Jæja, það er nú svo sem ekki mikið að frétta hjá okkur í Vennesla þessa dagana. Ég er byrjuð að vinna aftur á fullu:-) loksins, en mikið rosalega er ég þreytt eftir daginn, eiginlega er ég bara örmagna. Á morgun er ég svo að fara á kurs í Skal-skal ikke, þetta er síðasti kursdagurinn og ég vona að eitthvað af því sem ég hef lært eigi eftir að nýtast mér í vinnunni minni, eins gott eiginlega að það geri það því þetta er víst rándýrt námskeið:-) En ég þarf ekki að borga það sjálf.
Ásgeir er að fara til Íslands þann 21 maí, til að hjálpa mömmu sinni með útsriftarveisluna, hann kemur heim aftur þann 27. Mikið svakalega er dýrt að fljúga til Íslands, farið fyrir hann kostar 4500 nkr. sem er mikið. Þetta var sko það ódýrasta sem við fundum. Aron og Ingólfur vilja báðir fara með honum, en það verður ekki að þessu sinni.
Ingólfur eldaði matinn á heimilinu í gær, hann átti sko að gera það, þetta var heimalærdómurinn hans í heimilisfræði. Hann eldaði norskar kjøttkaker með sósu og í eftirrétt bakaði hann Ekta franska súkkulaði köku. Rosalega gott hjá honum, Ásgeir ætlaði sko að hjálpa honum með þetta en það fékk hann ekki. Ingólfur átti að gera þetta allt sjálfur og svo átti hann líka að ganga frá eftir sig:-) sem hann að sjálfsögðu gerði (en hann óskaði þess að við værum með uppþvottavél svo hann þyrfti ekki að vaska upp). Ég gleymdi að taka mynd af þessu hjá honum, en hann var mjög vígalegur í eldhúsinu, þessi elska.
Annars er bara allt gott að fréta af okkur, ég er ennþá frekar mikið kvefuð og held vöku fyrir honum Ásgeir mínum á nóttunni (ekki viljandi þó) með því að hósta alveg út í eitt.
Koss og knús frá Maju og genginu hennar:-)
onsdag 9. april 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar