torsdag 30. oktober 2008

Snjór og kalt

Aron alltaf jafn ánægður með hana litlu frænku sína, þumalinn upp fyrir þeim tveimur:-)
Hér er fröken Cassandra á leiðinni heim til sín, eftir heimsókn hjá okkur, hún er svo flott í þessum galla, en litla stýrið svaf svo vel í ömmu og afa rúmi að þegar hún loksins vaknaði var slegist um að fá að halda á henni:-) Aron spurði mig að vísu hvort það væri ekki í lagi að vekja hana, en amman hélt nú ekki, enda um að gera að nota tímann á meðan þessi smákríli sofa, það verður ekki mjög langt þangað til að við förum að óska þess að hún sofi aðeins meira (þegar hún verður eldri sko)

En hér er hún að segja honum Aroni einhverja sögu og hann hlustar að sjálfsögðu á það sem barnið hefur að segja:-) Enda er hann voðalega natinn við svona smá börn, en honum langar ekki að vera stóri bróðir, það nægir honum að vera litla barnið á þessu heimilinu:-)


Hér er hún að kveðja afa sinn og hann hana. en þær mæðgur komu til okkar síðasta sunnudag til að geta kvatt langömmu, langafa og Unnþór afabróðir þar sem þau voru að fara til Íslands snemma á mánudagsmorgninum.
En að snjónum, það snjóaði hjá okkur í gær og mikið var gaman í vinnunni þá, fyrsti snjór vetrarins og börnin vildu fara út að leika. Við fórum út og bjuggum til risa snjókarl (hann var á hæð við mig:-)) svo málaði ég á hann augu, munn og tölur og hún Gerd (það er konan sem stjórnar í eldhúsinu) gaf okkur gulrót svo Snæfinnur fékk nef líka:-) En í dag þegar ég fór í vinnu (mætti 6.25) var eiginlega allur snjórinn farinn, enda voru þrumur og eldinga og grenjandi rigning hér í gærkveldi, en það var samt hálka í morgun. Og aumingja Snæfinnur snjókall (snømannen Kalle á norsku) var horfinn, en ég á nú ekki von á öðru en að við eigum eftir að búa til nýjan snjókall í vetur.
Koss og knús frá okkur í Norgelørdag 25. oktober 2008

Myndir og fréttir

Aron tók mynd af ömmu sinni, hann er bara snillingur með myndavélina drengurinn.
Lúlú sendi mér sms þegar þau voru á leiðinni til okkar, hún vildi bara fullvissa sig um að það væri bara ég sem kæmi að sækja þau, því þau voru með svo mikinn farangur með sér. Ekki málið, en það var hann Unnþór sem var laumufarþeginn:-) Við vissum ekki að hann ætlaði að koma, en engum fannst skrýtið að Lúlú kæmi með svo mikið með sér að það væri ekki pláss fyrir fleiri í bílnum, enda gerir hún það alltaf. Og já ég fékk fullt af kaffi, hún kom með 6 kg af lakkrís, hangikjöt, konfekt, fullt af vettlingum og húfum fyrir okkur, jólakjól á mig sem hún hafði prjónað (og hann er æðislegur:-)) og rúsínan í pylsuendanum var skatan sem þau færðu okkur:-) Núna get ég ekki beðið eftir Þorláksmessu.

Hér er Cassandra í fanginu á henni langömmu sinni, voðalega notalegt.


Svo þurfti afinn að prófa að halda á henni og litla skottið svaf bara.Og hér eru þær mæðgurnar.
Við erum búin að hafa það alveg rosalega gott síðustu dagana, erum búin að fara að skoða okkur aðeins um í Kristiansand og í Sörlandssenteret og Lúlú er auðvitað búin að skoða handavinnubúðirnar:-)
Koss og knús frá okkur öllum í Vennesla

søndag 19. oktober 2008

Kampavín og kavíar

Fyrst 2 myndir af Cassöndru:-) Vil bara láta fólk vita að þjófnaður á myndum af henni er leyfilegur, enda um að gera að sem flestir fái að sjá hana. En hún er með eindæmum stillt stúlka, grætur eiginlega ekkert, nema þegar hún er svöng og svoleiðis. Vona að hún verði svona róleg áfram.
Ingólfurinn minn er voðalega hrifinn af henni, enda ekki annað hægt. Aron fór með myndir af henni í skólan til að sýna bekknum sínum, ferlega stoltur móðurbróðir:-)

En þá að þessu með kampavínið og kavíarinn, þessi bloggfærsla er sko númer 100 hjá mér:-) Ég er ferlega stolt af mér fyrir að hafa nennt þessu svona lengi, en það er nauðsynlegt fyrir ykkur að fá að fylgjast aðeins með okkur.

