Þetta er hillan sem hann Aron Snær fékk frá ömmu sinni og afa, ekkert smá flott og hann var sko ánægður með það að fá gjöf líka:-) Ég gleymdi að taka mynd af myndinni sem hún Alexandra fékk frá þeim, en hún er ferlega flott (myndin sko:-))
Hér er svo besti vinur hans Ingólfs, ég ætlaði líka að taka mynd af peningunum sem hann fékk, en drengurinn er hjá honum Stian og tók alla peningana með sér:-) hann fékk sko íslenska, norska og danska peninga:-) Íslensku peningarnir fóru inn á sparireikning sem amma hans stofnaði fyrir hann á Íslandi fyrir mörgum árum síðan, mjög sniðugt að leggja þá þar inn, hann getur svo tekið peninginn út þegar hann verður 18 ára. Svo gleymdi ég að segja að amma og afi gáfu báðum strákunum nýjar sængur og kodda.
Og hér eru svo krossgátublöðin sem Jón gaf okkur, við erum sko forfallnir krossgátusjúklingar á þessu heimilinu:-) Svo fengum við harðfisk, nammi, KAFFI og nýja DVD mynd sem heitir svo mikið sem Pressa. Ása og Finn komu með KAFFI og pínkulitlar rauðbeður fyrir okkur hjónin. Þannig að frúin á sko kaffi og er ekkert smá ánægð með það:-)
Koss og knús frá okkur í Vennesla:-)
søndag 4. mai 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Hæ hæ.
Það eru ekkert smá flottar gjafir sem fermingarbarnið fékk. Enn og aftur óskum við honum innilega til hamingju með að vera kominn í tölu fullorðinna :-)
Kveðja,
Gulla
Legg inn en kommentar