tirsdag 22. juni 2010

sumarfrí:)))

gróðurhúsið okkar fullt af allskonar grænmeti, sem við getum vonandi borðað seinna í haust:)
Ingólfurinn minn var að taka til í herberginu sínu og þetta voru allar kókflöskurnar sem voru þar (þakka bara fyrir að þetta voru ekki bjórflöskur:))

Aron að vaða á Hamresanden með fuglunum, en sjórinn var ískaldur en hann lét það nú ekki á sig fá


hér er bara látið vaða, honum fannst viðeigandi að vera í Lúlú júnætet bolnum sínum:)
En ég er sem sagt komin í sumarfrí og ég byrja ekki að vinna aftur fyrr en 2 ágúst, Ingólfurinn minn er líka byrjaður í sínu sumarfríi og Aroninn minn byrjar á morgun. En það er eitthvað óvíst með fríið hjá honum Ásgeiri mínum, en ég á nú von á því að hann taki sér einhverja daga til að vera saman með okkur og henni Cassöndru:) Við ætlum að sækja hana á þriðjudaginn og vera með hana í nokkra daga á meðan mamma hennar er að vinna/skemmta sér á Hove festivalen. En þar sem ég er svoooo mikil húsmóðir:) þá ákvað ég að gera rabbarbarasultu, en ég segi bara takk og pris fyrir hana Helgu Sig þannig að ég á von á því að á morgun verði hægt að fá sér ristaðbrauð með osti og heimatilbúnni rabbarbarasultu:)))
Koss og knús frá frúnni sem á eftir að hafa það náðugt næstu 40 dagana:)))))))



søndag 13. juni 2010

óvissuferð

Ég fór á föstudaginn í óvissuferð með vinnunni minni og var ferðinni heiti til Lindesnes fyr, sem er syðsti punkturinn í Norge, alveg frábær staður. Það var ekkert smá mikill vindur, eiginlega lítill stormur.
Skýin voru á fullri ferð

maturinn var algjört æði, sjávarréttarhlaðborð


umm ekkert smá gott



og fallega lagt á borðið af mínum frábæru vinnufélögum sem sáu um ferðina




þetta er gamli vitinn sem var kynntur með kolum





ég er búin að búa hérna í Norge í 8 ár og þetta er fyrsti staðurinn sem ég kem á þar sem það eru engin, segi það og skrifa ENGIN tré, merkilegt alveg






hér eru nokkrar að leita að bláskel til að veiða krabba með, minn hópur bjó til brauðdeig úr sjó og þanghveiti og rúgmjöli og einhverju fleira og þetta var ekkert smá gott brauð







rosalega fallegt þarna. Við skemmtum okkur ekkert smá vel, sumir sváfu úti, sumir í vitanum og svo aðrir í vitavarðarhúsinu þar sem að einhver draugur býr víst líka, en ég varð ekkert vör við hann, sem betur fer:) Svo voru einhverjir sem fóru í sjósund um miðja nótt og ég get lofað ykkur því að það var kalt:) Svo borðuðum við morgunmat úti og það var ískalt, en brauðið var gott og svo fengum við rabbarbarasultu!!!! sem var heimatilbúin (einhverjir í hópnum þurftu að týna rabbarbara) og svo fengum við líka rabbarbaramuffins. Svo var haldið heim og ég var komin heim um hálftólf. En þetta var alveg frábær ferð.
Kossar og knús frá Maju og co








lørdag 5. juni 2010

sól og blíða:)

hér er búið að planta og taka aðeins til
verður spennandi að sjá hversu lengi ég held lífi í blómunum

og bara svona til að minna fólk á að nota sólkrem og mikið af því:) Ég brann svona rosalega í gær í vinnunni, en ég bar á mig sólkrem áður en ég fór í vinnuna en svo gleymdi ég að bera á mig á meðan ég var þar. En í dag er ég sko búin að nota mikið krem, því ég og hann Aron minn erum búin að vera úti og taka til á pallinum og svo sáðum við káli og gulrótum og einhverjum blómafræjum. Ég þarf bara að vinna í 13 daga og svo er það sumarfríííí:))))))
koss og knús frá Maju og liðinu hennar