Í dag var það Aron Snær sem sá um matinn, hann kveikti sjálfur upp í kolagrillinu (honum finnst lyktin svo góð) og svo skellti hann pylsum á það.
Eins gott að fylgjast vel með. Ég er ekki að fatta afhverju hann er í peysu, það er sko 25 stiga hiti í forsælunni, en hann vildi meina að sér væri kalt.
Svo fór ég með hann niður í sentrum og hann keypti sér tjald, ég held að hann kaupi sér tjald á hverju sumri, en mikið var hann ánægður með þetta. Eiginlega er þetta tjald til að taka með sér á ströndina, við sáum svo marga með svona tjöld í Danmörku, ferlega sniðugt. Á morgun ætlum við að kaupa afmælisgjöfina fyrir hann (svoldið snemma í því:-)) en hann fær nýtt hjól frá okkur, Ásgeir fór og athugaði hvað það kostar að gera við gamla hjólið hans og það kostar næstum því 1000 nkr. þannig að við fundum það út að það borgar sig að kaupa bara nýtt fyrir hann.
Hann kom heim í dag eftir ferðina á Krossholmen, það var rosalega skemmtilegt þar, hann fékk að stýra pramma og synda. Hann elskar að vera þar, alltaf jafn spennandi að fá að prófa kajak og prammann, enda segir hann að hann sé með sjóðarablóð (sjóarablóð) rennandi í sínum æðum:-))
Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)
fredag 6. juni 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
2 kommentarer:
kvitt kvitt blogg meistari :)
Gleymdi að setja nafnið mitt en þetta er Alda í DK hehe:)
Legg inn en kommentar