Hér er fermingardrengurinn búinn að fá viðurkenninguna og þar með kominn í fulloðinnamanna tölu:-) Þessi borgaralega athöfn var bara flott, krakkarnir löbbuðu inn undir dynjandi lófataki og músikk, svo voru haldnar ræður og krakkarnir fengu viðurkenningu, rós og handofinn trefil sem krakkar í flóttamannabúðum í Burma höfðu ofið, svo var sungið og loks gengu krakkarnir út við mikil fagnaðarlæti:-)
Hér eru þeir feðgar
og við mæðginin
Ingólfurinn minn að opna gjafirnar sínar, það kom sko slatti af peningum upp úr umslögum, hann fékk auðvitað tölvuna frá okkur, frá Möggu og Binna og börnum fékk hann tösku undir tölvuna og inn í henni leyndist 500 kall:-)
Þetta er svo gjöfin frá ömmu og afa, hann fékk sko nýtt rúm, náttborð og svo hafði amma saumað rúmteppi fyrir hann.
Drengurinn var óskaplega ánægður með allt og hann sendir ykkur kærar þakkir fyrir að hafa hugsað til hans á þessum merkisdegi, við foreldrarnir þökkum ykkur líka.
Í morgun var farið á fætur kl. 6 því Lúlú og Jón og strákarnir þurfu að mæta svo ferlega snemma á flugvellinum. Svo þurfti Ásgeir að keyra Ásu og Finn inn í Kristiansand svo að þau gætu tekið bátinn yfir til Danmerkur. Svo fylltist húsið hjá mér áðan af vinum hans Arons, þeir voru 4 hér inni í stofu hjá mér að spila borðtennis:-) Og allt var sko tekið upp á vídeó, ég held að þeir hafi verið með einhverja keppni og svoleiðs þarf auðvitað að festa á filmu. En svo eru þeir núna hér fyrir utan að leika sér með glerkúlur. Og hvað haldið þið að hann Ingólfur sé að gera? Jú hann er að spila í tölvunni sinni:-)
Koss og knús frá Maju, Ásgeir, Ingólfi og Aroni Snæ:-)
søndag 4. mai 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
2 kommentarer:
HÆ HÆ HÆ.
Elsku Ingólfur til hamingju með ferminguna, kossar og knús til ykkar allra:o)
Bestu kveðjur Inga og fjölsk.
Elsku frændi, við óskum þér innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.
Kærar kveðjur,
Gulla og co
Legg inn en kommentar