onsdag 30. april 2008

Íslenski fáninn kominn upp:-)

Hér er hann kominn upp, ég hef einhvern grun um að þjóðarstoltið hafi stigið aðeins hjá okkur við það að sjá fánann við hún:-) enda er hann bara flottur.
Hér er svo smá sýnishorn af diskunum sem hún Lúlú gerði fyrir okkur, hún er sko bara snillingur þessi kona. Við ætlum að nota diskana í fermingunni á laugardaginn. Við fórum til Kristiansand í dag, Aron og Jón fóru í klippingu, en fermingardrengurinn vildi ekki láta klippa sig, svo keyptum við servíettur og kerti og smá skraut á matarborðið.
Hér er svo ein mynd af mér, ég hef ekki verið mikið fyrir að sýna myndir af mér hér inni á blogginu, en hann Aron minn tók þessa mynd af mér á flugvellinum þegar við vorum að býða eftir Lúlú og Jóni og Steingrími og hann vildi endilega að ég setti hana inn.
Hér er svo mynd af Ingólfinum mínum, Lúlú, Jóni og honum Aroni, við vorum að borða Taco (ég eldaði sko:-))
Þetta er hann Aron minn, ég hefði kannski átt að taka mynd af honum í dag, svona ný klipptum og flottum, en hann er alltaf flottur þessi elska. Hann ætlar að gista hjá ömmu og afa í nótt (þau leigja hús hér í Vennesla á meðan þau eru hjá okkur) og hann hlakkaði ekkert smá mikið til, það er sko ekki oft sem hann getur sofið hjá þeim, þannig að þetta var spennandi. Og svo er baðkar í húsinu hjá þeim, við erum bara með sturtu, og gæjinn ætlaði sko að fara í bað:-)

Koss og knús frá okkur öllum:-)

mandag 28. april 2008

Smá fréttir af okkur

Ég er búin að vera einstaklega löt við að skrifa blogg síðustu vikuna, ég hef bara verið að vinna svo mikið og verið þreytt á kvöldin, þannig að bloggið hefur setið aðeins á hakanum, en núna skal ég reyna að bæta úr því:-) Ég fór með leikskólanum tvisvar sinnum í Dyreparken í síðustu viku, það var skemmtilegt í fyrra skiptið, en ekki alveg jafn gaman í annað skiptið. En börnin skemmtu sér og það er jú fyrir mestu. Þetta er mynd af uppáhaldsdýrinu mínu, ég elska gíraffa, ferlega furðulegar skepnur, en fallegar.
Þetta er sko ekki eitt af mínum uppáhöldum, ég hata slöngur en varð að taka mynd af henni þessari, ég veit ekki hvaða tegund þetta er, en stór og ógeðsleg er hún.
Þetta eru flottir fuglar, enda eru þeir bleikir:-)
Það eru sko komin ljón í Dyreparken, 4 stykki hvorki meira né minna.
Og fyrir þá sem ekki vita, þá bíta ljón!! Það eru svona skilti í kringum allt búrið sem þau eru í, eins og einhver fari að reyna að klappa þeim:-) En maður veit jú aldrei, þannig að allur er varinn góður.

Lúlú og Jón og hann Steingrímur komu í gær, voðalega gott að sjá þau. Því miður virðist veðrið ekki ætla að leika við okkur þessa vikuna, hér er rigning og þoka og svoleiðis á það að vera fram á föstudag. En það er ekki mikið sem ég get gert við því. Friðlaugur kemur á fimmtudaginn og Ása, Finn og Simon koma á föstudaginn. Ég og Ásgeir erum komin í vikufrí, en strákarnir þurfa að vera í skólanum í dag, morgun og á miðvikudaginn, þeir eru svoldið fúlir yfir því, en svona er lífið:-) Hún tengdamamma mín kom með matardiska sem hún bjó til fyrir okkur, þeir eru alveg ferlega flottir, tek mynd á eftir og set inn til að sýna ykkur. Þau voru varla komin út úr flugvélinni þegar Aron Snær vildi vita hvort að þau hefðu ekki alveg örugglega tekið með sér íslenskt nammi!! Þeir bræður eru nefnilega búnir að tala um nammi í nokkrar vikur, en eins og ömmunni er einni lagið tók hún að sjálfsögðu með sér gotterí:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)

