mandag 31. mars 2008

Kurs og ýmislegt annað

Ég var að koma heim eftir Tegn til tale kurs, ferlega gaman að læra eitthvað nýtt, en ég fann það út að maður getur sko orðið þreyttur í höndunum af að tala:-) Þetta er mynd af nýju lagi sem við vorum að læra í dag, ekki mjög auðvelt lag, en börnunum finnst svo gaman þegar við syngjum lög og notum tákn.
Hér er svo mynd af honum Aroni Snæ, hann er með heilar 40 krónur í augunum og ekkert smá skítugur í kringum munninn, hann var að borða pizzu þessi elska:-)
Ákvað að setja inn mynd af okkur hjónunum sem var tekin þegar við giftum okkur (1994) Ég er búin að sjá það að ég er ekkert smá vel gift, Ásgeir minn er búinn að sjá um allt heimilið eftir að ég var skorin, ég hef ekki þurft að gera neitt. Svo hefur hann jú þurft að vinna líka og til að kóróna allt þá fékk hann hálsbólgu og er bara búinn að vera slappur. En ég hef haft það eins og prinsessa, eina sem hann vill ekki gera fyrir mig er að fara út og reykja, það er mikið sem er lagt á mig:-)

Aron er að horfa á Næturvaktina, djö.... hvað ég get alltaf hlegið jafn mikið af þessu rugli, hlakka mikið til að sjá Dagvaktina þegar hún kemur út.

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar.

5 kommentarer:

Anonym sa...

Hæhæ oo hvað þið eruð sæt:)
kveðja Alda Frænka:)

Anonym sa...

hey,!!!! ég á enga svona mynd af þér og Ásgeiri á fjölskylduvegginn minn!!!!!!!!! En OH MY God hvað þið eruð sæt;-)

Kv Inga.

Anonym sa...

hæ mæja´til hamingju með tengdó .mikið er eg heppin að eyga svona mynd af ykkur á veggnum.ástarkveðja í kotið gunna frænka á ak. ps segðu ásgeiri að ég sé að safna myndum sem ég sendi svo til ykkar kv sama.

vennesla sa...

Ferlega myndarleg hjón, við lítum út eins og fimmáringar:-) Inga mín ég bara veit ekki afhverju þú átt ekki mynd af okkur, get nú alveg bætt úr því:-) Gunna, ég skal láta Ásgeir vita af myndunum:-)

Koss og knús frá okkur öllum í Vennesla

Anonym sa...

já Maja mín þú VERÐUR að bæta úr þessu;-)

Kv Inga