mandag 28. april 2008

Smá fréttir af okkur

Ég er búin að vera einstaklega löt við að skrifa blogg síðustu vikuna, ég hef bara verið að vinna svo mikið og verið þreytt á kvöldin, þannig að bloggið hefur setið aðeins á hakanum, en núna skal ég reyna að bæta úr því:-) Ég fór með leikskólanum tvisvar sinnum í Dyreparken í síðustu viku, það var skemmtilegt í fyrra skiptið, en ekki alveg jafn gaman í annað skiptið. En börnin skemmtu sér og það er jú fyrir mestu. Þetta er mynd af uppáhaldsdýrinu mínu, ég elska gíraffa, ferlega furðulegar skepnur, en fallegar.
Þetta er sko ekki eitt af mínum uppáhöldum, ég hata slöngur en varð að taka mynd af henni þessari, ég veit ekki hvaða tegund þetta er, en stór og ógeðsleg er hún.
Þetta eru flottir fuglar, enda eru þeir bleikir:-)
Það eru sko komin ljón í Dyreparken, 4 stykki hvorki meira né minna.
Og fyrir þá sem ekki vita, þá bíta ljón!! Það eru svona skilti í kringum allt búrið sem þau eru í, eins og einhver fari að reyna að klappa þeim:-) En maður veit jú aldrei, þannig að allur er varinn góður.

Lúlú og Jón og hann Steingrímur komu í gær, voðalega gott að sjá þau. Því miður virðist veðrið ekki ætla að leika við okkur þessa vikuna, hér er rigning og þoka og svoleiðis á það að vera fram á föstudag. En það er ekki mikið sem ég get gert við því. Friðlaugur kemur á fimmtudaginn og Ása, Finn og Simon koma á föstudaginn. Ég og Ásgeir erum komin í vikufrí, en strákarnir þurfa að vera í skólanum í dag, morgun og á miðvikudaginn, þeir eru svoldið fúlir yfir því, en svona er lífið:-) Hún tengdamamma mín kom með matardiska sem hún bjó til fyrir okkur, þeir eru alveg ferlega flottir, tek mynd á eftir og set inn til að sýna ykkur. Þau voru varla komin út úr flugvélinni þegar Aron Snær vildi vita hvort að þau hefðu ekki alveg örugglega tekið með sér íslenskt nammi!! Þeir bræður eru nefnilega búnir að tala um nammi í nokkrar vikur, en eins og ömmunni er einni lagið tók hún að sjálfsögðu með sér gotterí:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar:-)

2 kommentarer:

Anonym sa...Það er nú alltaf gaman að skoða bloggið þitt Maja mín og gott að vita það að Ljón bíta;-)
Mamma var hjá mér um helgina og ég sýndi henni bloggið, hún var að skoða myndir og ég átti að skila kveðju til allra:-)

Kossar og knús Inga.

Anonym sa...

Flott að vita að þau komust heil á höldu til ykkar og diskarnir heilir líka, kveðja úr kuldanum (skítakuldi) á Ísó. Ella gella frænka