onsdag 21. mai 2008

Grillað

Jebb, María Dröfn grillaði áðan, ekki pylsur Aron grillaði þær, heldur skellti ég svínahnakkasneiðum á grillið:-) Ég hef hingað til haldið mig við pylsurnar, enda gift kokki og finnst leiðinlegt að elda, en þar sem að kokkurinn er kominn heim til elsku mömmu á Ísó, þá braust grillmeistarinn fram í mér. Ég ætlaði að taka myndir þessu til sönnunar, en mundi þá að hann Ásgeir tók Stellu með sér til Íslands, svo ég sagði Aroni að ná í vídeóvélina, en hún var með tómt batterí. Hvað gera bændur þá, jú Aron vildi að ég geymdi bara eina svínasneiðina þangað til að pabbi hans kæmi heim aftur og þá gæti ég tekið mynd:-) Nei, ég var nú ekki alveg á því, enda ferlega svöng og ekkert rosalega geðslegt að hafa dragúldið svínakjöt í ísskápnum, hann skildi það alveg drengurinn og lofaði þess vegna hátíðlega að hann skildi segja pabba sínum að mamma hefði grillað:-) Algjör snillingur þessi elska.

Ásgeir fór sem sagt í morgun áleiðis til Ísafjarðar, ég talaði við hann áðan og þá var hann að tékka sig inn í flugið vestur. Hann ætlar að hjálpa mömmu sinni með útskriftar veisluna á laugardaginn, svo fer hann á Bob Dylan tónleika á mánudaginn og svo flýgur hann heim á þriðjudaginn.

Annars gengur lífið bara sinn vana gang hjá okkur, skóli og vinna og svoleiðis. En ég heyrði í útvarpinu í morgun að það á að fara að hlýna verulega hjá okkur á næstu dögum og á sunnudaginn á að vera geggjað veður, þá er ég að hugsa um að fara með Aron á Hamresanden (það er strönd sem er í næsta nágrenni við flugvöllinn) og baða. Ég á ekki von á því að unglingurinn minn nenni að fara með okkur, enda engin nettenging þar og sjálfsagt er það ekki gott fyrir tölvuna að vera full af sandi:-)

Aron Snær var sofnaður klukkan 19, ég vona að hann sofi fram á morgun, ég allavega nenni ekki að fara á fætur með honum í nótt. Hann var nefnilega að hjálpa mér í vinnunni í dag, hann var búinn í skólanum kl 12 og kom til mín rétt eftir skóla og við vorum ekki búin að vinna fyrr en korter í fimm. Þá fór hann að grilla pylsur og eftir það var hann bara alveg búinn á því, þessi elska.

Koss og knús frá grillmeistaranum í Vennesla:-)

4 kommentarer:

Anonym sa...

Jú jú ég trúi þér alveg með grillið - ekki spurning :-)

kv,
Gulla

Anonym sa...

dugleg ertu, hefði nú samt alveg viljað sjá þig grilla, haha..

Kv Inga

Villi sa...

Heyrðu, þú kvartar yfir úldinni kjötlykt, en svo baðar þú bara son þinn á vorin...???

vennesla sa...

Enda þarf hann ekki að baða oftar:-) En ég átti auðvitað að skrifa að við ætluðum að fara að synda, en hér í Norge er semsagt talað um að fara að bade, þegar maður skellir sér á ströndina, svømme er að fara í sundhöllina og synda. Ég ruglast stundum á svona smá hlutum:-)

Koss og knús frá Maju og drengnum sem er bara baðaður á vorin