Hér er búið að vera geggjað veður alla vikuna, hitinn hefur ekki farið undir 20 gráður á daginn, ég tók þessa mynd af morillu trénu mínu fyrr í vikunni, það er sko byrjað að blómstra og gera sig klárt fyrir að bera ávöxt í sumar:-)
Aron var að slá garðinn fyrir mig, ber að ofan og ferlega flottur þessi elska:-) Ekki amalegt að hafa svona gæja til að hjálpa sér. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð mikið af honum Ingólfi mínum síðan hann fékk tölvuna, hann er sko inni í herberginu sínu allan daginn að spila WOW, en núna er hann hjá Stian, ég sagði við hann þegar hann fór að það gleddi mitt gamla mömmuhjarta að sjá hann loksins fara út:-)
Svona lítur tréið mitt út í þessum töluðu orðum (skrifðuðu) það koma fleiri blóm á hverjum degi. Ég er búin að liggja í sólbaði síðan snemma í morgun og núna er ég bara aðeins að hvíla mig á sólinni. Hitinn á pallinum er í 40 gráðum núna, í sólinni, þannig að það er eiginlega ólíft þar úti. Svo er ég búin að vera að þvo þvott í allan dag, hann þornar á snúrunum á meðan vélin er að þvo næsta hlass. Ég hefði kannski átt að taka mynd af fatafjallinu sem býður eftir að ég strauji það, en það er nó vei að ég nenni því núna:-) Á morgun segir sá lati og Maja tekur undir með honum:-)
Hér er svo hann Ásgeir minn, hann var að vinna í dag, en um leið og hann kom heim settist hann út og fór að ráða krossgátur (í boði Jóns:-)) Aron er hjá Zilas og ætlað að gista hjá honum, þannig að það verður rólegt hjá okkur í kvöld. Ég er að hugsa um að horfa á hann Indiana Jones og hafa gaman af. Ásgeir ætlar að grilla kálfakjöt og gera alvöru bearniessósu fyrir okkur, ummmm. Getur lífið verið eitthvað betra en þetta: brjáluð sól, þvotturinn þornan eins og skot, gott á grillið, kaldur bjór og Villi Vill syngur undir þessu öllu saman:-) Eigið þið góðan dag öllsömul.
Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)
lørdag 10. mai 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Það er aldeilis að lífið er gott í Noregi. En það er yndislegt að heyra að þið hafið það svona líka rólegt og gott elskurnar.
Kær kveðja úr haustinu í Namibíu,
Gulla
Legg inn en kommentar