mandag 25. februar 2008

Peysan hans Ingólfs

kom loksins í gær og svona lítur gripurinn út. Það er sko kalt inni, þess vegna er betra að hafa húfu á hausnum:-)
Annars var ég að koma heim af námskeiðinu tegn til tale, ferlega skemmtilegt. Svo fór ég inn á netsíðu sem er íslensk og heitir TMT (teikn með tali) bara svona til að athuga hvort þetta sé eins á norsku og á íslensku. Fann það út að svo er ekki, sko sum táknin eru eins en önnur ekki. Hef einhvern grun um að Gulla systir og Villi hafi verið á einhverju svona námskeiði, en ég held að það hafi verið venjulegt táknmál.

Jæja ætla að elda tómatstafasúpu fyrir hann Aron þannig að þangað til næst, bara koss og knús frá okkur hér í útlandinu:-)

Busy kona

Það verður sko mikið að gera hjá mér þessa vikuna. Í dag er ég að fara á tegn til tale námskeið, hann Ingólfur er að fara í fermingarfræðsluna á sama tíma, veit ekki alveg hvernig hann á að koma sér þangað. Á morgun verð ég að vinna, á miðvikudaginn er starfsmannafundur í vinnunni minni, á fimmtudaginn er ég að vinna og svo eftir vinnu þá er skemmtikvöld í skólanum hjá Aroni Snæ, á föstudaginn verð ég að vinna og svo um kvöldið fer ég út að borða með þeim í vinnunni. Ég er eiginlega farin að hlakka til helgarinnar:-)

Veit ekki hvort ég var búin að segja ykkur að þann 10 mars byrja ég að vinna 100%, fyndið því síðasta haust byrjaði ég að vinna 40% svo var ég komin upp í 60% og eftir 2 vikur verð ég farin að vinna 100%. Ég verð að vinna mán. mið og föstudaga á biekuba 3 og triðjudaga og fimmtudaga á vuggestua.

Skólinn hjá strákunum byrjaði aftur í dag eftir vetrarfríið og Ingólfur fann það út að það eru bara 3 vikur þangað til að páskafríið byrjar.

Ásgeir er á fullu að undirbúa matseðilinn fyrir ferminguna hans Ingólfs, í forrétt verður fiskipaté, í aðalrétt verður antilópa, hjörtur og hreindýr og í eftirrétt verður heimatilbúinnís og súkkulaðikaka. En ef að fermingarbarnið fengi að ráða væri pizza á boðstólum:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar.

lørdag 23. februar 2008

Feðgarnir að elda

Hér er mynd af kvöldmatnum.
Ásgeir og Ingólfur sáu um að elda kvöldmatinn á þessum bænum, ég tók bara myndir:-) Að sjálfsögðu var pizza í matinn og þeir feðgar voru sammála um að þeir hafi aldrei smakkað betri pizzu:-) Svo gerðu þeir búðing í eftirrétt. Tek það fram að ég reyndi að taka góða mynd af drengnum, en hann vildi meina að þetta væri hans besta hlið:-)
En hann Aron Snær lét sér fátt um finnast og svaf bara. Hann er búinn að vera eitthvað slappur í dag þessi elska, hann var hjá honum Zilas og ég varð að sækja hann því honum var svo illt í hausnum og í maganum. Hann ældi áðan og þá leið honum aðeins betur, en stundum er maður bara þreyttur og þá er gott að sofa aðeins. Veit nú ekki hversu vel það á eftir að ganga að koma honum í rúmið á eftir, ef hann vaknar sko. En ég var með ælupest á fimmtudaginn, þannig að kannski hef ég bara smitað hann, vona að hann verði hress á morgun.

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, uppáhalds tengdamamman mín var í Danmörku um síðustu helgi og þessi elska sendi mér kaffi þaðan:-) En ég er hins vegar ekki búin að fá pakkann, þannig að ég bara sit og býð eftir kaffinu mínu. Þúsund þakkir elsku Lúlú fyrir að muna eftir mér:-)

Koss og knús frá Maju, sem á von á alvöru kaffi:-)


Hún á afmæli í dag,

hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Jóhanna, hún á afmæli í dag. Hún er 30 ára í dag, hún er 30 ára í dag, hún er 30 ára hún Jóhanna, hún er 30 ára í dag:-)) Elsku Jóhanna til hamingju með daginn.

