Ég er orðin ekkert smá kvefuð núna, en ég vona að ég verði orðin hressari á mánudaginn því ég er að fara að vinna :-) Loksins, loksins. Að vísu var ég að vinna í gær, en það var starfsdagur í leikskólanum, yndislegt að komast út og gera eitthvað. En á mánudaginn á ég líka að fara í eftirskoðun hjá lækninum, bara til að tékka hvort það sé ekki allt í lagi með mig, eða brjóstið á mér:-)
Aron Snær er på tur með bekknum sínum, þau eru einhverstaðar í skóginum, að grilla pylsur og leika sér. Hann elskar svona tur, og hann elskar pylsur (alveg eins og pabbi sinn:-)) Ingólfur er auðvitað í skólanum, hann er búinn að vera að gera verkefni með tveimur öðrum strákum um Adolf Hitler og seinni heimstyrjöldina. Svo í dag áttu þeir að kynna verkefnið, ég vona að þetta hafi gengið vel hjá þeim. Bekkurinn hans er að fara þann 7 sept. til Póllands og skoða útrýmingarbúðir Nazista þar, þess vegna eru þau með svona verkefni. Þetta er samskonar ferð og Alexandra Þöll fór í hér um árið, allir 10 bekkingar í Norge fara í svona ferð, mjög sniðugt. Ásgeir minn er auðvitað að vinna, en ekki hvað og ég bara hangi í tölvunni:-)
Alexandra fer í sónar 5 maí og þá ætla þau að fá að vita hvort kynið barnið er, Ásgeir er alveg viss um að þetta sé strákur, en við mæðgurnar erum að vonast eftir stelpu:-) Annars er hún bara búin að vera mjög hraust, engin morgunógleði eða neitt. En hún er með rhesus -, þannig að þegar barnið er fætt verða þær báðar (eða þau bæði) að fá einhverjar sprautur út af þessu. Áætlaður fæðingar dagur barnsins er samkvæmt ljósmóður 22 sept, en ég er viss um að ég fæ barnið í afmælisgjöf þann 27 sept:-) En kannski er Alexandra sniðug og fær það sjálf í afmælisgjöf þann 4 okt. verður spennandi að sjá.
Bara svona svo að þið vitið þá er búið að færa klukkuna hjá okkur fram um einn tíma, þannig að núna erum við tveimur tímum á undan ykkur á Íslandi.
Koss og knús frá Maju og co
fredag 4. april 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Kvitt kvitt gaman að lesa hvað er að gerast hjá ykkur:) en láttu þér batna um helgina knús knús kveðja Alda frænka bið að heilsa Ásgeiri frænda:)
Legg inn en kommentar