tirsdag 13. mai 2008

Frábær dagur:-)

Ákvað að setja inn mynd af henni Helgu Sig. ég gerði sem sagt kakósúpu í gær, hún tókst svona asskoti vel að ég varð að gera hana tvisvar:-) Enda klikkar hún Helga Sig. aldrei. Drengirnir voru afskaplega ánægðir með kvöldmatinn, sem betur fer.


Ég var mætt í vinnu í morgun kl 6.45, frekar illa sofin því ég vaknaði í nótt um fjögurleytið og mundi eftir því að ég hafði gleymt að panta 300 pylsubrauð fyrir 17 mai veisluna í leikskólanum sem verður haldin á föstudaginn. Ég svitnaði og hjartað sló eins og geðsjúklingur og ég gat ekki sofnað aftur:-( En ég er búin að panta brauðin, þannig að ég vona að ég sofi vel í nótt:-) Svo fórum við með leikskólabörnin í bæjarferð, keyptum rúnstykki og fiskekaker og borðuðum í sentrum, voðalega gaman að gera eitthvað svona:-) En mikið djö.... var erfitt að labba til baka í leikskólann með tvíburakerru og upp brekkuna, en það hafðist.

Ingólfur kom heim í morgun, eftir bara þrjá tíma í skólanum, hann og hinir krakkarnir í ungdomsskolen voru á leiðinni niður í sentrum í löngufrímínútunum og russen beið eftir þeim með vatnsbyssur og drengurinn varð rennandi blautur þannig að hann varð að fara heim. Russ eru þeir krakkar sem eru að fara að útskrifast úr menntaskóla núna í vor, þau eru klædd í mismunandi litaðar buxur, eftir því af hvaða braut þau útskrifast (rauðar, grænar, bláar og svartar) og þau eru endalaust sprautandi vatni á krakkana í ungdomsskolen. Ég tek myndir á 17 mai til að sýna ykkur, þau keyra um á bílum sem eru skreyttir, þau skrifa eitthvað mis gáfulegt á bílana og eru bara eiginlega með læti:-) Ekki ósvipað krökkunum á Íslandi sem eru að dimmitera, en hér stendur þetta umsátur yfir í einhverjar vikur.

Ég og Aron vorum búin að ákveða að hittast í sentrum í dag kl 2 til að kaupa blóm, en þá hringdi Zilas til að bjóða Aroni með á fiskiveiðar, þannig að við keyptum engin blóm, en hann keypti sér einhverja fiskiöngla í staðin. Hann er ekki kominn heim drengurinn, þannig að ég býð spent eftir aflafréttum, læt ykkur vita seinna hvernig gekk hjá þeim félögunum.

Koss og knús frá Maju

Ingen kommentarer: