søndag 1. juni 2008

Gróðursetning og steikjandi hiti

Langaði bara að sýna ykkur hvað það er heitt á pallinum hjá mér akkurat núna (í sólinni sko) Enda er ég inni að hvíla mig aðeins á hitanum, orðin frekar rauð, eignlega eins og karfi:-) Sem betur fer kemur smá gola af og til, annars væri ólíft þarna úti.
Aron Snær dró mig út í gær fyrir kl 10 til að kaupa blóm. Hann notaði vasapeninginn sinn í blóm og var alveg ferlega ánægður með sjálfan sig. Svo þurftum við að kaupa mold því hann vildi sko skipta um mold í beðunum hjá okkur, það var ekki auðvelt verk, en okkur tókst það. Hann þurfti að saga niður 2 tré, nú kom sögin sem afi gaf honum að góðum notum:-) Svo var hafist handa við að planta blómunum, ég hugsa að við höfum verið í rúma tvo tíma að þessu öllu, en vorum alveg ferlega stolt af okkur þegar við vorum loksins búin.
Þá fann hann það út að hann þyrfti að snyrta aðeins villigróðurinn hjá okkur, þannig að hann fékk lánaða greinaklyppu hjá Ove, ef að ég hefði ekki verið með hefði hann sjálfsagt klyppt niður öll trén í kringum okkur, þetta var svo skemmtilegt sko:-)
Hér er svo afraksturinn af klyppingunni, ég hefði átt að taka svona fyrir og eftir myndir, en ég gleymdi því auðvitað. Hann er búinn að ákveða að safna sér fyrir svona klyppum, enda er þetta verkfæri nauðsynlegt hverjum garðyrkjumanni eða konu:-) Hann er núna hjá Zilas, ætli hann sé ekki að taka garðinn þeirra í gegn:-) Það er byrjað að vaxa það, sem hann sáði fyrir nokkrum dögum, verður spennandi að sjá hvort við fáum gulrætur í ár.

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, allir hressir og sólbrenndir, nema unglingurinn minn enda er ekki mikil sól inni í herberginu hans:-) Hann nennir sko ekki að taka tölvuna með sér út og þar sem hann getur ekki skilið sig frá henni eru þau bara saman inni í herbergi.

Það fæddust 4 ljónsungar í Dyreparken í gær, þannig að þar ríkir mikil hamingja, þetta er í fyrsta skipti sem það fæðast ljónsungar hér í Norge. Þetta var sko eins og framhaldssaga, fyrstu fréttir sögðu að það væru tveir ungar fæddir, næsta frétt var á þá leið að þeir væru sko þrír. í dag var aðalfyrirsögnin á vg.no að það væru sko ekki 2, ekki 3 heldur 4 ungar komnir í heiminn. Ég ætla að fylgjast með fréttunum í dag, kannski koma ennþá fleiri ungar:-)

Kokss og knús frá Maju sem er eins og karfi í tilefni dagsins:-) Óska öllum sjómönnum til hamingju með daginn

5 kommentarer:

Litið blogg úr villta vestrinu sa...

Þú kannski værir til í að deila þessari sól með okkur hinum. Skelltu smá í krukku og sendu okkur vestfirðingum.... DHL er með hraðsendingu ;)

Anonym sa...

Rosalega er drengurinn duglegur í garðinum. Hann er kannski upprennandi garðyrkjufræðingur. Þetta er frábært.

Þú verður svo að setja inn myndir þegar uppskeran hans lítur dagsins ljós.

kv,
Gulla

Anonym sa...

Vávává... hvað Aron er duglegur í garðinum. Vonandi verður flott útkoma hjá honum;o)

Það er búið að vera voða gott veður hér líka, ca 17-20 stiga hiti og sól;o) ég veit að það er nú kannski ekki alveg eins og hjá þér en þó þetta.

Njóttu veðurblíðunnar, við gerum það allavega hér á Akureyri.

Kossar og knús
Inga

Unknown sa...

Hæhæ, rakst inn á bloggið þitt frá facebook, bara gaman að lesa um ykkur frændfólk mitt, hvað ætli það sé langt síðan maður hefur séð ykkur? Hafið það gott, kveðja frá Spáni, Elísa Björt

vennesla sa...

Gaman að þú hafir rekist inn á bloggið okkar Elísa Björt, en það eru sko möööörg ár síðan við sáumst síðast:-) Takk fyrir að hafa skilið eftir kveðju.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar