er ekki auðvelt og ég vissi ekki einu sinni að hann Aron Snær væri það. Ég var sem sagt á fundi í dag hjá ABUP og ég talaði við konuna sem er yfirlæknir þar. Hún notar þetta orð yfir börn eins og hann Aron, því það að vera með ADHD og tourett er að vera fatlaður, en það er enginn sem getur séð það á honum að hann sé það. Ég fæ alltaf tár í augun þegar hún segir þetta, því ég hef aldrei litið á hann sem fatlaðan. Nema kannski út af fætinum á honum (hann var fæddur með klumbufót) það er í mínum augum að vera fatlaður, en ekki það að vera með Tourett og ADHD. En hún segir að skilgreininign á fötluðum einstaklingum sé sú, að stundum getur þú séð fötlunina á þeim og stundum ekki, en það er ekki þar með sagt að fötlunin sé ekki til staðar. En það er alveg ferlega gott að tala við þessa konu, ég má alveg segja að ég sé þreytt á Aroni, að ég væri alveg til í að hann þyrfti ekki að gera heimavinnu (það tekur langan tíma að fá hann til að setjast niður og byrja) eiginlega má ég segja það sem mér finnst um hann og fötlunina hans, án þess að hún dæmi mig. Enda er ekki auðvelt að eiga svona barn, en við elskum hann alveg ferlega mikið:-)
Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, við erum búin að kaupa ferðatölvu fyrir Ingólfinn minn í fermingargjöf, það var sko það sem hann vildi fá. Annars vill hann bara fá pening í fermingargjöf, ekki spyrja mig hvað hann ætlað að eyða honum í, en sjálfsagt eitthvað viturlegt;-) ef ég þekki kauða rétt.
Koss og knús frá okkur hér í Vennesla
onsdag 16. april 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
Ingen kommentarer:
Legg inn en kommentar