Ég fór áðan að sækja hann Ásgeir minn í vinnuna, en ég þurfti sko að labba niður í sentrum til að sækja bílinn og auðvitað tók ég hana Stellu (bleiku myndavélina mína sko) með mér og ákvað að taka mynd af leikskólanum sem ég er að vinna í, hann heitir Snømyrabarnehage. Það tekur mig nákvæmlega 4 mín. og 36 sek. að labba í vinnuna mína, já ég hef sko tekið tímann:-)
Þetta er mynd af Vuggestua, það er sko sér deild fyrir litlu börnin, ég er að vinna þar líka:-)
Þetta er kallað kæru vinir að sjá ekki í skóginn fyrir trjám:-) og þarna lengst niðri á myndinni er Vennesla sentrum.
Þetta er Dómkirkjan í Kristiansand, alveg ferlega falleg kirkja. Ásgeir er að vinna á veitingastað sem er við hliðina á kirkjunni. Mig alveg dauðlangaði til að taka mynd inni á Glipp (veitingastaðurinn sem Ásgeir er að vinna á) því það er nýbúið að gera allt upp þar inni, en ég kunni ekki við það. Ég hefði örugglega litið út eins og japanskur túristi með bleika myndavél á lofti. Og á meðan ég var að þessu öllu, þá vildi svo vel til, eða réttara sagt svo illa til, að hann Aron minn var með gemsann minn, hann var að horfa á þátt í sjónvarpinu sem heitir Norske talenter og hann gerði sér lítið fyrir og kaus einhverja stráka áfram í þættinum, ekki bara einu sinni og ekki tvisvar heldur fimm, já ég endurtek fimm sinnum!! Tek það fram að þessir strákar eru ekki lengur með í þættinum:-)
Koss og knús frá Maju
fredag 4. april 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
4 kommentarer:
Hæhæ fallega fólk:) ég verð nú ein til að byrja með í dk með þann yngsta en Atli og Heiðmar koma þegar að skólin er búin á Ak en svo kemur Borgar í byrjun sept og þá verður hann að bara að finna sér vinnu í Dk:)hehe en ég verð heimavinnandi:)en ég er naglafræðingur og ætla að reyna að vera bara að vinna við það heima:)híhí:) kveðja Alda besta frænka verðum endilega í bandi ef þið komið til Dk:)
Vá flottur leikskóli og geggjuð kirkja, alltaf gaman að sjá svona myndir. Kossar og knús frá okkur.
Kv Inga.
hæhæ:) æðislegt að sjá brúðkaupsmynd af ykkur, mamma á eina og ég hef oft skoðað hana og þið eruð svo æðisleg og hamingjan alveg hreint skín af ykkur:) það er alveg heitur draumur hjá mér að fá að koma einhvern tíman í heimsókn til ykkar og fá að hitta ykkur, ég man síðast eftir að hafa hitt Ásgeir þegar ég var 5ára gömul og ég þurfti að vekja hann til að biðja hann að hjálpa mér að opna kaffi bauk því ég var að hella upp á kaffi handa honum og gömlu hjónunum og ef ég man rétt þá var kl7 um morguninn og Ásgeir var vel úldinn en alveg reiðubúinn að vakna til að hjálpa litlu frænku sinni;) hehe:)
frábært að geta skoðað myndir af ykkur, ekki hætta þessu með myndaæðið:)
hafið það sem allra best
kv. Jónbjörg og strákarnir
gleymdi að segja að mamma biður að heilsa í bæinn:)
Legg inn en kommentar