvo og allt það sem fylgir því að eiga fjölskyldu, þá hefur maður bara ekki tíma til að gera allt það sem mann langar til að gera. Því miður.

Aron átti ekki til orð yfir mig á laugardaginn, ég fór og keypti bleijur, olíu, nuddolíu, krem og blautservíettur fyrir Cassöndru, svo segir hann og hvað keyptir þú af mat fyrir hana. Ég sagði eins og var að ég hefði bara ekki keypt neitt matarkyns, já en mamma halló hvað á hún þá að borða. Nú ekkert, segi ég og fæ ekki fallegt augnaráð frá honum. En Aron þú veist jú að svona lítil börn drekka bara mjólk, ah hann hafði gleymt því og hélt að ég væri svona vonda amma:-)

Svo langar mig til að óska elsku bróður mínum innilega til hamingju með afmælið, elsku Doddi minn ég vona að þú hafir átt góðan afmælisdag:-)

Svo er bara vika þangað til að Lúlú og Jón koma til okkar, ég hlakka mikið til að sjá ykkur og ég veit að ég er ekki ein um að telja dagan þangað til:-)


Koss og knús frá Maju og liðinu hennar

3 kommentarer:

Anonym sa...

Þú ert flott amma, æðisleg myndin af ykkur saman

Anonym sa...

Ég tek heilshugar undir það.

kv,
Gulla

Anonym sa...

Þú ert frábær bestemor, en ég er alveg sammála krökkunum á leikskólanum, mér finnst þú líka ungleg amma;-)

Bestu afmæliskveðjur til þín Doddi frá okkur, ef þú skildir lesa þetta:-)

Kossar og knús, kveðja Inga.