lørdag 4. juli 2009

Smá fréttir úr sólinni:-)

Þessi litla snúlla kom í heimsókn til okkar í dag, hún er að fara til Íslands eftir 3 daga með foreldrum sínum, ég veit ekki hvort henni hlakkar til en mömmu hennar hlakkar mikið til:-)
Ingólfur frændi að gefa hennni að borða, en hún hafði bara ekki tíma til þess enda svo margt að skoða þegar maður er svona lítill.

Hún er komin með 6 tennur og er farin að skríða og svo stendur hún upp, þannig að það er ekki langt þangað til að hún fer að hlaupa út um allt, foreldrum sínum til mikillar gleði (vonandi:-))


Og svo ein mynd af henni og afa. En hér er búið að vera frábært veður í 2 vikur (eins og sést á myndinni af frúnni þá er ég orðin frekar röndótt:-) og á morgun þá verður litla barnið mitt 12 ára, að eigin sögn er hann þá orðinn unglingur. En ætli öldruð móðir hans verði þá ekki að baka pönnukökur fyrir hann.
Við erum búin að panta far til Danmerkur þann 18 júlí og ég þarf bara að vinna í 5 daga og þá er ég komin í SUMARFRÍ:-) Djö.... hvað ég hlakka til.
En röndótta mærin sendir ykkur bara kossa og knús úr sólinni og ég hlakka mikið til að hitta ættingjana í Danaveldi þann 18 júli:-))



1 kommentar:

Anonym sa...

Frábærar myndir af ykkur :-)

kv,
Gulla