Ásgeir og Ingólfur sáu um að elda kvöldmatinn á þessum bænum, ég tók bara myndir:-) Að sjálfsögðu var pizza í matinn og þeir feðgar voru sammála um að þeir hafi aldrei smakkað betri pizzu:-) Svo gerðu þeir búðing í eftirrétt. Tek það fram að ég reyndi að taka góða mynd af drengnum, en hann vildi meina að þetta væri hans besta hlið:-)
En hann Aron Snær lét sér fátt um finnast og svaf bara. Hann er búinn að vera eitthvað slappur í dag þessi elska, hann var hjá honum Zilas og ég varð að sækja hann því honum var svo illt í hausnum og í maganum. Hann ældi áðan og þá leið honum aðeins betur, en stundum er maður bara þreyttur og þá er gott að sofa aðeins. Veit nú ekki hversu vel það á eftir að ganga að koma honum í rúmið á eftir, ef hann vaknar sko. En ég var með ælupest á fimmtudaginn, þannig að kannski hef ég bara smitað hann, vona að hann verði hress á morgun.
Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, uppáhalds tengdamamman mín var í Danmörku um síðustu helgi og þessi elska sendi mér kaffi þaðan:-) En ég er hins vegar ekki búin að fá pakkann, þannig að ég bara sit og býð eftir kaffinu mínu. Þúsund þakkir elsku Lúlú fyrir að muna eftir mér:-)
Koss og knús frá Maju, sem á von á alvöru kaffi:-)
2 kommentarer:
Ekkert smá flott pizza, ertu ekki til í að senda mér tölvupóst og segja mér hvað þeir setja á hana?
Getur þú ekki laumast og tekið mynd af honum Ingólfi :-)
Vona að Aron Snær sé orðinn betri.
Bestu kveðjur,
Gulla
Já svo sannarlega girnileg þessi pizza;-)
EN það voru sko fleiri sem áttu afmæli 23 febrúar, hann Steini minn varð nefnilega 40, jamm ég sagði 40....
Bestu kveðjur til ykkar allra og vonandi er hann Aron orðinn hress.
Kossar og knús frá Ingu Akureyri
Legg inn en kommentar