lørdag 19. april 2008

Bæjarferð

Þegar það er komið vatn í gosbunninn er komið vor í Kristiansand:-) Þessi gosbrunnur er alveg roslaga flottur, á veturnar hann fullur af logandi kertum og á sumrin er hann fullur af vatni.
Mig langaði bara til að sýna ykkur myndir af lífinu í bænum, það var sko fullt af fólki í dag, enda var veðrið alveg yndislegt, sól og blíða. Þetta var fyrsti dagurinn árið 2008 sem hægt var að vera úti án þess að vera í jakka, ég vona að þetta verði ekki sá síðasti:-)
Ég vona að þessum sé sama þó svo að mynd af þeim hafi endað á blogginu mínu.
Hér er svo ein mynd af henni Alexöndru minni, þetta varð sko fjölskylduleiðangur hjá okkur í dag, nema hann Ásgeir minn var ekki með, hann varð að vinna til kl 4. En við settum okkur úti hjá Glipp og fengum okkur kaffi og íste á meðan við biðum eftir honum.
Við keyptum jakkaföt fyrir Ingólfinn minn í dag, það var sko ástæðan fyrir því að við fórum í bæinn. Hann valdi sér svört föt, eiginlega vildi hann hafa svarta skyrtu og svart bindi líka, en sem betur fer fengum við hann ofan af því. Þannig að hann verður í grárri skyrtu og með bleikt bindi og bleikan vasaklút í vasanum:-) Þetta eru bara alveg ferlga flott föt sem við keyptum, en ég fékk hins vegar væga heilablæðingu þegar ég borgaði fyrir herlegheitin, 1900 nkr. en sem betur fer er Ásgeir meðlimur í Dressman klúbbnum svo að ég þurfti bara að borga 1550. En á meðan drengurinn er ánægður þá er ég ánægð. Ég keypti mér eitt pils og einn bol í dag, en ég er ekki búin að finna föt á mig fyrir ferminguna, verð að fara að gera það. Svo keypti ég skó á hann Aron minn og tuniku á hana Alexöndru, en hann Ásgeir minn fékk ekkert:-) En þetta var bara alveg yndislegur dagur hjá okkur í dag, en ég hefði kannski átt að smyrja okkur með sólarvörn áður en við fórum út þar sem það var sko steikjandi sól, man það bara næst.-)

Koss og knús frá okkur öllum hér í sólinni:-)


onsdag 16. april 2008

Að vera fatlaður

er ekki auðvelt og ég vissi ekki einu sinni að hann Aron Snær væri það. Ég var sem sagt á fundi í dag hjá ABUP og ég talaði við konuna sem er yfirlæknir þar. Hún notar þetta orð yfir börn eins og hann Aron, því það að vera með ADHD og tourett er að vera fatlaður, en það er enginn sem getur séð það á honum að hann sé það. Ég fæ alltaf tár í augun þegar hún segir þetta, því ég hef aldrei litið á hann sem fatlaðan. Nema kannski út af fætinum á honum (hann var fæddur með klumbufót) það er í mínum augum að vera fatlaður, en ekki það að vera með Tourett og ADHD. En hún segir að skilgreininign á fötluðum einstaklingum sé sú, að stundum getur þú séð fötlunina á þeim og stundum ekki, en það er ekki þar með sagt að fötlunin sé ekki til staðar. En það er alveg ferlega gott að tala við þessa konu, ég má alveg segja að ég sé þreytt á Aroni, að ég væri alveg til í að hann þyrfti ekki að gera heimavinnu (það tekur langan tíma að fá hann til að setjast niður og byrja) eiginlega má ég segja það sem mér finnst um hann og fötlunina hans, án þess að hún dæmi mig. Enda er ekki auðvelt að eiga svona barn, en við elskum hann alveg ferlega mikið:-)

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, við erum búin að kaupa ferðatölvu fyrir Ingólfinn minn í fermingargjöf, það var sko það sem hann vildi fá. Annars vill hann bara fá pening í fermingargjöf, ekki spyrja mig hvað hann ætlað að eyða honum í, en sjálfsagt eitthvað viturlegt;-) ef ég þekki kauða rétt.

Koss og knús frá okkur hér í Vennesla

søndag 13. april 2008

Það þarf ekki mikið til að gleðja mig:-)

En mikið gladdi þetta mig, ég sá sko í botninn á óhreinatauskörfunni áðan:-) Og það er sko langt síðan síðast. Þetta var svo merkilegur atburður að ég varð að taka mynd og setja inn hér.