Núna eru bara 3 daga þangað til að Lúlú og Jón koma til okkar og bara 66 dagar fram að jólum:-) Vona að tengdamamma mín muni eftir kaffi fyrir mig, á nefnilega bara norskt sull:-( og ég get ekki boðið þeim upp á svoleiðis, en ég er að vísu ekki búin að byðja hana um það, en ég geri bara ráð fyrir að hún þekki mig þessi elska:-)

Ég var á ráðstefnu á föstudaginn, það var alveg ferlega gaman, þetta var svona lokapunkturinn eftir 3ja ára vinnu við að gera leikskólana í Vennesla betri en þeir voru.-) Alveg frábært að sjá það svart á hvítu að við erum á réttri leið. Svo er ég að fara til Oslo með leikskólanum í byrjun desember. Við förum á fimmtudegi og komum heim aftur á laugardegi. Við ætlum að skoða einhver leikskóla og sjá hvernig þau haga starfinu hjá sér. Svo verður jólahlaðborð á fimmtudagskvöldinu og á föstudeginum ætlum við á tónleika með De Lillos, ég hlakka mikið til:-)

Koss og knús frá okkur öllum

torsdag 16. oktober 2008

Myndir af Cassöndru

Ég og strákarnir fórum og heimsóttum Cassöndru og foreldra hennar í dag:-) Hún var vakandi allan tíman sem við stoppuðum og amman fékk að sjálfsögðu að halda á henni. Alexandra fann það út að það væri best ef að ég , Ásgeir og strákarnir tölum íslensku við hana, því hún verður að sjálfsögðu að læra íslensku líka, en hún og Christoffer tala við hana á norsku.
Hello Kitty, það dugar ekkert annað fyrir svona prinsessur. Ég og Aron fórum svo í dag og keyptum handa henni samfellu, sem á stendur: Ef mamma segir nei við mig, þá spyr ég bara pabba:-) Ferlega krúttlegt, svo keyptum við smekki fyrir hana líka, á öðrum þeirra stendur: höfuð fjölskyldunnar. Ég sá í sumar samfellu sem á stendur: amma mín roolar, þarf að kaupa svoleiðis fyrir hana:-)
En þessi unga og spræka amma er alltaf að vinna, í dag fórum við á Skautrollan, alltaf gaman að koma þangað (Skautrollan er útivistarsvæði sem leikskólinn á og þar eru elstu börnin 3 daga í viku, alveg yndislegt að vera þarna) Inni í þessum kofa, kann ekki betra orð yfir þetta, nema ef vera skildi skýli, borðum við og svoleiðis.
Svo þurfum við að elda matinn yfir báli, krökkunum finnst þetta alveg frábært, ég hef eldað ýmislegt á bálinu, th. hafragraut, wook, ostasamlokur, tómatsúpu og fleira. Það er ekkert sem er eins gott á bragðið og maturinn sem er eldaður á Skautrollan:-) En við skemmtum okkur mjög vel þarna uppi, það eina sem mér líkar ekki við þarna er að það er útikamar, æl, ég get ekki hjálpað krökkunum að fara á hann, mér verður bara flökurt við að opna hurðina inn á hann:-)

Núna eru bara 6 dagar þangað til að Lúlú og Jón koma:-) Frábært.

Ég keypti mér piparkökur í dag, ummm, það eru nefnilega alveg að koma jól, bara 69 dagar þangað til og þeir eiga eftir að líða eins og skot. Ég er samt ekki byrjuð að hlusta á jólalögin, en ég byrja á því í byrjun nóvember, ég er búin að finna fram alla jóladiskana okkar þannig að ég er klár:-) Svo keypti ég jólagos fyrir strákana og jólamarsipan fyrir Ingólfinn minn:-)

Koss og knús frá ömmunni sem er að komast í jólastuuuð:-)

onsdag 15. oktober 2008

Vikugömul:-)

