mandag 31. mars 2008

Kurs og ýmislegt annað

Ég var að koma heim eftir Tegn til tale kurs, ferlega gaman að læra eitthvað nýtt, en ég fann það út að maður getur sko orðið þreyttur í höndunum af að tala:-) Þetta er mynd af nýju lagi sem við vorum að læra í dag, ekki mjög auðvelt lag, en börnunum finnst svo gaman þegar við syngjum lög og notum tákn.
Hér er svo mynd af honum Aroni Snæ, hann er með heilar 40 krónur í augunum og ekkert smá skítugur í kringum munninn, hann var að borða pizzu þessi elska:-)
Ákvað að setja inn mynd af okkur hjónunum sem var tekin þegar við giftum okkur (1994) Ég er búin að sjá það að ég er ekkert smá vel gift, Ásgeir minn er búinn að sjá um allt heimilið eftir að ég var skorin, ég hef ekki þurft að gera neitt. Svo hefur hann jú þurft að vinna líka og til að kóróna allt þá fékk hann hálsbólgu og er bara búinn að vera slappur. En ég hef haft það eins og prinsessa, eina sem hann vill ekki gera fyrir mig er að fara út og reykja, það er mikið sem er lagt á mig:-)

Aron er að horfa á Næturvaktina, djö.... hvað ég get alltaf hlegið jafn mikið af þessu rugli, hlakka mikið til að sjá Dagvaktina þegar hún kemur út.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar.

torsdag 27. mars 2008

Aðgerð og mynd af ömmubarninu

Hér er fyrsta myndin af ömmubarninu mínu:-) Pínkulítið kríli, en það á nú eftir að stækka.

Ég er bara furðuhress eftir aðgerðina, að vísu er ég þokkalega bólgin og marin, en það á eftir að jafna sig. Ég var komin heim klukkutíma eftir að ég vaknaði, fór með Ásgeiri að versla og var bara í góðu formi, en í gær var ég ekki alveg eins hress, en það er bara eðlilegt. Læknirinn sem skar mig hringdi í mig í gærmorgun bara til að heyra hverning ég hefði það, og samkvæmt honum þá er það alveg eðlilegt að finna til og vera bólgin þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. En það er víst bannað að vera með hringi á fingrunum þegar maður fer í aðgerð og ég gat ekki náð þeim af mér sjálf, þannig að þegar það var búið að svæfa mig voru þeir fjarlægðir og ég er frekar nakin á höndunum og marin:-) En að vísu þá fæ ég marbletti út af engu.

Páskaeggin smökkuðust bara vel, enda ekkert sem er eins gott og íslenskt súkkulaði:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar.

lørdag 22. mars 2008

Snjómokstur og sorg

Svona leit bíllinn okkar út í morgun kl 9 þegar við fórum út. Það tók dágóðan tíma að moka hann út, en það hafðist á endanum:-)
Hér er Aron ofursterki að hjálpa mér að moka bílastæðið betur, það var gott að fá smá hjálp frá honum. Þegar við vorum búin að moka þokkalega mikið var brunað niður í sentrum, það átti sko að sækja pakkann frá bestu ömmu í heiminum. En hvað haldið þið, helv..... pósthúsið er lokað í dag og opnar ekki aftur fyrr en á þriðjudag:-( ég varð ekkert smá fúl, en það er ekki mikið við þessu að gera. Þannig að þegar þið hin eruð komin með ógeð á páskaeggjum, þá byrjar veislan hjá okkur. Ég sé að ég þarf að kaupa norsk ómerkileg páskaegg fyrir strákana og svo fá þeir bara íslensk alvöru egg tveimur dögum seinna.

Koss og knús frá Maju sem er fúl, en vonar að hún fái ekki fúlegg:-) á þriðjudaginn

fredag 21. mars 2008

Föstudagurinn langi

Og hér snjóar ennþá:-) Svona var pallurinn hjá mér í morgun. Eins gott að við vorum ekki búin að setja sumardekkin undir bílinn, við vorum sko að spá í að gera það, enda héldum við að sumarið væri komið:-)
Hér er mynd sem ég tók fyrir 3 dögum, smá breyting.

