onsdag 30. april 2008

Íslenski fáninn kominn upp:-)

Hér er hann kominn upp, ég hef einhvern grun um að þjóðarstoltið hafi stigið aðeins hjá okkur við það að sjá fánann við hún:-) enda er hann bara flottur.
Hér er svo smá sýnishorn af diskunum sem hún Lúlú gerði fyrir okkur, hún er sko bara snillingur þessi kona. Við ætlum að nota diskana í fermingunni á laugardaginn. Við fórum til Kristiansand í dag, Aron og Jón fóru í klippingu, en fermingardrengurinn vildi ekki láta klippa sig, svo keyptum við servíettur og kerti og smá skraut á matarborðið.
Hér er svo ein mynd af mér, ég hef ekki verið mikið fyrir að sýna myndir af mér hér inni á blogginu, en hann Aron minn tók þessa mynd af mér á flugvellinum þegar við vorum að býða eftir Lúlú og Jóni og Steingrími og hann vildi endilega að ég setti hana inn.
Hér er svo mynd af Ingólfinum mínum, Lúlú, Jóni og honum Aroni, við vorum að borða Taco (ég eldaði sko:-))
Þetta er hann Aron minn, ég hefði kannski átt að taka mynd af honum í dag, svona ný klipptum og flottum, en hann er alltaf flottur þessi elska. Hann ætlar að gista hjá ömmu og afa í nótt (þau leigja hús hér í Vennesla á meðan þau eru hjá okkur) og hann hlakkaði ekkert smá mikið til, það er sko ekki oft sem hann getur sofið hjá þeim, þannig að þetta var spennandi. Og svo er baðkar í húsinu hjá þeim, við erum bara með sturtu, og gæjinn ætlaði sko að fara í bað:-)

Koss og knús frá okkur öllum:-)

3 kommentarer:

Anonym sa...

Hæ hæ.

Alltaf gaman að sjá myndir af ykkur og alveg sérstaklega gaman að sjá mynd af þér Maja mín því ég hef ekki séð þig svoooo lengi.

Ástar- og saknaðarkveðjur frá Namibíu,
Gulla.

Anonym sa...

Alveg er ég sammála henni Gullu, myndir myndir myndir og meiri myndir. Alltaf gaman að sjá ykkur sæta fólk;-)
Kossar og Knús til ykkar frá okkur á klakanum.

Kveðja Inga

Anonym sa...

Til hamingju með daginn í dag, vona að allt hafi gengið vel og þið átt ánægjulegan dag, kveðja til fermingarbarnsins.

Bestu kveðjur,
Ella gella frænka