torsdag 31. januar 2008

Stormurinn Tuva

Í dag hefur stormur herjað á okkur hér í suður Norge, hann hefur fengið nafnið Tuva. Ég er ekki alveg að fatta afhverju þarf að gefa stormi nafn? Síðustu helgi var stormur í norður Norge og annað hvort er hann kallaður Sindre eða Sondre, man ekki hvort það er og nenni ekki að tékka á því. Einhvern tíman heyrði ég að í USA fá allir stormar þar í landi kvenmannsnafn, en það virðist ekki vera svoleiðis hér í Norge. En til baka til Tuva, það hefur verið grenjandi rigning hér í dag, ekki svo mikill vindur, en í Kristiansand blés mikið, þakið af elliheimilinu á Gimle fauk af, engan sakaði, einhver heimili eru án rafmagns, en núna er hún Tuva að færa sig til Svíþjóðar, vona að søta bror verði ekki meint af henni:-)

Annars er bara allt gott að frétta, ég var að koma heim af vinnustaðafundi, ekkert spennandi að gerast þar, við vorum bara að gera mánaðarplan fyrir febrúar.

Við fengum bréf í dag frá lækninum um hjartalínuritið sem Aron Snær fór í, þar sem ég hef ekki læknismenntun á bakinu reikna ég bara með því að hjartað í drengum sé í góðu lagi. Ferlega bjánalegt að fá bréf með alveg ótrúlegum fjölda af skammstöfunum, einhverjum tölum sem ég fatta ekki hvað þýða og línurit. En hvergi kom það fram hvort þetta sé normalt eða ekki, en við hefðum sjálfsagt fengið að vita ef eitthvað hefði ekki verið í lagi. Honum fannst ferlega flott að eiga blað með hjartaslættinum sínum á.

Koss og knús frá Maju, sem vonar að allir krossi fingur fyrir hana á morgun:-) og sendi henni góða strauma.

tirsdag 29. januar 2008

Frétt á vísi

Ég var að lesa vísir.is áðan og þar var frétt um að á Íslandi hefðu 27 konur, á árunum 2002-2006, fengið þá greiningu á meðgöngu að barnið þeirra væri með Downs. 25 af þessum 27 ákváðu að láta eyða fóstrinu. Þetta eru rosalegar tölur, en ég vil hins vegar segja að ég skil þessar konur mjög vel. Ég veit ekki hvort að ég hef sagt það, en á Vuggestua er ein lítil stelpa sem er með Downs, það kom ekki í ljós fyrr en eftir að hún fæddist, sem er mjög skrýtið því í tillegg er hún fædd með alvarlegan hjartagalla og hefur farið í tvær aðgerðir, en læknarnir sáu ekki gallann á sónarmyndunum. En þessi litla stelpa er bara yndisleg, alltaf brosandi, er farin að skríða, standa upp og kann að segja pappa og mamma. Við starfsfólkið á Vuggestua erum svo að fara bráðum á fimm kvölda námkeið til að læra táknmál, sem við eigum svo að tala við hana á. Ég hlakka ekkert smá mikið til, því þetta er sko spennandi, en þetta er ekki venjulegt táknmál, á norsku heitir þetta námskeið Tegn til tale og er miklu auðveldara en venjulegt táknmál.

Annars er ekkert að frétta, Aron er hjá Zilas, Ingólfur hjá Stian (en ekki hvar) og Ásgeir var að enda við að elda soðnar kjötbollur með káli.

En við fórum í bíó í gær, ekki bara á eina mynd, heldur tvær:-) Við skelltum okkur sem sagt öll 4 á báðar myndirnar, og skemmtum okkur konunglega. Fyrri myndin byrjaði kl 16.30 og sú seinni var búin kl 20.45, þannig að við vorum ekki komin heim fyrr en hálf tíu og þá átti eftir að fá sér að borða, en ég held að það sé langt þangað til að ég nenni aftur að fara á svona bíó maraþon. Svo ætlar Alexandra að fara með mér á Kautokeino myndina, eiginlega hafði ég hugsað mér að fara á morgun, en ég er að vinna til hálf 4 og Ásgeir fer að vinna kl 4, það er ekki hægt að láta strákana vera eina heima og ekki get ég farið á fimmtudaginn, þá er ég að fara á fund sem stendur eitthvað fram á kvöld. Þannig að ég sé til með föstudaginn, ef að ég fæ góðar fréttir hjá lækninum:-) Jebb fer til hans (eða þeirra þeir verða víst 3 sem ætla að skoða mig) á föstudaginn.