Ég var að tala við Lúlú áðan, hún er að undirbúa fiskiveislu sem verður í kvöld. Væri sko alveg til í að vera hjá henni núna, það er nefnilega alltaf svo góður matur hjá henni:-)

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, við hjónin erum bara búin að liggja í leti í dag og horfa á sjónvarpið, Aron er hjá Zilas og Ingólfur er örugglega hjá Stian. Ég ætti eiginlega að koma mér út og moka bílinn út, en ég er bara ekki að nenna því, vakna bara snemma í fyrramálið því ég verð auðvitað að fara á pósthúsið og sækja pakkann:-) Eitthvað eru drengirnir mínir undarlegir, þeir voru nefnilega báðir handvissir um að páskaeggin ætti að borða á skírdag, en auðvitað verða þeir að bíða þangað til á sunnudag:-)

Koss og knús frá Maju sem býr í snjóhúsi (eða næstum því:-))

torsdag 20. mars 2008

Langaði bara að sýna ykkur

hvernig útsýnið af pallinum há mér er núna, þessi mynd er tekin áðan og sýnir sama útsýni og þegar áreksturinn varð hér í fyrradag (sjá mynd í fyrra innleggi). Það bara snjóar og snjóar hjá okkur, en þegar ég vaknaði í morgun var sól og blíða en um kl. eitt byrjaði að snjóa. Mjög svo blautur og þungur snjór, ekta snjókalla snjór:-) Kannski ég fari út á morgun með Aroni og við búum til eins og einn páskasnjókall.
Koss og knús frá Maju

Pakki kominn:-)

Á þessu heimilinu hafa verið miklar áhyggjur af því undanfarið, hvort besta amman í öllum heiminum sendi börnunum páskaegg, allir krakkarnir hafa veið að masa í okkur um að hringja í ömmu og athuga stöðu mála. En við foreldranir höfum bent þeim á að það sé nú bara dónaskapur að hringja og tékka á þessu. Svo loksins í gær kom þessi kvittun frá pósthúsinu, besta amman sendi okkur pakka, en við getum auðvitað ekki farið fyrr en á laugardaginn að ná í hann, þannig að við vitum ekki hvað leynist í honum, en krakkarnir eru alveg handviss um að það séu páskaegg. En svo mikið veit ég að hún elsku tengdamamma mín sendi mér kaffi:-) Það stendur sko á miðanum. Elsku Lúlú þúsund þakkir fyrir að muna eftir okkur, ég hlakka mikið til að sækja pakkann og skoða innihaldið í honum:-)Ég varð auðvitað að taka mynd af þessari eftirlengtu tilkynningu.
Í fyrradag varð árekstur hér fyrir utan hjá okkur og Maja myndasmiður varð auðvitað að taka mynd af þessu, en ekki hvað:-) Það voru sko græni og rauði bíllinn sem keyrðu á hvern annan, eða réttara sagt bílstjórarnir, en það urðu sem betur fer engin slys á fólki og ekki heldur á bílunum því þeir voru ökufærir eftir þetta.

Ég var í brjáluðu húsmæðra kasti í gær, tók til og gerði fínt og svo til að kóróna kastið mitt bakaði ég pönnukökur (norskar að sjálfsögðu) fyrir strákana og hann Zilas, sem var í heimsókn hjá Aroni. Svo fékk Aron að gista hjá Zilas, Ásgeir keyrði þeim heim til Zilas, hann er nefnilega fluttur alla leið til Samkom, það tekur svona 10 mín að keyra þangað. Svo er hann Zilas að verða bróðir, ekkert smá skemmtilegt, Aron er alveg í skýjunum, hann er sko að verða frændi eða eiginlega bróðir líka, því þeir vinirnir eru sko hálfbræður:-) að eigin sögn, stundum eru þeir ekki alveg OK.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)

mandag 17. mars 2008

Krossgáta

Ég keypti mér blað í dag, norsk ukeblad, og þessi krossgáta fylgdi með. Ég hef aldrei áður séð svona stóra krossgátu. Ég setti eitt blátt egg við hliðina á krossgátunni bara svona til að þið getið séð hversu ferlega stór hún er:-) Hlakka til að reyna við hana þessa, en á nú ekki von á því að ég geti klárað hana, en alltaf gaman að prófa.
Svo varð ég auðvitað að kaupa mér páskaliljur:-) Annars á ég nú ekki mikið af páskaskrauti, þannig að allt sem er gult er kult:-)

