Er yfirleitt auðvelt, nema þegar Aron þarf að gera heimavinnuna sína þessa dagana. Þessi vika er eiginlega bara um það að vera Norðmaður (þjóðhátíaðardagur Norðmanna er á laugardaginn) og hann þarf að skrifa um það; hvað þýðir það fyrir þig að vera norskur!!! Við eigum, eða hann, svoldið erfitt með að tjá okkur um það. En hann fann það út hvað það er að að vera norskur, þá vaknar maður snemma á 17 mai, flaggar, fer í tog, borðar mikið af ís, pylsum og drekkur mikið af gosi. Bjánalegt samt að hann hafi þurft að tjá sig um það hvað að vera norskur, þegar hann er svo stoltur af því að vera Íslendingur. Spyr hann aftur 17 júní, um hvað það þýði fyrir hann að vera Íslendingur:-)
Koss og knús frá okkur í Vennesla
torsdag 15. mai 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
hæhæ:) takk fyrir kvittið í gestabókina hjá strákunum:) já maja við eigum sko falleg börn það fer ekkert á milli mála:)
Til hamingju með Ingólf og ferminguna, veit það er soltið seint en betra er seint en aldrei:)
Skil vel að þú sérst montin og spennt að fá ömmustelpuna þína, jiminn hvað þetta hlýtur að vera gaman:)
já mér finnst skrítið með að hann þurfi að tjá sig um það hvað það sé að vera norskur...... að vera íslendingur þýðir að þú átt aldrei nóg af peningum því það kostar svo mikið að lifa hérna:S þarf alltaf meira en maður á...... þannig er víst staða íslenska þjóðfélagsins í dag......
gaman að sjá mynd af þér loksins:) ég hef nú ekki verið svo fræg að hafa fengið að hitta þig held ég allavega, ef ég hef hitt þig þá hef ég verið það lítil að ég man ekki eftir því, en Ásgeir hef ég nú hitt og hann er bara soltið kringluleitur miðað við hvernig hann var síðast þegar ég sá hann... híhí enda eru alveg örugglega að verða 20ár síðan það var og það er víst þannig að tímarnir breytast og fólkið með:)
ég er allavega mikið stærri á alla kanta en ég var hahahaha:)
en já þetta comment er að verða soltið langt hjá mér þannig ég ætla bara að stoppa....
kv. Jónbjörg
Legg inn en kommentar