Ég elska Wrigley´s tyggjó, en það er ekki oft sem það fæst í búðunum hérna í Norge, þannig að þið getið bara ímyndað ykkur hamingjuna hjá minni í gær þegar ég sá þessa risa tyggjópakka í sjoppu í Kr. sand í gær. Það eru sko 15 tyggjóplötur í hverjum pakka:-) Þetta er sama sjoppan og Aron plataði afa sinn inn í þegar hann var hér um daginn, það er nefnilega líka hægt að kaupa íslenskt Rís súkkulaði og lakkrísdraum þar.
Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, ég var svo þreytt eftir gærdaginn að ég var farin upp í rúm fyrir kl 11 í gærkvöld og ég svaf til að verða 9 í morgun:-) Ekki amalegt það.
Á morgun og hinn kemur ljósmyndari í leikskólann til að taka myndir af börnunum, það eru teknar myndir af hverri deild fyrir sig, þannig að frúin verður að líta vel út:-) Þoli ekki þetta myndamál á hverju vori, þetta er ferlega mikið stress fyrir okkur sem erum að vinna á deildunum, klæða börnin í fín föt, passa að þau séu hrein í framan, spennur og teygjur í hárið á stelpunum og þar fram eftir götu. Ekki mikið mál ef að það væru ekki 19 börn á hverri deild og við bara 3 að vinna. En á Vuggestua, myndirnar verða teknar þar á þriðjudaginn, eru "bara" 12 börn og við 4 að vinna, en það verður sjálfsagt erfiðara, því börnin eru svo lítil þar og erfitt að útskýra fyrir þeim að sitja kyrr og brosa:-)
Ásgeir fer til Íslands á miðvikudaginn og verður fram á þriðjudag, þannig að ég verð að púsla heimilishaldinu aðeins, þarf að taka Aron með mér í vinnuna þegar ég mæti snemma, Ingólfur verður að hjálpa mér með Aron þegar ég er að vinna lengi og svoleiðis. En sem betur fer er hann Ingólfur minn orðinn svo stór að hann hjálpar aldraðri móður sinni með þetta:-) En sem betur fer þarf ég ekki að fara á neina kvöldfundi næstu vikuna, bara á morgun og þriðjudaginn.
Koss og knús frá Maju
søndag 18. mai 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
4 kommentarer:
Hæ
Þsð er nú gott að þú fannst þér jórturgúmmí;o). Ég vildi bara láta þig vita að BUBBI og EGÓ voru frábærir, en kallinn orðinn svolítið gamall, hehe... en það eru nú lögin sem skipta mestu. Þú kemur með mér næst:-)
Bestu kveðjur og knús og kossar Inga.
*veif* að vestan
kvitt kvitt:) kv Alda frænka.....
Bara að kvitta,
kv,
Gulla
Legg inn en kommentar