Hér er hann að taka við einkunnunum sínum, klæddur í jakkaföt og alles, en það var svo heitt í kirkjunni að hann tók af sér jakkann.
Frúin var að hekla eitt stykki rúmteppi, og það kallar jú á mont. En ég er ferlega stolt af mér að hafa klárað þetta, en núna býð ég eftir að einhver komi í heimsókn til mín til að ganga frá spottunum (Gulla mín ertu alveg viss um að þú eigir ekki leið hér um?)
Og svo er ein mynd af honum Aroni eðaltöffara sem er loksins kominn í sumarfrí, það var síðasti skóladagur í dag og næsta ár fer kappinn í 7 bekk. Tíminn líður svo hratt, en hann er alltaf flottur þessi elska.
Ég þarf að vinna næstu 3 vikur og svo er ég komin í sumarfrí og af fenginni reynslu þá líða þessar 3 vikur alveg ótrúlega fljótt:-) Í dag er búið að rigna eldi og brennisteini, en á morgun á sólin að koma til okkar og í næstu viku á hitinn að vera í kringum 25 gráður;-)
Sendi ykkur bara kossa og knús og ég skal reyna að vera duglegri við að blogga.
3 kommentarer:
flottar myndir af drengjunum þínum. kossar og knús úr vestrinu
alltaf gaman að lesa bloggið þitt Maja mín
kv,
Gulla
Gaman að þú skulir vera farin að blogga aftur, ekkert smá flott rúmteppi hjá þér skvís.
Legg inn en kommentar