mandag 18. februar 2008

Kvöldmaturinn


Langaði bara að sýna og segja ykkur hvað kokkurinn á heimilinu (þá er ég sko að tala um hann Ásgeir minn) er að elda fyrir okkur:-) Jebb hann er að elda : Cock au vin, á íslensku, Hana í víni:-) Það er svo góður ilmurinn af þessum rétti og ég eeeelska þennan mat. En ég veit líka að þessi matur á eiginlega bara að vera á boðstólum um helgar, en ekki á mánudegi, en þar sem hann Ásgeir minn vinnur þegar við hin erum í fríi og hann er þar af leiðandi í fríi þegar við hin erum að vinna, þá höfum við mjög oft fínan mat í miðri viku. Ég hlakka svo til að borða. Spurning um að ég vaski upp á eftir, þar sem hann eldaði matinn. Kannski læt ég bara stákana sjá um uppvaskið:-) Held að ég geri það bara, miklu auðveldara fyrir mig.
Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, við fengum boðskort í brúðkaup í dag. Hann Bjarni og hún Kristín ætla að gifta sig þann 12 apríl, en því miður komumst við hjónin ekki í brúðkaupið, þar sem að við erum sjálf að fara að ferma 3 vikum seinna. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hann Bjarni sonur Binna og Möggu, sem er móðursystir hans Ásgeirs.
Koss og knús frá Maju sem er að fara að borða: Cock au vin:-)

søndag 17. februar 2008

Góðan daginn

Þá er kominn sunnudagur, sem ég hélt að hefði verið í gær, þannig að ég "græddi" einn extra dag:-) Ekki slæmt það.

Ásgeir fór í vinnupartý á mánudaginn og var farið með bátnum til Danmerkur og komið heim aftur á þriðjudeginum. Hann spurði okkur hvað hann ætti að kaupa fyrir okkur, valið var mjöööög einfalt: M&M´s og Skittles:-) Hér fæst nefnilega ekki svoleiðis gúmmilaði, því miður eða ætti ég kannski að segja eins gott? Svo langaði mig í ilmvatn, sem ég fékk:-) og svo keypti hann sígarettur fyrir mig líka, lánið leikur sko alveg við mig.

Ég er ekki ennþá búin að heyra neitt frá sjúkrahúsinu um það hvenær ég á að fara í aðgerðina, er að hugsa um að hringja á morgun og reka á eftir þessu. Ég byrja nefnilega að vinna 100% þann 10 mars og væri alveg til í að vera búin að þessu fyrir þann tíma. En við sjáum til hvað gerist, er eiginlega að verða geðveik á þessu, mér er nefnilega svo illt að ég á erfitt með að sofa og illa sofin María Dröfn er bara ekkert lamb að leika sér við:-)

Ég er afskaplega lélég þessa dagana að taka myndir, gleymi myndavélinni þegar ég fer eitthvað og fatta ekki fyrr en of seint að taka myndir þegar eitthvað gerist hjá okkur:-) Skal reyna að taka mig aðeins á.

Komst að því á föstudaginn að gemsinn minn er bara góður, Aron Snær lánaði hann, þegar hann fór til Zilas og hann missti símann í læk. Ekki fattaði drengurinn að taka batteríið úr gemsanum, þannig að þegar hann kom heim var síminn rennandi blautur og ekki alveg að virka eins og hann á að gera. Ég tók hann því í sundur og þurrkaði hann, hugsaði með mér að ég yrði sennnilega að kaupa mér nýjan, en nei nei þegar hann var orðinn þurr setti ég hann saman aftur og hann svínvirkar:-) En Aron vill ekki lána hann aftur, ég týni honum bara mamma ef ég er með hann...:-) Hann er sko ekki vanur að hugsa svona þessi elska, eiginlega er honum bara alveg sama hvort hann týnir einhverju eða eyðileggur eitthvað.

Koss og knús frá Maju sem ætlar að fara út og reykja dönsku retturnar sínar:-)

lørdag 16. februar 2008

Bara fyndið:-)

Var að lesa á db.no að löggan í Rogalandfylki hefði fengíð ábendingu um undarlegt akstuslag ökumanns nokkurs. Löggan fór og tékkaði á þessu, þá kom það í ljós að ökumaður (eða kona) bílsins var kona sem var fædd árið 1918, og ekki varð undrun lögreglumannanna minni þegar þeir fundu áfengislykt af konunni. Jebb tæplega 90 ára gömul kona blindfull að keyra:-)

Annars er ekkert að frétta hjá okkur, Ásgeir er á leiðinni heim, Glipp er búið að vera lokað í 2 vikur vegna breytinga og þeir opnuðu aftur í dag. Strákarnir eru komnir í vetrarfrí, endalaus hamingja hjá þeim:-) Svo missti Aron Snær tönn í dag, hann er að vona að tannálfurinn gefi honum 50 kall, en ég veit ekki hvort álfurinn eigi pening, spurning hvort að krakkinn taki kort:-)

Fékk sms frá henni Gullu systur áðan, allt gott að frétta frá Namibíu, nema að það er búið að vera rigning og þrumur og eldingar hjá þeim.

Koss og knús frá Maju og tannálfinum

fredag 8. februar 2008

Annar í afmæli

Þetta er hann Aron minn, hann er að sýna Christoffer eitthvað í tölvunni. Aron er voðalega hrifinn af Christoffer, fékk hann til að segja kannski við því að þeir tveir fari saman í bíó bráðum. Ég benti Christoffer á það að í Arons orðabók þýðir kannski já:-) En samt gaman að sjá þá tvo spjalla saman, eða Aron talar og hinn hlustar:-)
Hér er mynd af einkadótturinni og tengdasyninum honum Christoffer.