Koss og knús frá Maju og bíó genginu hennar:-)

søndag 27. januar 2008

Sunnudagsmorgun

Ég sit hérna og drekk kaffi, ekki íslenskt heldur norskt sull. Ingólfur er farinn til Stian, Aron Snær er hjá Erlend og Ásgeir er að vinna, þannig að það er bara rólegt hjá mér. Eiginlega ætlaði ég að fara að skúra gólfin hjá mér, en af einhverjum ástæðum ákvað ég frekar að blogga aðeins. Hef svo sem ekki frá neinu merkilegu að segja, en ég verð að viðurkenna að skúringarkústurinn var ekki alveg eins spennandi og tölvan:-)

Eins og þið flest vitið þá á hann Ingólfur minn afmæli þann 7 feb. og þá verður drengurinn 15 ára, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En hann er búinn að vera að segja okkur, alveg síðan á jólunum, hvað honum langar í í afmælisgjöf. Gitar hero III (kann ekki að skrifa þetta) er efst á óskalistanum, svo fann hann einhverja netbúð sem selur boli, peysur, töskur, klukkur og ég veit ekki hvað og hvað, merkt Metallica, svo að honum langar í hettupeysu þaðan. Hann fann líka skyrtu fyrir ferminguna sína í þessari búð, veit ekki alveg hvort að það passar að vera í skyrtu merktri Metallica þegar maður fermist? Svo fann hann það út þessi elska, að þetta árið á hann eftir að elska okkur foreldra sína í 3 daga, sem sagt afmælisdaginn sinn, fermingardaginn sinn og á jólunum, venjulega elskar hann okkur bara í 2 daga:-) Hann er ekki alveg í lagi.

Við hjónin ætlum með strákana í bíó á morgun, á þessum bæ er það þannig að það verður að fara á sitthvora myndina, eina hasarmynd og eina teiknimynd. Orsök þess er mismunandi smekkur drengjanna, þannig að Ásgeir og Ingólfur ætla saman á National Treasure og ég og Aron Snær ætlum að fara saman á einhverja býflugu mynd. En mig langar svo að sjá norska mynd sem heitir Kautokeino opprøret, kannski Alexandra vilji fara með mér á hana.

Koss og knús frá Maju sem er að drekka eitthvað kaffisull og dauðöfundar þá sem geta skroppið út í búð og keypt sér Merrild kaffi:-)

fredag 25. januar 2008

Litla hetjan mín

Aron Snær fór til læknis í morgun í blóðprufu og hann stóð sig eins og hetja, eftir því sem Ásgeir segir. Jebb veit, ömurleg mamma sem var bara í vinnunni og lét eiginmann sinn um það að fara með barnið til læknis:-) Svo þurfti Aron að fara í hjartalínurit í sama slengnum, þessar rannsóknir eru sem sagt gerðar út af sí endurteknum höfuðverk og ælu hjá barninu og einnig út af því að á morgun á hann að byrja á ritalín forðatöflum (þess vegna varð að tékka á hjartanu hans líka) Við vonum að allt hafi verið í lagi hjá þessari elsku. Til að verðlauna hann fyrir að hafa verið svona duglegur í morgun, bakaði ég pönnukökur (norskar) fyrir hann og Ingólf þegar ég var búin að vinna.

Munurinn á norskum og Íslenskum pönnukökum liggur í þykktinni á þeim. Ein norsk er eins og 5-6 íslenskar pönnsur. Sama bragð, en ég er miklu fljótari að gera þessar norsku (þannig að kannski var ég bara ferlega löt mamma eftir allt saman:-))

Annars hefur bara verið grenjandi rigning hjá okkur í dag, eitthvað annað en í Reykjavík, brjáluð snjókoma og bylur. Var að lesa það að um 20% bíla í Rvk. séu ennþá á sumardekkjum, ekkert skrýtið að umferðin hafi ekki gengið vel í höfuðborginni í morgun.

Koss og knús frá Maju sem finnst leiðinlegt að baka og reynir þess vegna alltaf að sleppa ódýrt frá bakstrinum:-)

onsdag 23. januar 2008

Að taka myndir

Hann Aron Snær er að gera hreyfimynd:-) Hann er búinn að taka yfir 1000 myndir og skemmta sér vel. Þetta er ferlega flott hjá honum og ég er ferlega undrandi yfir þolinmæðinni í honum.

