mandag 25. februar 2008

Busy kona

Það verður sko mikið að gera hjá mér þessa vikuna. Í dag er ég að fara á tegn til tale námskeið, hann Ingólfur er að fara í fermingarfræðsluna á sama tíma, veit ekki alveg hvernig hann á að koma sér þangað. Á morgun verð ég að vinna, á miðvikudaginn er starfsmannafundur í vinnunni minni, á fimmtudaginn er ég að vinna og svo eftir vinnu þá er skemmtikvöld í skólanum hjá Aroni Snæ, á föstudaginn verð ég að vinna og svo um kvöldið fer ég út að borða með þeim í vinnunni. Ég er eiginlega farin að hlakka til helgarinnar:-)

Veit ekki hvort ég var búin að segja ykkur að þann 10 mars byrja ég að vinna 100%, fyndið því síðasta haust byrjaði ég að vinna 40% svo var ég komin upp í 60% og eftir 2 vikur verð ég farin að vinna 100%. Ég verð að vinna mán. mið og föstudaga á biekuba 3 og triðjudaga og fimmtudaga á vuggestua.

Skólinn hjá strákunum byrjaði aftur í dag eftir vetrarfríið og Ingólfur fann það út að það eru bara 3 vikur þangað til að páskafríið byrjar.

Ásgeir er á fullu að undirbúa matseðilinn fyrir ferminguna hans Ingólfs, í forrétt verður fiskipaté, í aðalrétt verður antilópa, hjörtur og hreindýr og í eftirrétt verður heimatilbúinnís og súkkulaðikaka. En ef að fermingarbarnið fengi að ráða væri pizza á boðstólum:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar.

1 kommentar:

Anonym sa...

Það er eins gott að það er stutt í helgina svo þú getir slappað af eftir þessa viku :-)

kv,
Gulla