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, en það er sko búið að vera ömurlegt veður hjá okkur um helgina, rigning og haglél, takk fyrir. Fékk sms áðan frá henni systur minni í Afríkunni og þau eru sko búin að kveikja upp í grillinu og eru að fara að grilla eitthvað ferlega gott, ég hins vegar bíð eftir sumrinu hjá okkur svo að Ásgeir geti farið að grilla á tryllitækinu okkar:-)

Við erum búin að finna fermingargjöfina fyrir fermingardrenginn, svo ætla ég að fara með krakkana í bæinn á föstudaginn eða laugardaginn og kaupa föt á þau. Það verða jú allir að vera í sínu fínasta pússi á svona merkisdegi:-)

Síminn er kominn í lag, loksins, loksins, segi ég nú bara, það var einhver bilun eða eitthvað á símalínunni hjá okkur svo við gátum ekki notað heimasímann, en netið hefur alveg virkað. En núna er það sem sagt komið í lag:-)

Koss og knús frá Maju, sem á tóma óhreinatauskörfu (í dag að minnsta kosti)

onsdag 9. april 2008

Svo sem ekkert að frétta

Jæja, það er nú svo sem ekki mikið að frétta hjá okkur í Vennesla þessa dagana. Ég er byrjuð að vinna aftur á fullu:-) loksins, en mikið rosalega er ég þreytt eftir daginn, eiginlega er ég bara örmagna. Á morgun er ég svo að fara á kurs í Skal-skal ikke, þetta er síðasti kursdagurinn og ég vona að eitthvað af því sem ég hef lært eigi eftir að nýtast mér í vinnunni minni, eins gott eiginlega að það geri það því þetta er víst rándýrt námskeið:-) En ég þarf ekki að borga það sjálf.

Ásgeir er að fara til Íslands þann 21 maí, til að hjálpa mömmu sinni með útsriftarveisluna, hann kemur heim aftur þann 27. Mikið svakalega er dýrt að fljúga til Íslands, farið fyrir hann kostar 4500 nkr. sem er mikið. Þetta var sko það ódýrasta sem við fundum. Aron og Ingólfur vilja báðir fara með honum, en það verður ekki að þessu sinni.

Ingólfur eldaði matinn á heimilinu í gær, hann átti sko að gera það, þetta var heimalærdómurinn hans í heimilisfræði. Hann eldaði norskar kjøttkaker með sósu og í eftirrétt bakaði hann Ekta franska súkkulaði köku. Rosalega gott hjá honum, Ásgeir ætlaði sko að hjálpa honum með þetta en það fékk hann ekki. Ingólfur átti að gera þetta allt sjálfur og svo átti hann líka að ganga frá eftir sig:-) sem hann að sjálfsögðu gerði (en hann óskaði þess að við værum með uppþvottavél svo hann þyrfti ekki að vaska upp). Ég gleymdi að taka mynd af þessu hjá honum, en hann var mjög vígalegur í eldhúsinu, þessi elska.

Annars er bara allt gott að fréta af okkur, ég er ennþá frekar mikið kvefuð og held vöku fyrir honum Ásgeir mínum á nóttunni (ekki viljandi þó) með því að hósta alveg út í eitt.

Koss og knús frá Maju og genginu hennar:-)

fredag 4. april 2008

Myndir

Ég fór áðan að sækja hann Ásgeir minn í vinnuna, en ég þurfti sko að labba niður í sentrum til að sækja bílinn og auðvitað tók ég hana Stellu (bleiku myndavélina mína sko) með mér og ákvað að taka mynd af leikskólanum sem ég er að vinna í, hann heitir Snømyrabarnehage. Það tekur mig nákvæmlega 4 mín. og 36 sek. að labba í vinnuna mína, já ég hef sko tekið tímann:-)
Þetta er mynd af Vuggestua, það er sko sér deild fyrir litlu börnin, ég er að vinna þar líka:-)
Þetta er kallað kæru vinir að sjá ekki í skóginn fyrir trjám:-) og þarna lengst niðri á myndinni er Vennesla sentrum.
Þetta er Dómkirkjan í Kristiansand, alveg ferlega falleg kirkja. Ásgeir er að vinna á veitingastað sem er við hliðina á kirkjunni. Mig alveg dauðlangaði til að taka mynd inni á Glipp (veitingastaðurinn sem Ásgeir er að vinna á) því það er nýbúið að gera allt upp þar inni, en ég kunni ekki við það. Ég hefði örugglega litið út eins og japanskur túristi með bleika myndavél á lofti. Og á meðan ég var að þessu öllu, þá vildi svo vel til, eða réttara sagt svo illa til, að hann Aron minn var með gemsann minn, hann var að horfa á þátt í sjónvarpinu sem heitir Norske talenter og hann gerði sér lítið fyrir og kaus einhverja stráka áfram í þættinum, ekki bara einu sinni og ekki tvisvar heldur fimm, já ég endurtek fimm sinnum!! Tek það fram að þessir strákar eru ekki lengur með í þættinum:-)

