lørdag 5. juli 2008

Hann á afmæli í dag:-)

Þessi ungi myndarlegi drengur (sem sést hér í stífstrjaujaðri svuntu sem hann saumaði sjálfur) á afmæli í dag og hann er orðinn 11 ára:-) Elsku Aron okkar til hamingju með daginn. Alveg ótrúlegt að litla barnið mitt sé orðið svo gamalt, tíminn líður alveg skuggalega hratt.
Hér er frúin að mála stofuborðið, Ásgeir átti sko að taka mynd af mér að mála, en ég held að hann hafi verið uppteknari við að fá íslenska fánann með á myndina en borðið:-)
En svona lítur borðið út eftir fyrstu umferð, tek þá seinni í dag. Vona bara að það verði flott, mig hefur langað að mála þetta borð leeengi og í gær lét ég loksins verða af því.

Annars er allt gott að frétta af okkur, ég er búin að vera í sumarfríi alla vikuna og núna á ég bara 3 vikur eftir af fríinu mínu. Veðrið hefur leikið við okkur þessa vikuna, en á föstudaginn í síðustu viku var grenjandi rigning og þrumur og eldingar, rafmagnið fór af í smá tíma. Djö hvað það er óþægilegt þegar þú sérð eldingarblossana og húsið skelfur af þrumunum. Aron var einn heima þegar á þessu gekk, hann varð alveg skíthræddur (ég skil hann vel) en hann mundi eftir að taka allt úr sambandi og slökkva öll ljós, svo kom hann hlaupandi til mín í vinnuna, hundblautur og kaldur.

Við ætlum til Oslo á miðvikudaginn, ég og strákarnir þurfum ný vegabréf og til þess að fá þau þurfum við að fara til höfuðborgarinnar. En við komum heim sama dag, sendiráð Íslands í Oslo er staðsett i Stortingsgate sem er rétt hjá konungshöllinni, þannig að við förum og bönkum upp á hjá kong Harald og frú, svo getum við skoðað þinghús Norðmanna og að sjálfsögðu verðum við að labba upp Karl Johan götu. Er að láta mig dreyma um að enda ferðina í IKEA, en ég á eftir að tala um það við hann Ásgeir:-)

Jæja núna verð ég að fara að baka pönnukökur fyrir afmælisbarnið og Zilas, sem fékk að gista hjá okkur í nótt, Aron vill sko fá pönnukökur og pening í rúmið í dag, hann er stundum ekki alveg góður þessi elska. T.d hefur hann neitað að vaska upp eftir sig alla þessa viku, ástæðan, jú hann á sko bráðum afmæli:-) Hjá honum er ekki bara afmælisdagurinn dekurdagur, nei vikan áður og örugglega vikan á eftir líka.

Koss og knús frá morgunhananum í Vennesla og liðinu hennar

5 kommentarer:

Anonym sa...

Til hamingju með strákinn, ekkert smá fullorðin að vera 11 ára hihi

Anonym sa...

TIL HAMINGJU ARON ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI MEÐ SVONA GRÆNAR FINGUR´´GAMAN AÐ MYNDINI ÞAR SEM ÞÚ ERT AÐ VÖKVA HÚN ER TEKIN Á AFMÆLISDAGINN MINN.KVEÐJA GUNNA FRÆNKA.

Anonym sa...

Elsku Aron Snær, við óskum þér innilega til hamingju með daginn í gær.

Kær kveðja,
Gulla og co

Anonym sa...

Hæhæ til hamingju með guttann elsku Maja og Ásgeir :)
Hilsen Alda frænka í Dk...

Anonym sa...

Til hamingju með daginn Aron Snær, bestu kveðjur frá Ingu og fjölsk.

Kossar og knús