Cassandra er orðin vikugömul, þessi elska:-) En hér er hún í fanginu á henni ömmu sinni og horfir undrandi á hana. Krakkarnir á leikskólanum mínum vita að ég er orðin amma, þau eru ekki alveg að fatta þetta, en ég er að sjálfsögðu búin að sýna þeim myndir af henni. Þau halda flest að ég sé mamma hennar (enda er ég svoooo ung:-)) en annars eru þau bara farin að kalla mig bestemor, æi þau eru svo yndisleg.
Gott ef hún brosir ekki á þessari mynd:-) Enda er amma hennar þekkt fyrir að reyta af sér brandarana, hehehe.
Ekki var hún sátt við þetta, enda skil ég hana bara vel, hvað kemur það öðrum við hversu mörg kíló maður er:-) En það er allt gott að frétta af litlu fjölskyldunni, sú litla lætur í sér heyra þegar hún er svöng og þá fær hún auðvitað að borða:-) Ég er að hugsa um að fara til þeirra á morgun, ég hef ekki séð hana síðan á laugardaginn. En svona er það þegar maður er alltaf að vinna, þarf að koma heim og gefa liðinu sínu að borða og hjálpa til með heimalærdóminn, þvo og allt það sem fylgir því að eiga fjölskyldu, þá hefur maður bara ekki tíma til að gera allt það sem mann langar til að gera. Því miður.

Aron átti ekki til orð yfir mig á laugardaginn, ég fór og keypti bleijur, olíu, nuddolíu, krem og blautservíettur fyrir Cassöndru, svo segir hann og hvað keyptir þú af mat fyrir hana. Ég sagði eins og var að ég hefði bara ekki keypt neitt matarkyns, já en mamma halló hvað á hún þá að borða. Nú ekkert, segi ég og fæ ekki fallegt augnaráð frá honum. En Aron þú veist jú að svona lítil börn drekka bara mjólk, ah hann hafði gleymt því og hélt að ég væri svona vonda amma:-)

Svo langar mig til að óska elsku bróður mínum innilega til hamingju með afmælið, elsku Doddi minn ég vona að þú hafir átt góðan afmælisdag:-)

Svo er bara vika þangað til að Lúlú og Jón koma til okkar, ég hlakka mikið til að sjá ykkur og ég veit að ég er ekki ein um að telja dagan þangað til:-)


Koss og knús frá Maju og liðinu hennar

lørdag 11. oktober 2008

Fröken Cassandra:-)

Hann Aron var ekkert smá ánægður með hana frænku sína, eins og sjá má á þessari mynd:-) Hann hlakkar mikið til að geta farið með hana út að labba í vagninum, leika við hana og sjálfsagt á hann eftir að kenna henni einhverja nytsama hluti:-)
Ingólfurinn minn átti ekki til orð yfir það hvað hún er lítil og falleg:-) Enda er hún það þessi elska, svo hélt hún í puttan hans og það fannst honum frábært.
Hér er Cassandra komin í bílstólinn og er á leiðinni heim, yndisleg þessi húfa sem hún er með, hún lítur út eins og lítill bangsi.
Hér er hún komin heim í rúmið sitt. Þetta sængurver (eða milliverið) er 40 ára gamalt, saumað af henni tengdamömmu minni og notað af hennar strákum og strákunum mínum og núna var komið að Cassöndru að nota það:-) Hún svaf á leiðinni heim, svaf á meðan hún var klædd úr útifötunum og svaf þegar hún var sett í rúmið sitt, vona að hún verði svona róleg áfram.

Ég þurfti að fara með hann Aron á læknavaktina áðan, honum er búið að vera svo illt í vinstri ökklanum í allan dag, en læknirinn sagði bara að hann væri með bólgur í hælsininni og þyrfti nýja skó. Við erum sko nýbúin að kaupa skó á hann en þeir meiða hann greinilega, þannig að við verðum að finna skó sem eru með mjúkum hæl fyrir hann.

Ég á ekki von á því að hann pabbi minn lesi bloggið mitt (af augljósum ástæðum) en mig langar samt til að senda honum afmæliskveðju í tilefni dagsins:-)

Koss og knús frá okkur öllum hér í Norge

onsdag 8. oktober 2008

Hér er amma á ferð:-)

Hér er hún elsku dóttir mín, sem stóð sig eins og hetja í dag og elsku Christoffer hennar, sem var alveg frábær í dag:-) þegar kraftaverkið var að skella á. Ég er svo stolt af ykkur báðum.
Þetta er fallega ömmustelpan mín, hún er bara algjör sykurmoli:-) Það er ekki búið að ákveða nafn á hana ennþá, en hún var 3400 gr og 48 cm löng og fullkomin í alla staði þegar hún fæddist kl 15.58 að staðar tíma.
Ég efast um að það hafi fæðst fallegra barn áður;-)
Og svo sefur hún eins og engill, þessi mynd er tekin þegar hún er 2 og 1/2 klst gömul, hún var búin að fá sér aðeins að drekka og horfði mikið á mömmu sína með fallegu augunum sínum. Amman fór og sótti afa í vinnuna til að hann gæti fengið að sjá hana og hann var alveg sammála mér um að hún er falleg.

