lørdag 24. juli 2010

Danmerkurferð

Við skelltum okkur til Danmerkur aðfararnótt mánudagsins síðasta og hér koma nokkrar myndir úr ferðinni, en af einhverjum ástæðum koma myndirnar ekki inn í þeirri röð sem ég hlóð þeim inn svo fyrsta myndin er tekin úr bátnum á leiðinni heim
Ég, Ása og strákarnir skelltum okkur á stöndina

Ásgeir og Finn voru að fara á pöbbarölt, en ég og strákarnir fórum í Føtex að versla aðeins. Ég verð að segja að ég er mjög stolt af sjálfri mér, ég keypti bara 1 skópar í ferðinni:)))


Hér erum við að borða svínasneiðar, íslenskar lambakótilettur, maískólfa, hamborgara og rauðvínssósu ala Ásgeir:) En það var borðað mikið af góðum mat og drukkið alveg fullt af góðum vínum í ferðinni. En ég fann það út að eitthvað hefur gerst hérna heima í fataskápnum mínum því allt í einu eru nokkur pils orðin of þröng á mig. Alveg merkilegur andskotiÁsgeir og stákarnir í Tívolíinu í Århus, þarf ekki að taka það fram að frúin þorði ekki með þeim. Ég fór með Aroni í einhvern bát sem sveiflast fram og aftur og þegar hann stoppaði stóð ég upp skjálfandi og næstum því farin að gráta ég var svo hrædd.
Ása og Ásgeir að elda eitthvað gott fyrir okkur

Aron var svoldið þreyttur þegar við komum til Ásu, enda sváfum við ekkert um nóttina


og ekki voru þessir hressari:) En það var alveg rosalega gamana hjá okkur, hitinn í sólinni fór upp í 47.5 gráður og í skugganum voru um 28 gráður, þannig að við náðum okkur í smá lit. Svo var að sjálfsögðu keypt kaffi (Merrlid) fyrir mig, remúlaði og eitthvað svoleiðis fyrir Ásgeir og bara slappað af:)
koss og knús frá Maju og liðinu hennar
1 kommentar:

Jóhannan sa...

Ljúft líf hjá ykkur sé ég
Kveðja úr sólinni í Grundó