lørdag 23. august 2008

Hann á afmæli í dag

Hann Ásgeir minn á afmæli í dag og þessi elska er orðinn 39 ára gamall. Til hamingju með daginn ástin mín:-)
Auðvitað voru pönnukökur í morgunmat hjá okkur. Hann Aron minn sá um að steikja þær, svo var ís og súkkulaði með þeim:-)
Þetta er Ingólfurinn minn að borða pönnukökur
og hér er frúin.

Þessi dagur er bara búinn að vera frábær, norsku handboltastelpurnar fengu OL- gull í morgun og hann Andreas fékk OL-gull í spótkasti og hann setti nýtt OL met. Nina Solheim fékk silfur í Taikwondoo:-) En í fyrramálið er það íslenskur handbolti, Guð ég vona að strákarnir "okkar" taki gullið, ég verð að minnsta kosti fyrst út með fánann:-) Því að þeir eru jú búnir að tryggja sér silfur, sem er bara flott:-) Áfram Ísland, áfram Ísland:-)

Koss og knús frá okkur í Norge

3 kommentarer:

Anonym sa...

Við óskum Ásgeiri innilega til hamingju með daginn í gær. Ég skil ekki að ég hafi gleymt afmælinu því ég er með daginn skráðan hjá mér á tveimur stöðum. En svona er þetta. Enn og aftur, hamingjuóskir.

Alltaf gaman að sjá myndir af ykkur elskurnar.

kv,
Gulla

Anonym sa...

Til hamingju með daginn Ásgeir, vonandi var dekrað við þig.

Ísland náði Silfrinu og það á víst að vera svaka fögnuður þegar liðið kemur heim, eins og forsetinn segir Þjóðhátíð.

Vona að þið hafið það sem allra best, kossar og knús Inga

Anonym sa...

Hæhæ til hamingju með daginn um daginn frændi:)
kveðja Alda frænka....