Koss og knús frá Maju

Kvef dauðans:-)

Ég er orðin ekkert smá kvefuð núna, en ég vona að ég verði orðin hressari á mánudaginn því ég er að fara að vinna :-) Loksins, loksins. Að vísu var ég að vinna í gær, en það var starfsdagur í leikskólanum, yndislegt að komast út og gera eitthvað. En á mánudaginn á ég líka að fara í eftirskoðun hjá lækninum, bara til að tékka hvort það sé ekki allt í lagi með mig, eða brjóstið á mér:-)

Aron Snær er på tur með bekknum sínum, þau eru einhverstaðar í skóginum, að grilla pylsur og leika sér. Hann elskar svona tur, og hann elskar pylsur (alveg eins og pabbi sinn:-)) Ingólfur er auðvitað í skólanum, hann er búinn að vera að gera verkefni með tveimur öðrum strákum um Adolf Hitler og seinni heimstyrjöldina. Svo í dag áttu þeir að kynna verkefnið, ég vona að þetta hafi gengið vel hjá þeim. Bekkurinn hans er að fara þann 7 sept. til Póllands og skoða útrýmingarbúðir Nazista þar, þess vegna eru þau með svona verkefni. Þetta er samskonar ferð og Alexandra Þöll fór í hér um árið, allir 10 bekkingar í Norge fara í svona ferð, mjög sniðugt. Ásgeir minn er auðvitað að vinna, en ekki hvað og ég bara hangi í tölvunni:-)

Alexandra fer í sónar 5 maí og þá ætla þau að fá að vita hvort kynið barnið er, Ásgeir er alveg viss um að þetta sé strákur, en við mæðgurnar erum að vonast eftir stelpu:-) Annars er hún bara búin að vera mjög hraust, engin morgunógleði eða neitt. En hún er með rhesus -, þannig að þegar barnið er fætt verða þær báðar (eða þau bæði) að fá einhverjar sprautur út af þessu. Áætlaður fæðingar dagur barnsins er samkvæmt ljósmóður 22 sept, en ég er viss um að ég fæ barnið í afmælisgjöf þann 27 sept:-) En kannski er Alexandra sniðug og fær það sjálf í afmælisgjöf þann 4 okt. verður spennandi að sjá.

Bara svona svo að þið vitið þá er búið að færa klukkuna hjá okkur fram um einn tíma, þannig að núna erum við tveimur tímum á undan ykkur á Íslandi.

Koss og knús frá Maju og co

onsdag 2. april 2008

Ný email adresse

Ég gat ekki loggað mig inn á gamla emailið mitt, svo ég varð að búa til nýtt, það nýja er : mariaerlendsdottir@hotmail.com. Þannig að nú bara vona ég að þið öll addið mér inn á ykkar email.

Koss og knús frá Maju

Aprílgabb

Í gær var auglýsing í sjónvarpinu (hún var sko á öllum stöðvum og var sýnd í hverju auglýsingarhléi) um að norskir vísindamenn hefðu fundið upp aðferð til að fanga upp orku úti í himingeymnum. Öll orkan sem leysist úr læðingi þegar einhver stjarna springur átti sem sagt að vera hægt að fanga í þartilgert apparat. Ég var bara alveg að kaupa þessa hugmynd, eins og meginþorri norsku þjóðarinnar, en svo kom það upp úr kafinu í dag að þetta var bara aprílgabb. Stundum er fattarinn í manni ekki alveg í sambandi. En eitthvað hefur þetta gabb kostað.

Tengdamamma mín og hann Steingrímur mágur minn áttu afmæli í gær, ætla ekkert að gefa upp hversu gömul þau eru orðin:-)

Koss og knús frá Maju