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur hér í Norge, Ásgeir grillaði fyrir okkur í gær, fyrsta grillveislan árið 2008, en það voru nú bara pylsur sem rötuðu á grillið í þetta skiptið, verður sjálfsagt eitthvað flottara þegar líða fer á vorið:-) Var að smsast við hana systur mína í gær, þau eru með gesti frá Íslandi í heimsókn, í gær voru þau stödd í Etosa, sem ég er alveg viss um að er þjóðgarður einhverstaðar í Namibíu og þau voru líka að grilla:-) En það voru sko ekki bara pylsur á grillinu hjá þeim, heldur svínakjöt og lamb líka, flott skal það vera, hefði alveg verið til í að vera með þeim þarna, en ég var bara með þeim í huganum:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar


lørdag 15. mars 2008

Páskafrí:-)

Já, ég og strákarninr mínir erum sko komin í laaangt páskafrí og af því tilefni vildi ég sýna ykkur páskaungann sem hann Aron Snær prjónaði (með smá hjálp frá mér) Er hann ekki flottur? Alveg er það merkilegt að hann Aron Snær skuli hafa þolinmæði í að prjóna og hekla, honum finnst það svo gaman, stundum sitjum við mæðginin saman fyrir framan sjónvarpið með handavinnuna okkar og höfum það notalegt:-)
Þetta var útsýnið á pallinum hjá mér klukkan 8 í morgun, alveg yndislegt:-) Vona að veðrið verði svona næstu dagana.

Ég er loksins komin með dagsetningu á aðgerðina, ég fer þann 25 mars, þannig að ég á ekki von á því að mæta aftur í vinnu fyrr en 7 apríl. Ég get ekki beðið, það verður sko gott að losna við þetta drasl.

Ég er búin að vera að vinna eins og geðsjúklingur þessa vikuna, hef tvisvar sinnum þurft að mæta kl 6, þá vorum við með páskamorgunmat fyrir börnin og foreldrana. Svo eru svo margar í vinnunni búnar að vera veikar og við höfum bara einn vikar, þannig að við sem höfum mætt í vinnu þurfum þar af leiðandi að gera ennþá meira en við eigum að gera.

Á mánudag og þriðjudag voru foreldrafundir hjá strákunum, Ingólfurinn minn er að sjálfsögðu fyrirmyndarnemandi sem nennir ekki að leggja of mikið á sig:-) Hann er búinn að sjá það að þegar hann gerir ekkert fær hann 4 á öllum prófum, þannig að ég er að reyna að fá hann til að leggja aðeins meira á sig og þá fær hann kannski 5 eða 6, en við sjáum til hverning það fer. Annars er hann með 5 í ensku, hann fékk 6 í sögu og í öllum hinum fögunum er hann með 4. En þá að honum Aroni mínum, ég get nú ekki sagt að hann sé að brillera í skólanum, en hann reynir þessi elska. Annars höfum við verið að prufa ný lyf hjá honum þetta árið og það hefur ekki gefið góða raun, þannig að allar kannanir sem hann hefur tekið eru eiginlega marklausar. Ég held að ég hafi sagt það hér áður að börn í norskum skólum byrja ekki að taka próf fyrr en í 8 bekk, enda má ekki leggja of mikið á þessar elskur og meira að segja krakkar eins og Aron geta farið í gegnum barna- gagnfræða og menntaskóla án þess að þurfa að taka próf, takk fyrir. Menntakerfið hér er ekki alltaf til fyrirmyndar, en ekki mikið sem ég get gert til að breyta því:-)

