søndag 28. desember 2008

Jæja þá er það vinna á morgun

Fattaði að ég hafði gleymt að þakka ykkur fyrir jólagjafirnar sem við fengum (roðna niður í rass... af skömm) En takk fyrir okkur, hér flóði allt í nammi, DVD myndum, nokkrar bækur slæddust með (mér til mikillar gleði) og þessi fallegi jóladúkur sem hún systir mín hafði saumað fyrir okkur. Hún er bara snillingur þessi elska:-)
Þetta er hann Aron Snær í sínu fínasta pússi, ég er sko að nota tölvuna hans Ingólfs og ég kann greinilega ekki nógu vel á hana því ég hélt að ég væri búin að snúa myndinni rétt, en það gekk víst ekki hjá mér.

Og svo er það Ingólfurinn minn, þessi mynd er tekin nokkrum mín. fyrir jól og hann er að sjálfsögðu í tölvunni á milli þess sem hann sagði pabba sínum að drífa sig að elda því hann væri orðinn svo svangur:-)


Á þessu heimilinu eru það alltaf börnin sem skreyta jólatréð, Ingólfurinn minn vildi meina að hann væri ekki barn lengur, svo þess vegna þurfti Aron að sjá um að skreyta tréð aleinn. En hann gerði það mjög vel drengurinn, eins og hans er von og vísa.
En við höfum haft það alveg rosalega gott, borðað aðeins of mikið en við máttum alveg við því.-) Lesið og borðað aðeins meira, horft á margar myndir og borðað aðeins. En á morgun tekur alvara lífsins við, frúin þarf að fara að vinna, en ég þarf nú bara að vinna í tvo daga og svo fæ ég 5 daga frí þannig að þetta reddast:-))
Svo ætlar fröken Cassandra, með fylgdarliði, að vera hjá okkur á gamlárskvöld, ég hlakka mikið til. En litla fjölskyldan var í Grimtad yfir jólin í góðu yfirlæti, nema hvað hún dóttir mín var ekki ánægð með að fá ekki jólamatinn sinn, við höfum ALLTAF svínahamborgarhrygg, en fjölskyldan hans Christoffers hefur alltaf ribbe (purusteik) En hún fær hamborgarhrygginn sinn á næstu jólum, sem betur fer:-)
Jæja nú hef ég bara ekki frá neinu meira að segja svo að ég sendi ykkur bara fullt af kossum og knúsi og enn og aftur takk fyrir okkur.-)fredag 26. desember 2008

Gleðileg jól

Smá sýnishorn af jólagjöfunum okkar
Uppáhalds tengdamamma mín saumaði þessa mynd fyrir mig


Hér er hann Ásgeir minn að elda jólasteikina


Og hér er mynd af henni Cassöndru, þetta barn er bara fallegt:-)
En við sendum ykkur bara jólakveðjur frá okkur í Norge

søndag 21. desember 2008

það eru að koma jól

Góðan daginn öll sömul hér er fröken Cassandra nývöknuð:-) Þessi elska var hjá ljósmóðurinni á miðvikudaginn og hún var orðin 5810 gr og 56 cm. þannig að það tognar úr manni
Í fallegu fötunum sem hún amma mín í Grimstad prjónaði fyrir mig.

Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur,
mamma geymir gullin þín
gamla leggi og völuskrín
við skulum ekki vaka um dimmar nætur.Gott að kúra hjá afa, þessi mynd er bara flott og minnir okkur bara á það þegar börnin okkar voru að rífa í bringuhárin á honum pabba sínum:-)
Koss og knús frá okkur í Norgemandag 1. desember 2008

Og þá er kominn desember

Aron og Cassandra, hún er orðin svo stór og búttuð, enda er alveg yndislegt að kyssa hana og knúsa.
Hér er hún með afa sínum, hann sá um að passa hana á meðan við hin skreyttum, hann horfði á Prison break og hún bara svaf á meðan. Ferlega notalegt líf.
Ekki góð mynd, en ég byrjaði aðeins að skreyta í gær, með hjálp frá Alexöndru og Ingólfurinn minn sá um jólatónlistina:-)
En þær mæðgur Alexandra og Cassandra komu til okkar í gær og litla snúllan var vakandi (svona af og til) og í góðu skapi að vanda, enda ekki annað hægt þegar jólin eru alveg að koma:-)
Hér er hún að hlusta á hann frænda sinn segja frá því hvernig jólin voru þegar hann var yngri, ein jólin þegar hann og Alexandra voru 4 og 6 ára fengu þau súkkulaðidagatal og honum fannst súkkulaðið svo gott að hann át allt súkkulaðið úr sínu dagatali 1 des. og ekki gat hann hætt svo hann borðaði allt úr Alexöndru dagatali líka:-) Sömu jólin komu 13 jólasveinar til byggða og þeir gefa öllum góðu börnunum eitthvað gott í skóinn, en drengurinn hafði verið eitthvað óþekkur svo hann fékk kartöflu einn daginn, þegar við spurðum hann hvað hann hafði fengið, var hann fljótur að svara; ég fékk súkkulaði og ég er búinn að borða það. En um vorið þegar snjórinn var horfinn fundum við kartöflu fyrir neðan herbergisgluggan hans:-) Hann er bara snillingur þessi elska.


Hér er svo hann Aron minn, vatnsgreiddur og flottur. Hann var hjá Zilas alla helgina, þannig að það var mjög rólegt hjá okkur, en hann skemmti sér vel. Zilas eignaðist bróður 22 nóv. og heitir drengurinn Sander, þannig að Aron kom heim uppfullur af uppeldisráðum um ungabörn og að sjálfsögðu deildi hann þeim með systur sinni.

En annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, það snjóar núna og það er ferlega jólalegt hjá okkur. Ég er bara í fríi, átti inni einn sumarfrísdag og ákvað bara að taka hann í dag. Svo er ég bara að hlusta á jólalögin á netinu og drekka kaffi, ferlega notalegt. Hún systir mín er að fara um borð í flugvél núna (hún fór frá Namibiu í gær og ég er bara ekki viss um það hvar hún er stödd núna) og hún lendir á Íslandi eftir 4 tíma:-)

En ég sendi ykkur bara kossa og knús héðan úr jólasnjónum