Þetta sem ég upplifði í dag er bara geggjað, ég fékk að vera með alveg frá því að þau fóru upp á sjúkrahús og þangað til að sykurmolinn minn kom í heiminn:-) Ég bara get ekki hætt að brosa og vil engin leiðindakomment um það að ég sé að drepast úr væmni, maður má vera væminn þegar maður er orðin amma:-) og hana nú

Koss og knús frá ömmu, afa og tveimur stoltum frændum.

søndag 5. oktober 2008

Þoka og þvottavéla vandræði

Það var geggjuð þoka hér í morgun þegar ég vaknaði, en rosalega flott.
Það sást ekki á milli húsa.
En svo létti til og sólin skein, en svo byrjaði að rigna, en svo kom sólin aftur og svo kom rigningin. Svona er veðrið búið að vera í allan dag.

En að öðru, við eigum þvottavél sem er 5 ára, hún heitir Zanussi, kölluð Zanna (djók) en undanfarið hefur hún neitað að vinda, eða réttara sagt gerir hún það bara þegar henni hentar. En boj ó boj, þegar hún vindur þá er hávaðinn þvílikur, að það mætti halda að það væru tvær herþotur að lenda inni á baði. Ég er að hugsa um að athuga hvort að hann tengdapabbi minn vilji ekki skoða hana þegar hann kemur og athuga hvort að hann finni út hvað er að henni (annað en þrjóska) ég er nefnilega algjör auli þegar kemur að vélaviðgerðum:-)

Fyrir nokkrum vikum var Ásgeir staddur inni í verslun í Kristiansand, sem væri ekki í frásögu færandi nema að hann rak augun í Prince Polo, jebb með íslenskri innihaldslýsingu og alles. Þannig að hann keypti nokkur stykki fyrir okkur. En síðan þá er hann búinn að kaupa tvo kassa af þessu eðalsúkkulaði, enda er þetta bara hlægilega ódýrt, stykkið af Pólóinu kosta bara 4 kr, en þegar hann var í búðinni í gær að bæta við byrgðirnar okkar, þá segir maðurinn sem á búðina að hann ætli að hætta með verslunina núna um mánaðarmótin. En þetta er svo almennilegur kaupmaður að hann bauðst til að gefa Ásgeiri upp nafnið á heildsölunni sem flytur þetta inn í Norge. Þannig að Ásgeir er að hugsa um að fara bara að selja þetta, ætli hann verði þá ekki kallaður Geiri póló:-)

Við erum ennþá að býða eftir barninu, Jóhanna vinkona segir að hún komi 10 okt. Það væri gaman ef að þið sem lesið þetta setjið inn þá dagsetningu sem ykkur finnst trúlegust. Það verða verðlaun í boði fyrir þann eða þá sem getur upp á réttum degi og verðlaunin verða ekki af verri endanum, 4 stk. Prince Polo í boði Geira póló:-)

Koss og knús frá okkur í Norge

lørdag 4. oktober 2008

Hún á afmæli í dag

hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Alexandra, hún á afmæli í dag:-) Elsku Alexandra okkar innilega til hamingju með 18 ára afmælið þitt.

Fyrst að ég er byrjuð að óska fólki til hamingju með afmælið, þá er bara að bæta við listan, í gær áttu Óli, Sara Sesselja og Birgitta Rún afmæli og við sendum þeim öllum okkar bestu afmæliskveðjur:-)

Annars er allt gott að frétta hjá okkur, strákarnir byrja í skólanum á mánudaginn eftir haustfríið. Við erum eigninlega bara að býða eftir barninu, vonum að hún komi bráðum, einhver skrifaði við fyrri færslu 5.10 þannig að ég vona bara að sá hinn sami sé spámaður góður.

Kossar og knús frá okkur í rigningunni