Annars er ég að býða eftir að handboltinn byrji, Noregur er að fara að keppa við Slovenia kl 20 og ég að sjálfsögðu heyja á Norge. Annars hef eg ekki verið að fylgjast mikið með Íslandi í þessari keppni, hlustaði að vísu á þegar þeir voru að keppa á laugardaginn og unnu, en ég hef samt fengið það með mér að þeir komust áfram og töpuðu í gær:-( Tek það fram að það eru engir leikir sýndir á tv2 nema þegar Noregur er að keppa, þannig að það er ekki auðvelt að fylgjast með öðrum leikjum.

Koss og knús frá Maju og litla leikstjóranum hennar:-)

mandag 21. januar 2008

Engar fréttir eru góðar fréttir

Héðan er ekkert að frétta, nema að mér tókst að fá yfirmann minn til að fara að gráta í dag:-) Geri aðrir betur. En hins vegar fór ég að gráta út af smsi sem hún sendi mér á föstudaginn og auðvitað þurfti ég að borga henni til baka. Málið er sem sagt það að á fimmtudaginn var haldinn fundur með þeim sem eru í foreldraráði leikskólans og okkur sem eru að vinna í honum, um það hvort hún Sigrid (leikskólastjórinn) eigi að fá að kaupa leikskólann og reka hann ein. Á mínum vinnustað eru skiptar skoðanir um þetta hitamál. Ég hef alltaf verið ferlega jákvæð og finnst að hún ætti að kaupa hann, en það eru því miður margir samstarfsmenn mínir sem eru á móti þessu. En ég stóð upp og sagði viðstöddum hvað mér finnst um þetta mál og hún heyrði af því og sendi mér sms þar sem hún sagðist vera svo ótrúlega glöð yfir því að ég væri að vinna hjá henni :-) og auðvitað fór ég að gráta. Það sem henni fannst svo frábært var að ég sem er bara vikar, stóð upp og stóð með henni í þessu máli, en þær sem eru búnar að vera í fastri vinnu í leikskólanum í mörg ár sögðu ekkert, eða voru á móti þessu. Þannig að í dag þegar ég var að tala við hana um þetta, fór hún bara að hágráta yfir því að ég hefði sagt eitthvað gott um hana sem leikskólastjóra. Ætli ég fái ekki bara vinnu næsta haust út á þetta:-)

Svo er ég líka búin að fá leikskólan leigðan þegar Ingólfurinn minn fermist, nú á ég bara eftir að tala við hann Friðlaug og spyrja hvort hann geti hjálpað mér með að gera boðskort fyrir stóra daginn.

Koss og knús frá Maju, sem getur látið alla fara að gráta, eða kannski er það ég sem grenja mest af öllum:-)

lørdag 19. januar 2008

Bíltúr:-)Ég, Ásgeir og Aron Snær fórum í smá bíltúr áðan, enduðum á Høye lagersalg. Höfum aldrei farið þar inn áður, þetta er búð sem selur ýmislegt eins og td. sængurföt, lök, húsbúnað og föt. Ég keypti mér kjól á 50 kall og Aron vildi endilega fá drykkjarflösku með mynd af honum Jack Sparrow (vona að ég hafi skrifað nafnið hans rétt) Svo fórum við í Rema 1000 og keyptum í matinn, það verður sko heimatilbúin Peppes pizza hjá okkur:-)


Svo er ég búin að leigja hús fyrir þá sem koma í fermingu hans Ingólfs (það er sko Lúlú sem borgar:-)), datt niður á flott hús í bara 5 mín. göngufjarlægð frá okkur, ekkert smá ánægð með það. Vissi bara ekki að það væri hægt að leigja hús í Vennesla, en það er sko alltaf hægt að finna allt á netinu, Guði sé lof fyrir finn.no:-)


