onsdag 14. mai 2008
Aflafréttir og myndir.-)
Hér er mynd af litlu ömmustelpunni minni:-) Þetta er andlitið hennar í prófíl, auðvitað er þetta fallegasta barn sem um getur (fyrir utan mín þrjú:-)) Það er svo gaman að þessu.
Það var stoltur veiðimaður sem kom heim í gær eftir veiðitúrinn, drengurinn veiddi nefnilega einn fisk:-) Ásgeir segir að þetta hafi verið steinbítur, ég trú honum alveg. En því miður missti Aron einn af spúnunum sínum, en það kom ekki að sök, enda á drengurinn fullt af þeim:-) Fiskurinn er í frystikistunni, ég á ekki von á því að hann verði borðaður, enda var hann ekki stór, en veiddur fiskur er jú veiddur fiskur:-) Aron og Ingólfur tala ennþá um það þegar þeir voru hjá ömmu og afa á Ísó hér um árið (held að það hafi verið 2004) þeir fóru með afa sínum á sjóinn, ekki í veiðferð, heldur þurfti afi að færa bátinn (skipið?) í aðra höfn, þetta fannst þeim sko gaman. Svo um daginn er Aron að tala um þessa ferð við mig, ég spyr hvort þeir bræður hafi orðið sjóveikir (minnug ælukeppninnar í fyrra á Danskabátnum) Nei veistu mamma ég get ekki orðið sjóveikur (hann greinilega búinn að gleyma ferðinni í fyrra) ég er nefnilega með sjóðarablóð (hans eigin orð) í blóðinu:-)
Ingólfur var valinn, annað árið í röð, til að keppa í Tine stafetten, einhver hlaupakeppni sem verður haldin seinna í vor í Kristiansand. Sprækur eins og mamma sín, þessi elska:-)
Hún Gulla systir er í þessum skrifuðu orðum að labba út úr flugvél á Keflavíkurvellinum, komin heim á elsku Klakan sinn:-) Hún ætlar að vera þar í 5 vikur, Dagmar verður 20 ára þann 4 júní, þannig að auðvitað vill Gulla vera með henni þá:-) Svo ætla þær mæðgur á Laddi sextugur. Ég vona að hann komi út á DVD, dauðlangar að sjá hann sko, en ég á ekki von á því að hann komi hingað til Vennesla til að skemmta mér:-) en ef hann vill er hann velkominn.
Koss og knús frá okkur hér í Vennesla
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Maður fær nú bara kítl í puttana að sjá svona kríli kríli;-)
Óskaðu Aroni til hamingju með aflann.
Kossar og knús
Inga
Legg inn en kommentar