lørdag 31. januar 2009

Nýjar myndir af barninu:-))

Afi að kenna henni að labba:-) enda kominn tími til, hún er að verða 4 mánaða þessi elska.
Byrjar snemma að tala í símann, en þau voru hjá okkur í mat í gær og Cassandra var bara hin rólegasta á meðan, en ég hef einhvern grun um að hún hafi viljað smakka á matnum sem hann afi hennar var að elda fyrir okkur, enda kemur hún úr mikilli matarfjölskyldu:-)

Æi koddu hérna gamla og kysstu mig:-D


Cassandra og besti vinur hennar hann Tommy.Hann er svoooo góður á bragðið. En þau voru að flytja í dag til Grimstad, í rosalega flotta íbúð, þannig að ég og hann Aron vorum barnapíur í dag og þó svo að ég segi það sjálf þá stóðum við okkur með príði:-)
Annars er bara ekkert að frétta hjá okkur þannig að ég sendi ykkur bara kossa og knús:-)
4 kommentarer:

Anonym sa...

Hún er náttúrulega bara krútt þessi elska :-)

kv,
Gulla

Anonym sa...

jemmin hún er bara algjört æði sko...

Anonym sa...

Hvernig gengur hjá ömmunni eftir að litla fjölskyldan flutti?? :-)

kv,
Gulla

Anonym sa...


Var bara að forvitnast um fréttir og nýjar myndir. Það er allt gott að frétta hér það snjóar og snjóar;-)

Kossar og knús, kv Inga.