lørdag 6. september 2008

Ein í kotinu:-)

Jæja þá nenni ég loksins að setjast niður og skrifa eitthvað hér á bloggið mitt. Letin alveg að drepa mig, eða kannski frekar andleysi að hrjá mig.

Af okkur er allt gott að frétta. Ingólfurinn minn lagði af stað til Póllands í morgun, við þurftum að vakna kl 5, því hann þurfti að vera mættur við skólann kl 6. Þau taka bátinn yfir til Danmerkur og svo keyra þau til Þýskalands og verða komin þangað í kvöld, svo keyra þau á morgun til Póllands. Hann kemur svo heim aftur næsta laugardag. Hann neitaði að taka Stellu bleiku með sér, þannig að Alexandra og Christoffer lánuðu honum þeirra myndavél, vona bara að hann muni eftir að taka myndir:-)

Aron er bara úti að leika með honum Erlend og hann ætlar að gista hjá honum í nótt. Ásgeir er að vinna, þannig að ég sit bara hérna ein og hef það gott. Ingólfur skildi tölvuna sína eftir þannig að ég er að nota hana núna:-)

Við mæðgurnar fórum í Sörlandssenteret á miðvikudaginn og skoðuðum barnaföt, enda eru bara 4 vikur í settan dag. En jedúdda mía hvað það er til mikið af fallegum barnafötum í dag, ég varð bara alveg veik. Ég gleymdi að taka mynd af bumbunni, því miður, því hún er sko orðin stór.-) Svo ætla elsku tengdaforeldrar mínir að koma hingað þann 22 okt. til að skoða barnið, það verður gaman.

Jæja ég nenni ekki að skrifa meira núna, vona að andinn komi yfir mig bráðum, en þangað til næst sendi ég ykkur öllum bara kossa og knús:-)

2 kommentarer:

Anonym sa...

Hæ Maja mín, vonandi naustu þess að vera ein í kotinu;-)

Kossar og knús Inga

Anonym sa...

Hæ hæ. Vonandi gátuð þið hjónakornin gert eitthvað skemmtilegt þetta kvöld sem þið voruð loks barnlaus :-)

kv,
Gulla