onsdag 2. april 2008

Aprílgabb

Í gær var auglýsing í sjónvarpinu (hún var sko á öllum stöðvum og var sýnd í hverju auglýsingarhléi) um að norskir vísindamenn hefðu fundið upp aðferð til að fanga upp orku úti í himingeymnum. Öll orkan sem leysist úr læðingi þegar einhver stjarna springur átti sem sagt að vera hægt að fanga í þartilgert apparat. Ég var bara alveg að kaupa þessa hugmynd, eins og meginþorri norsku þjóðarinnar, en svo kom það upp úr kafinu í dag að þetta var bara aprílgabb. Stundum er fattarinn í manni ekki alveg í sambandi. En eitthvað hefur þetta gabb kostað.

Tengdamamma mín og hann Steingrímur mágur minn áttu afmæli í gær, ætla ekkert að gefa upp hversu gömul þau eru orðin:-)

Koss og knús frá Maju

2 kommentarer:

Anonym sa...

Til hamingju með Tengdó í gær, hahaha... fyndið Steingrímur mágur þinn.... ég fór að hugsa, "ha afmæli í gær, nei Steini á afmæli 23 feb." Sem sagt MINN Steingrímur. hahahaha...

kv Inga

vennesla sa...

Sko hann Ásgeir minn á einn lítinn bróður sem heitir Steingrímur:-)