Ingólfurinn minn gisti hjá honum Stian í nótt, en af einhverjum ástæðum hef ég grun um að þeir hafi nú ekki sofið mikið, heldur verið í tölvunni alla nóttina. Hann er sko ekki kominn heim ennþá drengurinn, en ég veit að síðast þegar hann gisti hjá Stian voru þeir að spila alla nóttina. Þannig að ég á von á þreyttum Ingólfi heim á eftir:-) En það er svo sem allt í lagi, þeir eru ekki að gera neitt af sér á meðan.
Talaði við frumburðinn í dag, hana Alexöndru Þöll, hún og kærastinn eru að fara í partý kvöld hjá Thea (sem er vinkona hennar Alexöndru), hún er sem sagt ein heima, foreldrarnir farnir eitthvað suður á bóginn og þá er auðvitað kjörið að bjóða í partý. Annars er bara allt gott að frétta af þeim skötuhjúunum, Christoffer var rosaleg ánægður með bókina sem hann fékk frá Lúlú og co. ferlega fallegar myndir í henni.
Læt 2 myndir fylga með í dag, þetta er sem sagt það sem við borðuðum á gamlárskvöld, var víst búin að lofa honum Ásgeiri mínum að setja þetta inn hér. Ætti eiginlega að segja að það hafi verið ég sem hafi galdrað þessar kræsingar fram, en þá væri ég jú að ljúga og það er ekki fallegt, auðvitað var það Ásgeir sem sá um matinn og svo voru það hann og Aron sem bjuggu til brauðtertuna í sameiningu (Aron sá um að skreyta). Ég kem aldrei nálægt matseldinni þegar Ásgeir er heima, en ég á það þó til, ekki alltaf, að sjá um uppvaskið:-)
Koss og knús frá okkur hér í Vennesla.

torsdag 17. januar 2008

Útsala

Ég var að vinna í dag og við fórum með börnin niður í sentrum og fórum á kaffihús:-) Ferlega gaman að gera eitthvað svona, veit samt ekki alveg hvort að börnunum finnist gaman að fara á kaffihús. En til að gera langa sögu stutta, fórum við í Cubus, það er sko útsala þar, og ég komst í feitt. Ég keypti mér 1 kjól, 1 ullarpeysu og 1 venjulega bómullarpeysu. Fyrir herlegheitin borgaði ég bara 77 nkr. Þegar ég kom heim reiknaði ég saman hvað ég hefði þurft að borga fyrir fötin ef það hefði ekki verið útsala, reiknisdæmið hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 627, þannig að ég græddi 550 nkr. eða eins og Ásgeir vildi meina þá tapaði ég 77 nkr:-)Tek það samt fram að við vorum 4 að vinna og það voru bara 6 börn, við notuðum pásuna okkar til að fara í búðir og öll börnin voru sofandi. En MM kom heim ferlega ánægð með kaupin sem hún gerði:-)Svo vorum við hjónin á fundi útaf honum Aroni Snæ á mánudaginn, drengurinn þarf að fara til læknis og taka blóðprufu (úr Aroni sko en ekki lækninum) og athuga hvort það er eitthvað meira að honum. Aron fær svo oft hausverk og svo ælir hann. En hann fer til læknis 25 janúar og svo förum við á annan fund hjá Abup þann 6 feb. og þá fáum við að vita hvort hann þolir ekki Ritalínið, en þau á Abup vilja að hann fari að byrja á forðahylkjum bráðum. Þá tekur hann eitt hylki á dag í staðinn fyrir 3 Ritalín töflur á dag. Verður spennandi að sjá hvort hylkin virki betur á hann. Annars er drengurinn að gera alla á heimilinu, sjálfan sig meðtalinn, geðveika á hljóðum, hann er endalaust að sjúga upp í nefið og sjúgandi loft á milli framtannanna. Þau á Abup vona að þetta sé bara Tourettið upp á sitt mesta núna (þetta gengur svona upp og niður) en hann er sjálfur farinn að taka eftir þessu og þetta pirrar hann alveg jafn mikið og þetta pirrar okkur hin. Kannski þarf hann að fá einhver önnur lyf sem taka Tourett "toppana" En vonandi kemur þetta allt í ljós á næsta fundi. En ég spurði hvort ADHD eða Tourett "vaxi" einn daginn af honum, en svo er því miður ekki, þetta er bara eitthvað sem þessi elska á eftir að kljást við allt sitt líf:-(Kos og knús frá Maju og liðinu hennar.

mandag 14. januar 2008

Ella gella frænka
var sko í fréttunum í gær og hann Aron er bara búinn að horfa á þetta fréttaskot með henni svona 50 sinnum:-) Honum finnst þetta alveg frábært, að eiga svona fræga frænku, eða eins og hann sagði sjálfur, hún er sko ekki Ella gella frænka mín fyrir ekki neitt:-) Elsku Ella það var bara gaman að sjá þig í sjónvarpinu.