Og hér er svo mynd af afmælisbarninu, hann vildi ekki að ég væri að taka mynd af honum, en þar sem ég er evil þá auðvitað tók ég mynd og skellti henni inn á netið:-) Hann var í munnlegu söguprófi í dag drengurinn og fékk 6:-) (tek það fram enn og aftur að í Norge er ekki gefið hærra en 6, bara svona til að fyrirbyggja allan miskilning:-))
Ætti eiginlega að taka mynd af mér og skella hér inn, geri það seinna, ég er nefnilega úrvinda úr þreytu, var að vinna í dag, og ekki bara þurfti ég að passa börnin "mín" í leikskólanum, heldur þurfti ég að standa í eldhúsinu þar í 3 tíma og laga lapskaus. Það þýðir að við þurftum að skræla 12 kg. af kartöflum, 6 kg. af gulrótum og 3 kg. af rófum og skera allt í bita, fullt af blómkáli, brokkolí og púrrlauk þurfti líka að skera í bita. Og síðast en ekki síst þurfti að skera 3,5 kg. af middadagspølse niður. Við vorum 2 sem gerðum þetta allt og svo þurftum við auðvitað að standa og hræra í gumsinu, og ég get sko sagt ykkur að það var ekki auðvelt verk. En mikið rosalega var þetta góður matur:-) Svo kom frúin heim og þá braut ég saman þvott, setti í þvottavél, tók til í eldhúsinu, bakaði brauðstangir, skúraði eldhúsgólfið og tók svo aftur til þar, eftir baksturinn sko. Laaaangt síðan ég hef verið svona "dugleg" húsmóðir og það verður sjálfsagt langt þangað til næst:-)
Las á mbl.is að það er alveg brjálað veður á Íslandi, fólki ráðlagt að halda sig inni og allt, af og til sakna ég veðursins þar, því hér verður eiginlega aldrei svona vont veður. Að vísu var stormurinn Tuva eitthvað að bögga okkur um daginn, en það varð ekki svona brjálað veður hér í Vennesla eins og er á klakanum núna.
Koss og knús frá Maju sem er þreytt gömul kona í dag.

tirsdag 5. februar 2008

Saltkjöt og baunir:-)

Jebb frúin er að sjóða saltkjöt og baunir, það eru sko 5 ár síðan ég fékk svoleiðis góðgæti síðast. Ásgeir borðar ekki svona gúmmilaði, Ingólfur heldur að hann borði þetta en Aron Snær er ekki alveg viss, ég á nú eiginlega ekki von á því að hann vilji þetta, en hann verður að smakka:-)Annars er bara ekkert að frétta hjá okkur, grenjandi rigning og rok úti, ég er eiginlega farin að hlakka til sumarsins, en þá á ég alveg örugglega eftir að blóta hitanum og helv.... myggen. Maður er aldrei ánægður, því miður.Ingólfur fór í fyrsta fermingarfræðslutímann í gær, honum fannst þetta ekkert rosalega skemmtilegt, en hann vill meina að það sé skárra að fermast borgaralega en að fermast frá kirkjunni, því þá þarf hann sko að mæta í 5 messur til að fermast. Og það var 5 messum of mikið að hans mati. Svo fer hann aftur næsta mánudag, en mánudaginn þar á eftir er vetrarfrí svo hann fær frí þá vikuna. Ég veit að þau fara í einhverja ferð, en ég man ekki alveg hvenær það verður, svo þarf hann að gera einhver verkefni og svoleiðis. Svo á drengurinn afmæli á fimmtudaginn, amma sendi honum pening, en við foreldrarnir erum svo leiðinleg að við vildum ekki láta hann hafa peninginn í hendurnar, þannig að pabbi hans pantaði Metallica hettupeysu á hann fyrir peninginn. Læt þess getið að Ingólfurinn minn varð mjög ánægður með það:-)Man ekki eftir neinu öðru að segja ykkur, nema að á morgun erum við að fara á fund, aftur, hjá ABUP, út af honum Aroni mínum. Svo fyrir ykkur sem ekki vita, þá fór ég í rannsókn á sjúkrahúsinu á föstudaginn. Læknirinn fann góðkynja æxli í brjóstinu, þannig að innan 6 vikna, vonandi, verð ég kölluð inn og æxlið fjarlægt með skurðaðgerð. Ég hafði ekki áhuga á því að heyra hvernig þessi aðgerð fer fram, en ég veit að ég verð svæfð, svo þarf að skera skurð undir geirvörtunni og henni lyft upp, þegar læknirinn var kominn svona langt í lýsingunni, bað ég hann um að hætta. Jóhanna segir að ég fái fullt af verkjalyfjum með mér heim og ég fljóti bara um á bleiku skýji í einhverja daga:-)En ég á svo að geta farið heim samdægurs. Læt ykkur vita þegar ég veit hvenær ég fer í aðgerðina.Koss og knús frá Maju sem ætlar að éta á sig gat:-)