En mikið gladdi þetta mig, ég sá sko í botninn á óhreinatauskörfunni áðan:-) Og það er sko langt síðan síðast. Þetta var svo merkilegur atburður að ég varð að taka mynd og setja inn hér.
Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur, en það er sko búið að vera ömurlegt veður hjá okkur um helgina, rigning og haglél, takk fyrir. Fékk sms áðan frá henni systur minni í Afríkunni og þau eru sko búin að kveikja upp í grillinu og eru að fara að grilla eitthvað ferlega gott, ég hins vegar bíð eftir sumrinu hjá okkur svo að Ásgeir geti farið að grilla á tryllitækinu okkar:-)
Við erum búin að finna fermingargjöfina fyrir fermingardrenginn, svo ætla ég að fara með krakkana í bæinn á föstudaginn eða laugardaginn og kaupa föt á þau. Það verða jú allir að vera í sínu fínasta pússi á svona merkisdegi:-)
Síminn er kominn í lag, loksins, loksins, segi ég nú bara, það var einhver bilun eða eitthvað á símalínunni hjá okkur svo við gátum ekki notað heimasímann, en netið hefur alveg virkað. En núna er það sem sagt komið í lag:-)
Koss og knús frá Maju, sem á tóma óhreinatauskörfu (í dag að minnsta kosti)
søndag 13. april 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
2 kommentarer:
hæhæ:) úff ég bara hálf öfunda þig, ég vildi að ég ætti tóma óhreinataus körfu.... :S það hefur sko ekki gerst á þessu heimili í dágóðan tíma..... en það er allt að koam, kemur vonandi með góða veðrinu:) hehe en hafið það annars alltaf sem allra best, bið að heilsa öllum
Kveðja Jónbjörg og strákarnir
HAHAHAHA.... Mín er líka tóm:-)
Grillið er í bið en veðrið er að koma:-) Hvað á svo að gefa drengnum í fermingargjöf???? Þú verður að setja óskalista inn á síðuna.
Kossar og knús, Inga
Legg inn en kommentar