Set myndir inn af krökkunum, sem voru teknar þegar við fórum út að borða á laugardaginn. Auðvitað er hann Ingólfur minn að hjálpa mér að moka bílinn út:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)

lørdag 12. januar 2008

Út að borða

Við fórum út að borða í dag, öll fjölskyldan, fórum á Kjesk og eins og alltaf var maturinn góður. Annars er ekkert að frétta af okkur, bara laugardagur til leti:-)

Ég og Ásgeir erum að fara á fund á mánudaginn út af honum Aron Snæ. Þetta er bara svona fundur þar sem við förum í gegnum hvernig gangi hjá honum núna þegar hann er á lyfjum. Svo þarf ég að fara á annan fund um kvöldið, ég er nefnilega í einhverju foreldrafélagi, man ekki alveg hvað það heitir, en þarna eru saman komnir fulltrúar foreldra barna í öllum skólum í Vennesla. Ekki mjög spennandi, vægt til orða tekið. Svo þarf ég að fara á fund í leikskólanum á fimmtudaginn, þar á að ræða um það hvað okkur starfsmönnunum finnst um að leikskólastjórinn kaupi leikskólann og reki hann ein.

Koss og knús frá Maju og co

tirsdag 8. januar 2008

Hann Aron Snær:-)

Fyrir jól, þegar ég var á fullu að búa til jóladagtal fyrir hana tengdamömmu mína, þá kallaði Ásgeir mig fyrir rassasleiki! Aron heyrði þetta auðvitað og honum fannst þetta alveg ferlega findið. Svo var drengurinn að horfa á jólastundina okkar í tölvunni áðan, það voru auðvitað jólasveinar þar. Þá segir hann allt í einu, hei mamma hér er einn rassasleikir. Ég alveg ha er jólasveinn sem heitir rassasleikir? Þá segir sá stutti, nei ég var bara að grilla í þér hann heitir sko Þurrasleikir:-) En svo kom það upp úr kafinu að auðvitað var þetta hann Þvörusleikir! Það er nefnilega ansi oft sem hann misskilur íslenskuna og auðvitað fattar hann ekki vitleysuna í sér sjálfur.

Svo var hann í dag í fyrsta kynfræðslutímanum í skólanum. Hann kom heim og sagðist hafa verið að horfa á alveg ógeðslega mynd. Nú hvaða mynd var það, spyr ég. Jú bara svona mynd með nöktu fólki, ferlega ógeðslegt að hans mati. Svo erum við að tala saman áðan, þá fer hann að gefa mér ráð við túrverkjum:-) Ég hélt að ég yrði ekki eldri. Þá hafði hann lært það í dag í skólanum að besta ráðið við túrverkjum væri að fara út og skokka. Þessi drengur er stundum ekki alveg í lagi.

Geggjuð þoka

Það er engin smá þoka úti, ég sé ekki húsin í kringum mig, hvað þá meira.

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, Ásgeir er að vinna, Ingólfur er hjá Stian og Aron er að leika sér með bílana sína og horfa á sjónvarpið.

Ég er búin að taka niður allt jólaskrautið, fyrir utan jólatréð, ég bara nenni því ekki, enda alveg ótrúlega mikið að skrauti á því. En ég er sko ekki búin að ganga frá skrautinu, það er bara allt á eldhúsborðinu, læt það vera þar í einhverja daga, djók, ég er alveg að fara og ná í kassana til að geta gengið frá því. Annars var Ingólfur að segja áðan að það er svo stutt í næstu jól að það tekur því eiginlega ekki að vera að ganga frá dótinu:-) Ætti kannski bara að gera það!

Ásgeir var í alsherjar lækniskoðun í gær og hann er fílhraustur:-) Það þurfa allir í vinnunni hans að fara í svona skoðun á hverju ári.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar.

mandag 7. januar 2008

Þá eru jólin búin
Hér voru þau kvödd með þrettánda"brennu" sem litli brennuvargurinn minn stóð fyrir:-) Hann var nú svo sem ekki að kveikja í neinu, bara á einum fakkel (ef einhver veit hvað þetta fyrirbæri heitir á ástkæra ylhýra endilega látið mig vita) og nokkrum kertum, en myndin af þessu er flott.
Læt fylgja með mynd af mér og honum Ingólfi mínum og auðvitað af kraftatröllinu honum Aroni Snæ:-)


Mikið er maður fljótur að gleyma, ég var alveg búin að gleyma því hvað það er ferlega hundleiðinlegt að taka niður jólaskrautið, enda er ég ekki byrjuð, er bara að horfa á það, ég er bara búin að taka öll jólaljós úr sambandi og eyðileggja aðventuljósið mitt. Henti því í gólfið, óvart.


