Búin með námskeiðið, Tegn til tale og ég fékk viðurkenningu fyrir að hafa lokið námskeiðinu:-) Ekkert smá ánægð með sjálfa mig. Hugsa að ég rammi þetta inn og hengi upp á mest áberandi staðnum í húsinu:-) Ég get nú samt ekki sagt að ég sé ferlega góð í þessu "tungu" máli, en ég reyni og það er jú fyrir mestu. En gott að geta státað af þessu, því það getur aldrei verið slæmt að læra eitthvað nýtt.
Hér eru græðlingarnir hans Arons, ég held að þetta séu blóm, ég þekki nefnilega ekki í sundur blóm, arfa eða gulrótarblómin:-) En eitthvað er þetta.
Þetta eru svo stjúpurnar sem við gróðursettum á laugardaginn, eða nokkrar af þeim. Hræðilegt nafn á blómi, stjúpa:-) en við bara gróðursettum þær en jörðuðum þær ekki, hehehehe. En svo er til eitthvað blóm sem heitir tannhvöss tengdamamma, hm, ekki er það nú skárra, enda á ég ekki eitt svoleiðis stykki:-)
Annars er bara allt gott að frétta, það er vorkvöld í skólanum hans Arons á morgun, þannig að ég verð að fara þangað strax eftir vinnu (ég er nefnilega í foreldrafélaginu og við sjáum um þennan viðburð) Svo er hann að fara til Krossholmen á fimmtudaginn með bekknum, þetta verður í þriðja skiptið sem bekkurinn hans fer, svo koma þau heim aftur á föstudaginn. Ferlega skemmtilegt.
Ingólfurinn minn telur dagana þangað til að hann er kominn í sumarfrí, það eru "bara" 14 skóladagar þangað til. Þeir byrja í sumarfríi þann 20 júni og fyrsti skóladagur næsta haust er þann 18 ágúst. Ég verð hins vegar í fríi allan júlí, hlakka ekkert smá mikið til:-) ég ætla að geyma eina viku þangað til að barnabarnið mitt fæðist, en ég veit ekki hvort eða hvenær Ásgeir minn fær frí, en það kemur í ljós.
Koss og knús frá okkur öllum í Vennesla:-)
tirsdag 3. juni 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
1 kommentar:
Þetta verður greinilega flottur árangur í gróðursentningunni hans Arons.
Róbert er komin í frí frá skólanum, skólaslitin voru í gær og er hann himinlifandi yfir því;o)
Bestu kveðjur til allra frá familien á Akureyri.
Kveðja Inga
Legg inn en kommentar