Koss og knús frá Maju sem er komin í frí:-)

søndag 9. mars 2008

Grár sunnudagur

Það er rigning og þoka hjá okkur í dag, ekkert spennandi, en kaffið hjálpar:-) Annars er bara allt við það sama á þessu heimilinu, ég og Aron Snær vorum farin að sofa um kl 1o í gærkvöldi og vöknuðum þar af leiðandi mjög hress snemma í morgun. Hann er búinn að vera að horfa á barnaefnið og Skippy. En hann er að býða eftir að komast í tölvuna til að spila Habbo, ég veit ekki alveg hvað það er en hann virðist vera snillingur í því spili. Ég er alltaf að minna hann á að það er stranglega bannað að gefa upp nafn, aldur og heimilisfang á netinu. Enda veit maður aldrei hvaða pervertar eru á svona barna síðum.

Koss og knús frá Maju og Aroni óþolinmóða

lørdag 8. mars 2008

Frábær laugardagur:-)

Við fórum í bæinn í dag og ég keypti gul kerti og þetta flotta blóm (en spurningin er hversu lengi ég held lífi í því) það eru nefnilega að koma páskar og ég er búin að finna það út að ég á ekkert páskaskraut, því miður. En á hinn bóginn þá eru páskar í mínum huga eignilega bara langt frí:-) Ásgeir bakaði svo ekta franska súkkulaði köku fyrir okkur, geggjuð kaka. Svo eldaði ég kvöldmatinn, heimatilbúin pizza og brauðstangir (með smá hjálp frá peppes pizza, ég keypti sko svona pizzablöndu frá þeim, þurfti bara að setja vatn útí og svo bara vola komið þetta flotta pizzadeig:-)) Þetta er hann Aron minn að setja myndir í ramma, hann ætlar svo að hengja rammana upp í herberginu sínu.
Og hér er hann Ingólfur minn, eitthvað slappur, en hann getur nú samt lesið sænska brandara, við eigum sko eina bók um það hversu vitlausir Svíar eru í augum Norðmanna og svo eigum við aðra bók um það hversu vitlausir Norðmenn eru í augum Svía (fengum þá bók í jólagjöf eitt árið frá Dodda og Piu)

Koss og knús frá Maju sem er búin að borða yfir sig í dag:-) eins gott að ég má alveg við því

onsdag 5. mars 2008

Og þá var kátt í höllinni:-)

Hér er mynd af innihaldi pakkans góða frá henni Lúlú. Fullt af nammi og kaffi og svo læddist eitt stk. BB með:-) Elsku Lúlú, þúsund þakkir fyrir okkur. Það er sko engin eins frábær og amma, sagði Ingólfur þegar við opnuðum pakkann og það er sko alveg satt hjá honum.

Koss og knús frá Maju sem er að borða lakkrís.

Kaffið komið:-)

Loksins fékk ég tilkynningu um að kaffið mitt, sem hún tengdamamma mín sendi mér fyrir 3 vikum, væri komið á pósthúsið. Þannig að hann Ingólfur minn ætlar að sækja það fyrir mig þegar hann er búinn í skólanum:-) En mikið finnst mér það hafa tekið langan tíma fyrir kaffið að komast á leiðarenda, það var sko sent frá Danmörku 15 febrúar og kom hingað í gær. Það er nú ekki eins og það sé ferlega langt á milli Danmerkur og Noregs.

Það varð uppi fótur og fit á heimilinu í gærkveldi, allt í einu mundum við að Aron var að fara í smá leiðangur með bekknum í dag og það voru engar pylsur til á heimilinu. Þannig að við brunuðum niður í sentrum og keyptum grillpylsur fyrir hann, ég gleymdi þó að kaupa kex fyrir drenginn og hann var sko ekki ánægður með mömmu sína. Það taka allir kex með og svo kem ég ekki með neitt sagði hann og var ferlega fúll, en ég nennti sko ekki að fara aftur í búð bara til að kaupa einn kexpakka. Þannig að hann varð að láta sér nægja að hafa bara pylsur með sér í þetta sinn.

