Ingólfurinn minn keypti sér þennan flotta hatt í dag, þeir fá sko alltaf pening á 17 mai og mega kaupa sér það sem þeir vilja, auðvitað. Og drengurinn fann það út að þennan hatt þyrfti hann:-)
Varð að setja inn mynd af fánanum, ég bannaði Aroni að flagga þeim íslenska, enda passar það ekki á þessum degi, en þann 17 júní má hann flagga honum:-) Ég vona bara að við munum eftir íslenska þjóðhátíðardeginum, við höfum alltaf gleymt honum, enda er það bara eins og hver annar dagur hér í Noregi, ég ætti kannski að lára gemsann hjálpa mér að muna eftir 17 júní þetta árið:-)
Þetta er tekið á Idrettsplassen, það eru lúðrasveitir og læti,
falleg börn, klædd í sitt fínasta púss,
og bara fullt af lífi.
Þetta keypti Aron sér fyrir sína peninga, hann varð að pósa fyrir mig:-) hann spurði hvort ég ætlaði að setja inn mynd af byssunni hans á netið, að sjálfsögðu ætlaði ég að gera það, þá dró hann mig og Stellu út á pall og hann var lengi að ákveða í hvaða stellingu hann ætti að vera:-) Mér finnst hann líta út eins og hryðjuverkamaður á myndinni, en það var sko það sem hann vildi.
Dagurinn byrjaði snemma hjá okkur, við vorum farin á fætur kl hálf sjö, Ásgeir þurfti að vera mættur í vinnu kl sjö, þannig að ég keyrði honum, svo kom ég heim og gerði strákana klára, Aron setti út flaggið, svo var brunað niður í sentrum með Ingólfinn, hann fór sko í skrúðgöngu en Aron nennti ekki að fara. Þannig að hann fór með mér á Idrettsplassen, þar þurfti ég að græja söluskálann, við seldum mikið af vöfflum, kaffi og ís:-) Þegar ég var búin að vinna þar, fórum við til Kristiansand og sóttum Alexöndru, við röltum aðeins um og strákarnir keyptu sér það sem þeir "þurftu":-) Svo var haldið heim á leið, við mæðgurnar sofnuðum aðeins í sitthvorum sófanum, svo þurfti ég að fara aftur til Kr.sand til að sækja Ásgeir og svo komum við heim og Maja eldaði kvöldmatinn, hakk og spagettí:-)
Koss og knús frá okkur hér í Vennesla.
lørdag 17. mai 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Það munar nú ekki um það, brjálað að gera.
kv Inga
Legg inn en kommentar