tirsdag 18. november 2008

Nokkrar myndir af fröken Cassöndru:-)

Fyrst mynd af flotta kjólnum mínum sem hún elsku tengdamamma mín prjónaði á mig:-) Hún er algjör snillingur þessi kona.
Svo er það hann herra Aron Snær, drengurinn er sko töffari dauðans.

Svo er loksins komið að aðalgellunni, henni Cassöndru. Ég og afinn vorum að passa hana í gær á meðan Alexandra fór til læknis. Pössunin gekk eins og í sögu, enda er hún algjör engill þessi elska. En hún ætlaði eitthvað að fara að æsa sig, en þá gekk afi bara um gólf með hana og þá sofnaði hún.


Hér eru þær mæðgur og Aron. Ingólfurinn minn vildi nú vita hvenær við gætum haft hana yfir heila helgi, en ég hugsa að það verði langt þangað til, enda er hún á brjósti og þau liggja víst ekki á lausu:-)Hæ amma, segir hún og er bara ánægð með lífið. En hún er algjör draumur, farin að brosa og "tala" aðeins og alltaf jafn róleg, hef grun um að það hafi hún frá ömmu sinni:-)
Halló allir, en hún var í skoðun í morgun og er orðin 4910 gr og 52.5 cm. Þannig að barnið fær greinilega nóg að borða og komin með bollukinnar, enda er alveg yndislegt að kyssa hana og knúsa:-) og við gerum sko mikið af því.
En af okkur er bara allt gott að frétta, hér er enginn snjór kominn, en það var alveg ferlega kalt í dag svo að við vorum ekki lengi úti í leikskólanum, en við bætum úr því á morgun. Jebb, frúin er komin í 100% vinnu, þannig að það verða engir sælumiðvikudagar hjá mér á næstunni. En ég er voðalega ánægð með að vera að vinna på skauen 3 daga í viku og hina 2 á bie 2. Ingólfur er byrjaður í prófum, hann var í norsku skriflegri í dag (en hann skrifar svo illa drengurinn að hann fær að taka skriflegu prófin á tölvu) en honum gekk að eigin sögn bara mjög vel:-)
Jæja ég nenni ekki að skrifa meira í bili, þannig að ég sendi bara fullt af kossum og kn´sum til ykkar allra.

mandag 10. november 2008

Aron kominn með gemsa og....

hann er ekkert smá ánægður með það. Foreldrar hans eru sko orðin frekar leið á því að þurfa að hringja í þúsund manns, ganga í öll hús í nágrenninu og vera með áhyggjur af honum þegar hann skilar sér ekki heim eftir skóla. Þannig að þetta er vonandi góð fjárfesting hjá okkur, sjáum til á morgun hvort hann verði ekki búinn að týna símanum:-) Vona ekki, því þetta á að vera svona öryggisnet fyrir okkur og hann.

En ég var að lesa á BB áðan að Brennivínskjallarinn á Ísó væri fundinn, frábær fyrirsögn á frétt:-) Þannig að það er bara einn svona kjallari á Ísó, eins gott kannski, en þegar maður les fréttina aðeins betur þá kemur í ljós að þetta var köld geymsla fyrir mat:-) sjálfsagt eitthvað af brennivíni verið geymt þar líka, hehehe.

En af Cassöndru er allt gott að frétta, Ásgeir ætlar að heimsækja hana á morgun áður en hann fer að vinna, læt hann taka Stellu með svo að við getum fengið nýjar myndir af snúllunni.

Ég sendi ykkur bara fullt af kossum og knúsi, kveðja Maja og allir hinir jólasveinarnir:-)

onsdag 5. november 2008

Fréttir (ekki merkilegar þó)

Hér er Ingólfurinn minn að segja henni Cassöndru eitthvað mjög merkilegt, hún hlustar að minnsta kosti á hann þessi elska. Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn síðasta sunnudag, hún var meira að segja vakandi, þannig að við slógumst aðeins um að fá að halda á henni, en enginn slasaðist alvarlega í óeyrðunum, sem betur fer:-)
Hér hefur amman greinilega unnið slaginn um barnið, en það er bara svooo gott að halda á henni og kyssa og knúsa hana. Gleymdi að taka mynd af henni og afanum, en hann passaði hana á meðan við hin kláruðum að borða, hún sofnaði í fanginu á honum, þannig að afafang er best:-)

En þessi litla fröken fór í skoðun í morgun og þá var hún takk fyrir orðin 4400 gr. Þannig að hún er búin að þyngjast um 1100 gr síðan hún fór heim af spítalanum þann 11 okt. Ekki oft sem maður er ánægður með það að þyngjast um rúmt kíló á 26 dögum:-) En hún braggast mjög vel þessi elska, enda er mamma hennar mjög dugleg að gefa henni að drekka. Cassandra er mjög lík mömmu sinni í útliti (að skoða myndir af Alexöndru svona lítilli er bara eins og að horfa á Cassöndru) en mamman var snuddubarn mikið, vildi helst hafa 4 eða 5 snuddur í einu, en fröken Cassandra vill ekki sjá svoleiðis drasl, hún eiginlega bara kúgast þegar snuddan er sett upp í hana. En það á kannski eftir að breytast, hver veit.
Það er vinnuvika í skólanum hjá honum Ingólfi mínum og hann fékk vinnu á Kjesk (veitingastaður í Kr. sand sem er í eigu þeirra sömu og eiga Glipp þar sem Ásgeir er að vinna) og drengurinn er bara ánægður með það. Honum finnst gaman að skera grænmeti og búa til kjötbollur og allt svoleiðis, þannig að kannski verður hann kokkur eins og pabbi sinn?
Aron Snær er að fara í keilu með bekknum sínum á eftir, en hann nennir ekki að spila, þannig að hann borðar bara sína pylsu í ró og næði og horfir svo á hina spila.
Koss og knús frá okkur öllum hér í Vennesla


søndag 2. november 2008

Hann Aron

Á föstudaginn var haldið upp á hrekkjavökuna hérna í Norge og hann Aron Snær ákvað að vera hann H í CSI, hann var með byssuna klára og að sjálfsögðu voru sólgleraugun sett upp:-)
"I before e, except after c". Þið verðið að fara inn á youtube og skoða myndbandið með honum Jim Carey þar sem hann gerir grín af honum H, það er bara fyndið:-) En drengurinn kom heim með fullt af nammi og var alsæll með það. Svo var stóri bíódagurinn í Norge í gær (þá er helmingsafsláttur af bíómiðunum) og Aron skellti sér í bíó. Núna er hann að keyra bílinn sinn úti á svölum, þegar Unnþó var hérna bjuggu þeir frændur til bílamyndband og settu inn á youtube undir heitinu Arons video 1. Þið ættuð að skoða það.
Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, yndislegt veður, ískalt og sól:-) Cassandra ætlar að koma í heimsókn til okkar seinna í dag, við vonum bara að hún geti haldið sér vakandi í smá tíma svo að við getur haldið á henni og knúsast aðeins með hana. Mamma hennar kemur sko líka og henni er boðið í mat:-)
Jæja ég man ekki eftir neinu merkilegu til að segja ykkur, þannig að ég sendi ykkur bara kossa og knús