Ég var á námskeiði í allan gærdag, mjög skemmtilegt, en þreytandi að sitja í marga klukkutíma og hlusta á eina konu tala. En sem betur fer hafði hún frá mörgu skemmtilegu að segja:-) Þetta námskeið heitir Skal-skal ikke, og er sameiginlegt námskeið fyrir alla þá sem vinna í leikskólum í Vennesla. Svo er foreldrafundur í leikskólanum í kvöld og ég þarf að vera þar. Mér finnst ég alltaf vera á fundum eða á námskeiðum, það sem af er þessu ári hef ég verið á 12 fundum eða kursum og ég er bara að vinna í leikskóla:-)

Koss og knús frá Maju sem hlakkar til að fá sér kaffi:-)

søndag 2. mars 2008

Veðurfar og verðlag

Eins og þið sjáið eru trén farin að lifna við eftir veturinn, sem hefur bæ ðe vei ekki verið sérlega harður þetta árið:-) Einhver sagði mér að þegar veturinn hefur verið mildur verður sumarið einstaklega hlýtt, ég vona það því það var sko ekki mikið sumar í fyrra, eiginlega bara rigning og leiðindi. Þannig að við eigum það svo sannarlega skilið að fá mikið af sól og hlýjindum:-)

En þetta með verðlag á fötum, ég fór út á föstudaginn, eins og þið vitið og auðvitað þurfti ég að kaupa mér einhverja fatalappa. Leið mín lá í Cubus, þar var ekki útsala en svona superhelg, þá er fullt af fötum á tilboði. Ég keypti mér 2 pils (roðn) og einn bol, fyrir þetta borgaði ég 68 kr. en fullt verð var 627 kr. Munurinn var upp á heilar 559 kr. Hvernig er þetta hægt? Annað pilsið kostaði upphaflega 249 kr. en ég borgaði 30 kr. fyrir það, hitt pilsið kostaði 199 kr. en ég borgaði bara 19 kr. og fyrir bolinn mátti ég út með 19 kr. en á fimmtudaginn kostaði þessi sami bolur 179 kr. Hvernig er álagningunni á fötum háttað þegar það er hægt að selja þetta svona ódýrt? Ekki hefur Cubus grætt mikið á þessari verslunarferð minni, en ég hins vegar kom út í blússandi +. Þannig að ég er svo sem ekki að kvarta neitt, en fór bara að hugsa um þetta því ég borgaði bara rúmlega 10 % af upphaflega verðinu. En ég elska að kaupa mér föt þegar ég geri svona góðan díl:-) Ætti kannski að bæta því við að mig vantaði sko alls ekki föt, en gaman að fara í nýjum fötum þegar maður fer eitthvað út, því ég geri sko ekki mikið af því að fara út og skemmta mér.

Kossog knús frá Maju og nýju ódýru fötunum hennar:-)

lørdag 1. mars 2008

Ekkert að frétta

Það er eiginlega ekkert að frétta hjá okkur í dag, einhver gúrkutíð í gangi. Annars fór ég út að borða í gær með þeim sem ég er að vinna með. Við fórum á Bighorn steikhús, ég fékk mér bbq rif, alveg ferlega gott. Eftir matinn fórum við svo á skemmtistað, það var alveg rosalega gaman hjá okkur, mikið hlegið og mikið dansað:-)

Ég las á bloggum systkina minna að það er ótrúlegur munur á veðrinu hjá þeim þessa dagana. Hjá Gullu eru þrumur og eldingar og meira að segja haglél, en hjá honum Dodda er lóan komin:-) Hér hjá okkur snjóaði aðeins í nótt (þegar ég var að koma heim eftir skrallið) annars var sko grenjandi rigning í gær þegar ég mætti í partýið sem við héldum í leikskólanum áður en við fórum út að borða, ég varð rennandi blaut á þessari stuttu vegalengd, ég fann sko enga regnhlíf, veit samt að við eigum þó nokkrar.

Ég og Aron fórum á skemmtikvöld í bekknum hans á fimmtudaginn, það var alveg rosalega gaman hjá okkur. Það var farið í spurningarkeppni og ýmsa leiki, svo var boðið upp á kaffi og kökur.

Koss og knús frá Maju sem hefur bara ekkert að segja ykkur:-)