lørdag 16. februar 2008

Bara fyndið:-)

Var að lesa á db.no að löggan í Rogalandfylki hefði fengíð ábendingu um undarlegt akstuslag ökumanns nokkurs. Löggan fór og tékkaði á þessu, þá kom það í ljós að ökumaður (eða kona) bílsins var kona sem var fædd árið 1918, og ekki varð undrun lögreglumannanna minni þegar þeir fundu áfengislykt af konunni. Jebb tæplega 90 ára gömul kona blindfull að keyra:-)

Annars er ekkert að frétta hjá okkur, Ásgeir er á leiðinni heim, Glipp er búið að vera lokað í 2 vikur vegna breytinga og þeir opnuðu aftur í dag. Strákarnir eru komnir í vetrarfrí, endalaus hamingja hjá þeim:-) Svo missti Aron Snær tönn í dag, hann er að vona að tannálfurinn gefi honum 50 kall, en ég veit ekki hvort álfurinn eigi pening, spurning hvort að krakkinn taki kort:-)

Fékk sms frá henni Gullu systur áðan, allt gott að frétta frá Namibíu, nema að það er búið að vera rigning og þrumur og eldingar hjá þeim.

Koss og knús frá Maju og tannálfinum

Ingen kommentarer: