Jebb frúin er að sjóða saltkjöt og baunir, það eru sko 5 ár síðan ég fékk svoleiðis góðgæti síðast. Ásgeir borðar ekki svona gúmmilaði, Ingólfur heldur að hann borði þetta en Aron Snær er ekki alveg viss, ég á nú eiginlega ekki von á því að hann vilji þetta, en hann verður að smakka:-)
Annars er bara ekkert að frétta hjá okkur, grenjandi rigning og rok úti, ég er eiginlega farin að hlakka til sumarsins, en þá á ég alveg örugglega eftir að blóta hitanum og helv.... myggen. Maður er aldrei ánægður, því miður.
Ingólfur fór í fyrsta fermingarfræðslutímann í gær, honum fannst þetta ekkert rosalega skemmtilegt, en hann vill meina að það sé skárra að fermast borgaralega en að fermast frá kirkjunni, því þá þarf hann sko að mæta í 5 messur til að fermast. Og það var 5 messum of mikið að hans mati. Svo fer hann aftur næsta mánudag, en mánudaginn þar á eftir er vetrarfrí svo hann fær frí þá vikuna. Ég veit að þau fara í einhverja ferð, en ég man ekki alveg hvenær það verður, svo þarf hann að gera einhver verkefni og svoleiðis. Svo á drengurinn afmæli á fimmtudaginn, amma sendi honum pening, en við foreldrarnir erum svo leiðinleg að við vildum ekki láta hann hafa peninginn í hendurnar, þannig að pabbi hans pantaði Metallica hettupeysu á hann fyrir peninginn. Læt þess getið að Ingólfurinn minn varð mjög ánægður með það:-)
Man ekki eftir neinu öðru að segja ykkur, nema að á morgun erum við að fara á fund, aftur, hjá ABUP, út af honum Aroni mínum. Svo fyrir ykkur sem ekki vita, þá fór ég í rannsókn á sjúkrahúsinu á föstudaginn. Læknirinn fann góðkynja æxli í brjóstinu, þannig að innan 6 vikna, vonandi, verð ég kölluð inn og æxlið fjarlægt með skurðaðgerð. Ég hafði ekki áhuga á því að heyra hvernig þessi aðgerð fer fram, en ég veit að ég verð svæfð, svo þarf að skera skurð undir geirvörtunni og henni lyft upp, þegar læknirinn var kominn svona langt í lýsingunni, bað ég hann um að hætta. Jóhanna segir að ég fái fullt af verkjalyfjum með mér heim og ég fljóti bara um á bleiku skýji í einhverja daga:-)En ég á svo að geta farið heim samdægurs. Læt ykkur vita þegar ég veit hvenær ég fer í aðgerðina.
Koss og knús frá Maju sem ætlar að éta á sig gat:-)
tirsdag 5. februar 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Hæ, þú getur nú sagt Ingólfi það að fermingarfræðslan hér er allan veturinn og það þarf að fara í 10 messur:-) Hann er því bara nokkuð heppinn, ef svo má segja.
Ég vona að þér líði vel elsku Maja mín og ég hugsa mikið til þín, kannski ég slái á þráðinn til þín fljótlega;-)
Kossar og knús, kv. Inga.
Legg inn en kommentar