Svo vorum við hjónin að moka bílinn út áðan, ekki var það auðvelt því snjórinn er svo ferlega blautur og þungur, en það hafðist. Ég gleymdi að taka Stellu (myndavélina) með til að taka myndir. Eitthvað voru bróðir minn og mágur (takið eftir að ég skrifa ekki uppáhalds mágur minn) að gera lítið úr hæð minni, en margur er knár þó hann sé smár:-) En það er alveg spurning um að fara að senda Ingólf að heiman, hann er meira að segja orðinn hærri en pabbi sinn.
Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)

lørdag 5. januar 2008

Nú get ég ekki hætt
Loksins þegar ég fattaði hvað það var sem ég hef verið að vera vitlaust, get ég ekki hætt að setja inn myndir:-)


Ásgeir er kominn heim eftir svaðilför mikla, hann festi bílinn tvisvar sinnum hér upp í götunni, nágranni okkar hjálpaði honum fyrst og svo var ég kölluð til. Ég þurfti að vaða blautan, þungan snjó upp að hnjám, ég hélt að mín síðasta stund væri komin, en við gátum losað bílinn og lagt honum á bílastæðinu okkar, þar sem hann verður þar til snjóa leysir:-) Rafmagnið blikkar aðeins hjá okkur, vona að það fari ekki alveg, en ef það gerist get ég bara ímyndað mér að ég sé heima á Ísó, ekki amalegt það:-) Það er búið að loka Kjevik (flugvellinum) og færð er farin að þyngjast mikið, en við verðum bara heima, með kveikt í kamínunni og heitt kakó, það gerist ekki betra:-)


Ásgeir keypti sleða fyrir Aron áðan og þeir eru búnir að setja hann saman og drengurinn er farinn út að leika sér.

koss og knús frá Maju sem er loksins búin að fatta þetta myndadót:-)

Svona er hjá okkur í dag:-)Smá munur á þessum myndum og hinum sem voru teknar þann 27 des, sem sagt fyrir 9 dögum:-)

Myndir:-)Snjór og mikið af honum:-)

Hér er bara allt komið á kaf í snjó og ennþá snjóar. Ásgeir fór í vinnu í morgun og þurfti að leyta að bílnum, þegar hann var fundinn þurfti hann að grafa kaggann út. Þá var klukkan orðin svo mikið að hann þurfti að keyra í bæinn, ætlaði sko að taka strætó. En færðin var ekki upp á marga fiska svo hann gat ekki keyrt nema í 40. Þar sem ekki er útlit fyrir að það hætti að snjóa alveg á næstunni ætlar Ásgeir að koma sér heim eins fljótt og hann getur.Annars ætlum við Aron Snær að fara út á eftir og leika okkur í snjónum:-) Svo bý ég til heitt kakó fyrir okkur, ferlega skemmtilegt.

Ég er að reyna að setja inn myndir, en ég hef grun um að ég hafi gert eitthvað vitlaust, sem ég skil ekki því ég er sko enginn smá tölvusnillingur:-) En ég held áfram að reyna.

Koss og knús frá Maju sem er að drukkna í snjó:-)

torsdag 3. januar 2008

Nýtt ár, nýjir möguleikar:-)

Gleðilegt ár þið öll:-) Vona að áramótin hafi verið jafn góð hjá ykkur og þau voru hjá okkur, hér var borðað, mikið, svo spiluðum við nýja Ísafjarðarspilið okkar sem við fengum frá jólasveininum. Við horfðum á skaupið í tölvunni, borðuðum brauðtertur og skutum svo upp flugeldum. Ferlega skemmtilegt.

Svo er kominn snjór, mikið af honum, og það á sko eftir að koma meira, veðurspáin segir að á morgun og laugardaginn á að snjóa allt að einum meter. Gaman fyrir börnin en ekki okkur þessi fullorðnu. Svo hef ég einhvern grun um að á sunnudaginn eigi að fara að hlýna, skemmtilegt:-)

Koss og knús frá Maju og co